Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lagði við Hverfis­götu eftir allt saman

Kona sem taldi sig hafa verið rukkaða að ósekju fyrir að hafa lagt í Hverfisgötu lagði eftir allt saman í stæði við götuna. Hún kennir athyglisbresti um misskilning sinn. Hún segist þó standa við gagnrýni sína á bílastæðafyrirtæki, stæðið hafi auk þess verið einstaklega illa merkt.

Innlent
Fréttamynd

Er lægsta verðið alltaf hag­stæðast?

Á árinu 2025 er áætlað að ríkissjóður einn og sér verji um 240 milljörðum króna í kaup á vöru og þjónustu. Sveitarfélög landsins verja jafnframt háum fjárhæðum ár hvert.

Skoðun
Fréttamynd

Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn

Kona sem lagði í gjaldfrjálst stæði við Sundhöllina í Reykjavík var rukkuð af bílastæðafyrirtæki fyrir að hafa lagt án greiðslu í Hverfisgötu. Hún eyddi drjúgum tíma í að fá fyrirtækið til að fella niður rukkunina og ákvað að senda þeim reikning til baka fyrir vinnu sína.

Innlent
Fréttamynd

Segir lítinn sóma af verð­hækkunum Icelandair

Formaður Neytendasamtakanna segir engan brag af verðhækkunum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Play. Þrátt fyrir mikið framboð af flugferðum til og frá Íslands hafa ferðaskrifstofur lent í vandræðum með endurskipulagningu ferða.

Neytendur
Fréttamynd

Á­tján tegundir af sólar­vörn teknar úr sölu í Ástralíu

Átján tegundir af sólarvörn hafa nú verið teknar úr sölu í Ástralíu í kjölfar hneykslismáls, sem hefur vakið mikla reiði í landinu. Málið kom upp á yfirborðið þegar prófanir neytendasamtakanna Choice leiddu í ljós að nokkrar tegundir veittu ekki uppgefna vörn.

Erlent
Fréttamynd

Hækkun flug­far­gjalda muni skila sér í meiri verð­bólgu

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir lífeyrissjóðina verða að hugsa vel hvaða áhættufjárfestingum þeir taka þátt í. Hann telur fjárfestingu þeirra á Íslandi of miklar og að hún renni beint út í verðlag. Hann telur líklegt að samhliða hækkun á flugfargjöldum eftir gjaldþrot Play muni verðbólga hækka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair geti ekki svarað fyrir orð­ræðuna

Forstjóri Icelandair segist ekki getað svarað um orðræðuna í kringum Play í aðdraganda gjaldþrots flugfélagsins. Play sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september síðastliðinn vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu eftir að flugmaður félagsins spáði fyrir gjaldþroti félagsins í viðtali á Bylgjunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund

Einn farþega Play sem átti flug til Tenerife í morgun segist efast um að hún og fjölskyldan muni fara til Tene í bráð. Flugmiðar sem hún hafi skoðað í morgun hafi síðan þá hækkað um tugi þúsunda. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Far­gjöld ekki hækkuð af á­settu ráði

Forsvarsmenn Icelandair eiga í samtali við stjórnvöld um mögulega aðkomu félagsins að því að bjarga strandaglópum sem sitja fastir erlendis vegna gjaldþrots Play. Forstjóri Icelandair segir samtalið á frumstigi, engar ákvarðanir hafi verið teknar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Hver fyrir sig hvað það varðar“

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir gjaldþrot félagsins miklar sorgarfréttir fyrir starfsfólk félagsins. Margir muni tapa á gjaldþrotinu, hluthafar, kröfuhafar, birgjar og viðskiptavinir. Þá verði það til þess að Íslendingar tapi til lengri tíma vegna hærra verðs flugfara og minna framboðs. Félagið sé illu heilli ekki í neinni stöðu til að aðstoða strandaglópa erlendis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Far­þegar Play í Kefla­vík klóra sér í kollinum

Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi

Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjald­eyris­forðinn ná­lægt billjón króna

Seðlabankastjóri segir útlit fyrir að fasteignamarkaðurinn sé á leið í nokkuð jafnvægi. Ekki hefur verið slakað á lántökuskilyrðum en það kunni að verða tekið til skoðunar á árinu. Gjaldeyrisforði bankans sé vel í stakk búinn til að bregðast við ytri aðstæðum. 

Viðskipti innlent