Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2025 09:03 Fríða Þorkelsdóttir njörvar áhrifamikil augnablik æskunnar niður í lítinn pakka. Vísir/Ívar Í sínu fyrsta útgefna verki kafar unga skáldið Fríða Þorkelsdóttir ofan í hugarfylgsni æskunnar og tekst á við tímamót, breytingar og sorg eins og fáum er lagið. Bókin ber nafnið Fjölskyldusaga og óhætt er að segja að um sé að ræða stóra sögu í litlum umbúðum, enda kemst bókin öll fyrir í meðalstóran brjóstvasa. Fimmtán mínútum of seinn hleypur undirritaður yfir bílastæðið og rykkir upp hurðinni á kunnuglegum stað. Inn gengur hann móður og másandi á stað sem bæði honum og viðmælanda hans er kunnugur, Eiðistorg. Miðstöð veipandi unglinga, Barbour-klæddra húsfeðra og -mæðra og menningarlífs Seltjarnarness, Grandanna og Skjólanna. Þar tekur á móti honum þolinmæðin uppmáluð, skáldið Fríða Þorkelsdóttir sem var að gefa út stóra sögu í mjög litlum pakka. Fríða Þorkelsdóttir er 31 árs Vesturbæingur, skáld, ritlistarnemi og bóksali, ekki endilega í þeirri röð. Þrátt fyrir að hafa lengi verið viðloðin bókmenntir og útgáfustarf gaf hún út sitt fyrsta heildarverk fyrir skemmstu, brjóstvasabókina Fjölskyldusögu, svo kallaða vegna þess að hún kemst bókstaflega fyrir í meðalstórum brjóstvasa. Hún segir söguna hafa einfaldlega runnið í gegnum sig.Vísir/Ívar Á Eiðistorgi er alltaf ys og þys enda er þar ýmsa þjónustu að fá. Þar er Hagkaup, Vínbúð, bókasafn, hárgreiðslustofa, kaffihús, ljósmyndaver og ekta pöbb af gamla skólanum. Það sem Fríða sækir hins vegar helst í er íburðarlaus bókagrind á torginu miðju, innan um háar súlurnar og pálmatrén. Hún er orðin eins konar vörður bókagrindarinnar og á meðan blaðamaður virti allar umferðarreglur að vettugi á hraðferð sinni út á nes, dundaði Fríða sér við að endurflokka og -raða bókunum eftir upprunalandi og sagnastíl, en þær höfðu staflast í þvílíku magni á grindina að þær voru farnar að leggja undir sig nálægan áningarbekk. Það var því enginn staður betur fallinn til viðtals heldur en þarna þar sem Nesið og Vesturbærinn mætast. Eðli fundarvettvangsins bauð ekki upp á rjúkandi kaffibolla eins og er yfirleitt áskilinn á fundum sem þessum en í þetta skipti varð kælt, fjöldaframleitt kaffi í dós að duga, mjög viðeigandi. Vottar Jehóva sækja næturlífið stíft Að sögn Fríðu laust hana hugmyndin að Brjóstvasabókinni eins og boðunin Maríu. Hún var á gangi um miðborgina seint á helgarkvöldi þegar hún rakst á glaðværan hóp Votta Jehóva sem fara nú ekki á mis við Austurstrætið á háannatíma. Hún þáði af þeim kakó og, eftir stutt spjall, litla bók. Svo litla raunar að hún komst fyrir í heilu lagi í jakkavasann. Bókin hét Þín eigin Biblía eða eitthvað þvíumlíkt á útlensku og innihélt safn af litlum versum úr heilagri ritningu fyrir fólk með athyglisgáfu þessarar aldar. „Ég varð heilluð af þessu og fór að skoða hvort ekki væri hægt að gera svona sjálf,“ segir Fríða. Bókin er sú fyrsta í röð brjóstvasabóka.Vísir/Ívar Hún hugði þó ekki á að safna sínum uppáhalds Biblíuversum í sína bók heldur seildist hún ofan í skúffu og strauk rykið af gamalli sögu sem hún hélt sérstaklega upp á og taldi henta ágætlega í brjóstvasa, enda saga