Formúla 1

Lotus Renault fumsýndur í beinni útsendingu á vefnum kl. 11.30

Lotus Renault frumsýnir í Valencia í dag og verða Robert Kubica og Vitaly Petrov kynntir sem ökumenn, rétt eins og á frumsýningu Renault liðsins í fyrra.
Lotus Renault frumsýnir í Valencia í dag og verða Robert Kubica og Vitaly Petrov kynntir sem ökumenn, rétt eins og á frumsýningu Renault liðsins í fyrra. Mynd: Getty Images
Fyrrum Renault keppnisliðið svokallaða frumsýnir nýjan keppnibíl sinn í dag undir nýjum merkjum liðsins sem Lotus Renault, en Lotus bílaverksmiðjan breska keypti hlut í liðinu í vetur.

Hægt er að fylgjast með frumsýningunni á vefsvæðinu http://www.launch.lotusrenaultgp.com og verður hún í beinni útsendingu kl. 11.30 og endursýnd að henni lokinni. Einhver vandræði virtust þó að tengjast síðunni sem á að sýna beint. Hægt er að  tengjast útsendingu frá frumsýningunni á heimasíðu liðsins sem er www.lotusrenaultgp.com



Tvö Lotus Renault lið frumkynna bíla sína í dag, en deilur standa um notkum á Lotus nafninu milli liðs sem er staðsett í Enstone í Bretlandi og hét áður Renault og síðan liðs sem keppti undir merkjum Lotus í fyrra og er staðsett í Norfolk í Bretlandi. Málið er fyrir dómi og óljóst hvort málið leysist fyrir fyrsta mót.

En frumsýning Lotus Renault liðsins í Enstone með þá Robert Kubica og Vitaly Petrov sem ökumenn verður altént í beinni útsendingu á vefnum í dag.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×