Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en á­fram þjálfari kvenna­liðsins

    Arnar Daði Arnarsson fékk heldur kaldar jólakveðjur frá handknattleiksdeild Stjörnunnar í hádeginu í dag þegar honum var tilkynnt að hann yrði að stíga til hliðar sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Hann er þó áfram þjálfari meistaraflokks kvenna og yngri flokka en ætlar að skoða sín mál yfir jólin

    Handbolti

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    KA-menn fengu góða jóla­gjöf

    Gærkvöldið var svo sannarlega gott fyrir KA-menn. Ekki nóg með að þeir hafi unnið Framara í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins í handbolta karla því eftir leikinn var greint frá því að markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson hefði samið við félagið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framarar hefndu loks með stór­sigri

    Eftir eins marks tap á Selfossi þegar liðin mættust í september þá unnu meistarar Fram stórsigur á Selfyssingum í Úlfarsárdal í kvöld, 38-29, í Olís-deild karla í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Felldi fé­laga sinn úr ís­lenska U19-landsliðinu

    Kallað hefur verið eftir því að Andri Erlingsson, leikmaður ÍBV, fái eitthvað meira en tveggja mínútna brottvísunina sem hann fékk fyrir að fella Ágúst Guðmundsson, leikmann HK, í leik í Olís-deildinni í handbolta um helgina.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“

    Einar Jónsson, þjálfari Fram, var upplitsdjarfur þrátt fyrir tveggja marka tap gegn FH í Olísdeild karla í kvöld. Framarar voru sjö mörkum undir þegar rúmar sex mínútur voru eftir en áttu þá góðan kafla og minnkuðu muninn í tvö mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Þetta lítur verr út en þetta var“

    Gunnar Magnússon þjálfari Hauka var gríðarlega vonsvikinn með leik sinna manna í kvöld þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll í Mosfellsbæ þar sem Afturelding vann afar sannfærandi níu marka sigur í kvöld. 

    Handbolti