sem var henni hjartfólgin og jafnframt bara nokkurra blaðsíðna löng. Fríða ákvað að ríða á vaðið en rakst fljótt á vandamál sem allir örbókaútgefendur kannast við. Það er nefnilega enginn hægðarleikur að láta prenta bók í svo óhefðbundnu sniði og ekki margar prentsmiðjur sem bjóða upp á jafnpersónulega þjónustu, meira að segja ef maður er með útgáfuarm Vottanna á bak við sig. „Það er eitthvað svo heillandi við smækkaða útgáfu af hlutum. Það er eitthvað alveg sérstakt við að halda á svona lítilli útgáfu af einhverju sem við þekkjum öll.“ Áskoranirnar urðu Fríðu fljótt ljósar. Þegar gripurinn er jafnlítill og raun ber vitni eru öll atriði smáatriði og þar af leiðandi eru engin atriði smáatriði. Fyrst þarf að tryggja að textinn sé yfirhöfuð læsilegur á svo smáum fleti. Til þess fékk hún með sér í lið vinkonu sína sem er nýútskrifaður grafískur hönnuður, hana Selmu Láru Árnadóttur. Hún hannaði bókina og braut um. Til að koma heim og saman við hönnun bókarinnar vildi Fríða líka endilega að heftin á kili bókarinnar yrðu svört. Hún segir það aðallega hafa verið sérviskunnar vegna. Bruggar fjandsamlega yfirtöku á laun Mikil gróska er í bókaútgáfu um þessar mundir og fjöldi smærri forlaga hefur sprottið upp á undanförnum árum. Alls eiga 37 útgefendur aðild að Félagi íslenskra bókaútgefenda og þá eru örforlögin ekki endilega með talin. Í ljósi nýrra áskorana á bókamarkaði, með æ auðveldara aðgengi að bókum í rafrænu formi og hljóðbókum á Storytel, hafa viðurkenndir höfundar á borð við Halldór Armand tekið upp á því að gefa bækur sínar út upp á eigin spýtur. Þá hafa einnig nýjar bókabúðir sprottið upp víða um borgina svo sem Skálda á Vesturgötu, Garg á Hofsvallagötu, sem sérhæfir sig í bókum jaðarsettra höfunda, og Bók um bók úti á Granda, sem sérhæfir sig í listaverkabókum og bókverkum. Nýjar ógnir steðja að bókinni en á sama tíma eru sóknarfæri víða. Fríða tekur við lausnum á stóru vandamálum lífsins, að því gefnu að hún komist fyrir á fáeinar blaðsíður.Vísir/Ívar Eitt þessara örforlaga er forlagið Truflun sem gefur út brjóstvasabókina. Það er raunar alls ekkert forlag, heldur er það framleiðslufyrirtæki kærasta Fríðu og barnsföður, kvikmyndagerðarmannsins Baldvins Vernharðssonar. „En ég er með leynilega áætlun um að breyta þessu í forlag. Þetta er fyrsti liðurinn í því,“ segir Fríða og glottir. Litla rauða bókin, Fjölskyldusaga, er fyrsta útgáfa Truflunar og er jafnframt sú fyrsta í röð bóka í brjóstvasastærð. Þær munu einfaldlega heita Brjóstvasabækur og ætlar Fríða að safna að sér einvala liði höfunda, þekktra og óþekktra, til að skrifa þær. Hún finnur fyrir því að vettvang vanti fyrir stórar sögur í smáum sniðum. Fríða segir í raun allt koma til greina í brjóstvasaútgáfu. Öllu því sem höfundur getur tjáð í nógu fáum orðum að þau komist læsilega fyrir í brjóstvasa hins lafmóða nútímamanns tekur Fríða á móti fagnandi. „Þetta má vera eins stórt viðfangsefni og hægt er. Tilgangur lífsins þess vegna, bara svo lengi að orðafjöldinn er ekki lengri en sirka fimmtán hundruð orð.