Fresta atkvæðagreiðslu

Fundi þar sem greiða átti atkvæði um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndarráðstafanir vegna kísilmálms hefur verið frestað fram á mánudag. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verða íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms ekki undanþegnir verndarráðstöfununum. Utanríkisráðuneytið hefur staðfest að atkvæðagreiðslunni, sem átti að fara fram í dag, hafi verið frestað, en hafði ekki frekari upplýsingar um ástæðu þess.

0
00:49

Vinsælt í flokknum Fréttir