“ „Margir eiga texta sem þeir eru ánægðir með en eiga ekki heima neins staðar. Það geta verið löng ljóð, röð ljóða eða saga eins og ég gerði. Það gæti verið heimildaefni. Þau mega endilega fara ofan í skúffu og finna eitthvað þar en þeim er auðvitað frjálst að semja eitthvað nýtt fyrir brjóstvasabækurnar,“ segir Fríða. Fríða fagnar gróskunni í sjálfstæðri útgáfu- og bóksölustarfsemi. Fjölskyldusaga er til sölu í hinum fyrrnefndu Skáldu, Bók um bók og Gargi. Hún leggur sjálf mikla áherslu á að bókin sem hlutur, sem fyrirbæri, sé ekki bara stafrænn texti heldur margþætt listaverk. Hún segir að þó að maður eigi ekki að dæma bók út frá kápunni, sé vel hægt að dæma kápuna. „Þetta snýst allt um að gera fallegan grip. Mér finnst svo gaman að sjá fólk fletta í bókinni því maður þarf að setja sig í svo undarlegar stellingar. Til dæmis var afi minn að lesa hana í gær og hann var með gleraugun og að sjá svona stóran mann halda á pínulítilli bók er eitthvað kómískt,“ segir Fríða. Blautir pollagallar og soðin ýsa Sagan sjálf segir frá Fríðu sjálfri og fjölskyldu hennar. Hún er í svokölluðum sjálfssögustíl eða átófiksjónarstíl og án þess að spilla neinu, enda er sagan gegnlæs á fimm mínútum eða svo, fjallar hún um sandkassa, fjölskyldubönd og tímamót. Fríða kafar ofan í sálarfylgsni æsku sinnar eins og fáum er lagið og það þarf engan að undra enda hefur hún einstakan aðgang að ljúfsárum minningum sem flestir þurfa að láta sér nægja að endurskapa eftir endursögn. „Ég man í alvörunni eftir að vera í sandkassanum og ég man eftir fóstrunum á leikskólanum og lyktinni þar. Barnæskan mín er greypt í minnið. Þá er auðveldara að skrifa svona eitthvað eins og um að vera í sandkassa vegna þess að ég finn lyktina af sandkassanum og blautum pollagöllum,“ segir Fríða. Í sögunni er margt sem fyrrum borgarbarn kannast við, þó það kunni að vera grafið undir ansi mörgum minningalögum. Við margendurtekinn lestur blaðamanns á sögunni slógu hann ljóslifandi minningar og skynjanir sem höfðu ekki leitað á hann svo árum skiptir: lyktin af blautri moldinni, soðinni ýsu með kartöflum og feiti og ilmvatn sem angar af rósum og lofnarblómi. Fríða Þorkelsdóttir með ungum syni sínum, Yl Baldvinssyni.Vísir/Ívar Sjálf á Fríða ungan son á leikskólaaldri og forvitni lék blaðamanni á að vita hvort æskan hefði eitthvað breyst á þeim árum sem skilja þau mæðginin að. Við því segir Fríða frásögnina tímalausa, enda hafi æskan lítið breyst undir niðri þó langt sé leitað aftur í tímann. En sagan fjallar ekki aðeins um pollagallaverkfræðinginn í sandkassanum, enda þó að hún sé höfð eftir ungu barni er ljóst að höfundurinn seilist í minningarnar. Hún rifjar upp og setur í samhengi. Enda þótt margir sakni sakleysis æskunnar, víkur það með árunum, en án þess þó að það máist út „Þetta er líka áminning um það að æskan endar líka og alvara lífsins tekur við. Það er eitthvað sem ég þurfti að læra snemma. En ég veit að það varð allt í lagi og þá er hægt að skrifa með örlítið bjartsýnni tón, með sáttarblöndnum trega. Ég veit betur í dag og það skín í gegn,“ segir Fríða. Jafnvægi hins fullorðins- og barnslega Það er þó, eins og bæði gefur að skilja og Fríða gengst við, kúnst að skrifa út frá sjónarhorni barns en á sama tíma í endurminningastíl. Það krefst þess að setja sig í sálarástand eins konar þriðja aðila sem rifjar upp æskuna. Fríða fær söguna í raun í gegnum tvo milliliði þrátt fyrir að sagan sé hennar eigin og hún hafi verið hana viðstödd í eigin skinni, að gefnum skáldaleyfum. „Ég er fullorðin að skrifa þetta og það sést alveg á sjónarhorninu. Frásagnirnar eru ekki að eiga sér stað á sama tíma heldur er þetta endurlit. Samt sem áður, vegna þess að ég man tilfinninguna að vera barn svona rosalega vel, þá kemur barnið inn í þetta. Þetta er barnslegt þótt þetta sé endurlit. Það er jafnvægið á milli hins fullorðinslega og barnslega sem ég var að elta,“ segir Fríða. Samnemendur hennar í ritlistinni voru þeir fyrstu sem fengu að heyra söguna og umræður spruttu upp í kjölfarið á lestrinum um hvort þetta væri yfirhöfuð tækt. Fríða stendur fast við sinn keip og leggur það frekar í hlut lesenda að dæma um það. Segir skilið við æskuna – í bili Fríða Þorkelsdóttir stefnir að því að ljúka námi í ritlist við Háskóla Íslands í haust en hefur samhliða því unnið sem bóksali í Austurstræti. Nú vonast hún til að Fjölskyldusaga fái samastað í skyrtu- og jakkavösum þjóðarinnar og vinnur að frekari útgáfu á mjög litlum bókum, sem hún fær að gefa út en ekki að skrifa sem hún segir mikinn létti. Ofan á þetta er hún að vinna að þýðingu á „sígildu kanónuverki“ sem hana langar að fá útgefna en verst allra fregna um. Svo er auðvitað stanslaust nostrað við ljóðabókarhandritið. „Ætli ég þurfi svo ekki að finna mér vinnu?“ spyr hún sig og hlær. Hún slær botninn í samræðuna með því að biðja alla mögulega atvinnuveitendur sem sýsla með bækur á einhvern hátt að taka sig til greina. Svo lengi sem það tengist bókum er hún góð í því. „Það er kominn tími til þess að segja skilið við æskuna og fullorðnast,“ segir Fríða kímin á svip. Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
Fimmtán mínútum of seinn hleypur undirritaður yfir bílastæðið og rykkir upp hurðinni á kunnuglegum stað. Inn gengur hann móður og másandi á stað sem bæði honum og viðmælanda hans er kunnugur, Eiðistorg. Miðstöð veipandi unglinga, Barbour-klæddra húsfeðra og -mæðra og menningarlífs Seltjarnarness, Grandanna og Skjólanna. Þar tekur á móti honum þolinmæðin uppmáluð, skáldið Fríða Þorkelsdóttir sem var að gefa út stóra sögu í mjög litlum pakka. Fríða Þorkelsdóttir er 31 árs Vesturbæingur, skáld, ritlistarnemi og bóksali, ekki endilega í þeirri röð. Þrátt fyrir að hafa lengi verið viðloðin bókmenntir og útgáfustarf gaf hún út sitt fyrsta heildarverk fyrir skemmstu, brjóstvasabókina Fjölskyldusögu, svo kallaða vegna þess að hún kemst bókstaflega fyrir í meðalstórum brjóstvasa. Hún segir söguna hafa einfaldlega runnið í gegnum sig.Vísir/Ívar Á Eiðistorgi er alltaf ys og þys enda er þar ýmsa þjónustu að fá. Þar er Hagkaup, Vínbúð, bókasafn, hárgreiðslustofa, kaffihús, ljósmyndaver og ekta pöbb af gamla skólanum. Það sem Fríða sækir hins vegar helst í er íburðarlaus bókagrind á torginu miðju, innan um háar súlurnar og pálmatrén. Hún er orðin eins konar vörður bókagrindarinnar og á meðan blaðamaður virti allar umferðarreglur að vettugi á hraðferð sinni út á nes, dundaði Fríða sér við að endurflokka og -raða bókunum eftir upprunalandi og sagnastíl, en þær höfðu staflast í þvílíku magni á grindina að þær voru farnar að leggja undir sig nálægan áningarbekk. Það var því enginn staður betur fallinn til viðtals heldur en þarna þar sem Nesið og Vesturbærinn mætast. Eðli fundarvettvangsins bauð ekki upp á rjúkandi kaffibolla eins og er yfirleitt áskilinn á fundum sem þessum en í þetta skipti varð kælt, fjöldaframleitt kaffi í dós að duga, mjög viðeigandi. Vottar Jehóva sækja næturlífið stíft Að sögn Fríðu laust hana hugmyndin að Brjóstvasabókinni eins og boðunin Maríu. Hún var á gangi um miðborgina seint á helgarkvöldi þegar hún rakst á glaðværan hóp Votta Jehóva sem fara nú ekki á mis við Austurstrætið á háannatíma. Hún þáði af þeim kakó og, eftir stutt spjall, litla bók. Svo litla raunar að hún komst fyrir í heilu lagi í jakkavasann. Bókin hét Þín eigin Biblía eða eitthvað þvíumlíkt á útlensku og innihélt safn af litlum versum úr heilagri ritningu fyrir fólk með athyglisgáfu þessarar aldar. „Ég varð heilluð af þessu og fór að skoða hvort ekki væri hægt að gera svona sjálf,“ segir Fríða. Bókin er sú fyrsta í röð brjóstvasabóka.Vísir/Ívar Hún hugði þó ekki á að safna sínum uppáhalds Biblíuversum í sína bók heldur seildist hún ofan í skúffu og strauk rykið af gamalli sögu sem hún hélt sérstaklega upp á og taldi henta ágætlega í brjóstvasa, enda saga sem var henni hjartfólgin og jafnframt bara nokkurra blaðsíðna löng. Fríða ákvað að ríða á vaðið en rakst fljótt á vandamál sem allir örbókaútgefendur kannast við. Það er nefnilega enginn hægðarleikur að láta prenta bók í svo óhefðbundnu sniði og ekki margar prentsmiðjur sem bjóða upp á jafnpersónulega þjónustu, meira að segja ef maður er með útgáfuarm Vottanna á bak við sig. „Það er eitthvað svo heillandi við smækkaða útgáfu af hlutum. Það er eitthvað alveg sérstakt við að halda á svona lítilli útgáfu af einhverju sem við þekkjum öll.“ Áskoranirnar urðu Fríðu fljótt ljósar. Þegar gripurinn er jafnlítill og raun ber vitni eru öll atriði smáatriði og þar af leiðandi eru engin atriði smáatriði. Fyrst þarf að tryggja að textinn sé yfirhöfuð læsilegur á svo smáum fleti. Til þess fékk hún með sér í lið vinkonu sína sem er nýútskrifaður grafískur hönnuður, hana Selmu Láru Árnadóttur. Hún hannaði bókina og braut um. Til að koma heim og saman við hönnun bókarinnar vildi Fríða líka endilega að heftin á kili bókarinnar yrðu svört. Hún segir það aðallega hafa verið sérviskunnar vegna. Bruggar fjandsamlega yfirtöku á laun Mikil gróska er í bókaútgáfu um þessar mundir og fjöldi smærri forlaga hefur sprottið upp á undanförnum árum. Alls eiga 37 útgefendur aðild að Félagi íslenskra bókaútgefenda og þá eru örforlögin ekki endilega með talin. Í ljósi nýrra áskorana á bókamarkaði, með æ auðveldara aðgengi að bókum í rafrænu formi og hljóðbókum á Storytel, hafa viðurkenndir höfundar á borð við Halldór Armand tekið upp á því að gefa bækur sínar út upp á eigin spýtur. Þá hafa einnig nýjar bókabúðir sprottið upp víða um borgina svo sem Skálda á Vesturgötu, Garg á Hofsvallagötu, sem sérhæfir sig í bókum jaðarsettra höfunda, og Bók um bók úti á Granda, sem sérhæfir sig í listaverkabókum og bókverkum. Nýjar ógnir steðja að bókinni en á sama tíma eru sóknarfæri víða. Fríða tekur við lausnum á stóru vandamálum lífsins, að því gefnu að hún komist fyrir á fáeinar blaðsíður.Vísir/Ívar Eitt þessara örforlaga er forlagið Truflun sem gefur út brjóstvasabókina. Það er raunar alls ekkert forlag, heldur er það framleiðslufyrirtæki kærasta Fríðu og barnsföður, kvikmyndagerðarmannsins Baldvins Vernharðssonar. „En ég er með leynilega áætlun um að breyta þessu í forlag. Þetta er fyrsti liðurinn í því,“ segir Fríða og glottir. Litla rauða bókin, Fjölskyldusaga, er fyrsta útgáfa Truflunar og er jafnframt sú fyrsta í röð bóka í brjóstvasastærð. Þær munu einfaldlega heita Brjóstvasabækur og ætlar Fríða að safna að sér einvala liði höfunda, þekktra og óþekktra, til að skrifa þær. Hún finnur fyrir því að vettvang vanti fyrir stórar sögur í smáum sniðum. Fríða segir í raun allt koma til greina í brjóstvasaútgáfu. Öllu því sem höfundur getur tjáð í nógu fáum orðum að þau komist læsilega fyrir í brjóstvasa hins lafmóða nútímamanns tekur Fríða á móti fagnandi. „Þetta má vera eins stórt viðfangsefni og hægt er. Tilgangur lífsins þess vegna, bara svo lengi að orðafjöldinn er ekki lengri en sirka fimmtán hundruð orð.“ „Margir eiga texta sem þeir eru ánægðir með en eiga ekki heima neins staðar. Það geta verið löng ljóð, röð ljóða eða saga eins og ég gerði. Það gæti verið heimildaefni. Þau mega endilega fara ofan í skúffu og finna eitthvað þar en þeim er auðvitað frjálst að semja eitthvað nýtt fyrir brjóstvasabækurnar,“ segir Fríða. Fríða fagnar gróskunni í sjálfstæðri útgáfu- og bóksölustarfsemi. Fjölskyldusaga er til sölu í hinum fyrrnefndu Skáldu, Bók um bók og Gargi. Hún leggur sjálf mikla áherslu á að bókin sem hlutur, sem fyrirbæri, sé ekki bara stafrænn texti heldur margþætt listaverk. Hún segir að þó að maður eigi ekki að dæma bók út frá kápunni, sé vel hægt að dæma kápuna. „Þetta snýst allt um að gera fallegan grip. Mér finnst svo gaman að sjá fólk fletta í bókinni því maður þarf að setja sig í svo undarlegar stellingar. Til dæmis var afi minn að lesa hana í gær og hann var með gleraugun og að sjá svona stóran mann halda á pínulítilli bók er eitthvað kómískt,“ segir Fríða. Blautir pollagallar og soðin ýsa Sagan sjálf segir frá Fríðu sjálfri og fjölskyldu hennar. Hún er í svokölluðum sjálfssögustíl eða átófiksjónarstíl og án þess að spilla neinu, enda er sagan gegnlæs á fimm mínútum eða svo, fjallar hún um sandkassa, fjölskyldubönd og tímamót. Fríða kafar ofan í sálarfylgsni æsku sinnar eins og fáum er lagið og það þarf engan að undra enda hefur hún einstakan aðgang að ljúfsárum minningum sem flestir þurfa að láta sér nægja að endurskapa eftir endursögn. „Ég man í alvörunni eftir að vera í sandkassanum og ég man eftir fóstrunum á leikskólanum og lyktinni þar. Barnæskan mín er greypt í minnið. Þá er auðveldara að skrifa svona eitthvað eins og um að vera í sandkassa vegna þess að ég finn lyktina af sandkassanum og blautum pollagöllum,“ segir Fríða. Í sögunni er margt sem fyrrum borgarbarn kannast við, þó það kunni að vera grafið undir ansi mörgum minningalögum. Við margendurtekinn lestur blaðamanns á sögunni slógu hann ljóslifandi minningar og skynjanir sem höfðu ekki leitað á hann svo árum skiptir: lyktin af blautri moldinni, soðinni ýsu með kartöflum og feiti og ilmvatn sem angar af rósum og lofnarblómi. Fríða Þorkelsdóttir með ungum syni sínum, Yl Baldvinssyni.Vísir/Ívar Sjálf á Fríða ungan son á leikskólaaldri og forvitni lék blaðamanni á að vita hvort æskan hefði eitthvað breyst á þeim árum sem skilja þau mæðginin að. Við því segir Fríða frásögnina tímalausa, enda hafi æskan lítið breyst undir niðri þó langt sé leitað aftur í tímann. En sagan fjallar ekki aðeins um pollagallaverkfræðinginn í sandkassanum, enda þó að hún sé höfð eftir ungu barni er ljóst að höfundurinn seilist í minningarnar. Hún rifjar upp og setur í samhengi. Enda þótt margir sakni sakleysis æskunnar, víkur það með árunum, en án þess þó að það máist út „Þetta er líka áminning um það að æskan endar líka og alvara lífsins tekur við. Það er eitthvað sem ég þurfti að læra snemma. En ég veit að það varð allt í lagi og þá er hægt að skrifa með örlítið bjartsýnni tón, með sáttarblöndnum trega. Ég veit betur í dag og það skín í gegn,“ segir Fríða. Jafnvægi hins fullorðins- og barnslega Það er þó, eins og bæði gefur að skilja og Fríða gengst við, kúnst að skrifa út frá sjónarhorni barns en á sama tíma í endurminningastíl. Það krefst þess að setja sig í sálarástand eins konar þriðja aðila sem rifjar upp æskuna. Fríða fær söguna í raun í gegnum tvo milliliði þrátt fyrir að sagan sé hennar eigin og hún hafi verið hana viðstödd í eigin skinni, að gefnum skáldaleyfum. „Ég er fullorðin að skrifa þetta og það sést alveg á sjónarhorninu. Frásagnirnar eru ekki að eiga sér stað á sama tíma heldur er þetta endurlit. Samt sem áður, vegna þess að ég man tilfinninguna að vera barn svona rosalega vel, þá kemur barnið inn í þetta. Þetta er barnslegt þótt þetta sé endurlit. Það er jafnvægið á milli hins fullorðinslega og barnslega sem ég var að elta,“ segir Fríða. Samnemendur hennar í ritlistinni voru þeir fyrstu sem fengu að heyra söguna og umræður spruttu upp í kjölfarið á lestrinum um hvort þetta væri yfirhöfuð tækt. Fríða stendur fast við sinn keip og leggur það frekar í hlut lesenda að dæma um það. Segir skilið við æskuna – í bili Fríða Þorkelsdóttir stefnir að því að ljúka námi í ritlist við Háskóla Íslands í haust en hefur samhliða því unnið sem bóksali í Austurstræti. Nú vonast hún til að Fjölskyldusaga fái samastað í skyrtu- og jakkavösum þjóðarinnar og vinnur að frekari útgáfu á mjög litlum bókum, sem hún fær að gefa út en ekki að skrifa sem hún segir mikinn létti. Ofan á þetta er hún að vinna að þýðingu á „sígildu kanónuverki“ sem hana langar að fá útgefna en verst allra fregna um. Svo er auðvitað stanslaust nostrað við ljóðabókarhandritið. „Ætli ég þurfi svo ekki að finna mér vinnu?“ spyr hún sig og hlær. Hún slær botninn í samræðuna með því að biðja alla mögulega atvinnuveitendur sem sýsla með bækur á einhvern hátt að taka sig til greina. Svo lengi sem það tengist bókum er hún góð í því. „Það er kominn tími til þess að segja skilið við æskuna og fullorðnast,“ segir Fríða kímin á svip.
Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira