Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Silfurlið Arsenal hóf nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á að vinna Manchester United á útivelli, 1-0. Enski boltinn 17.8.2025 15:00
Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Chris Wood skoraði tvívegis þegar Nottingham Forest bar sigurorð af Brentford, 3-1, á City Ground í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 17.8.2025 14:56
Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Chelsea og Crystal Palace gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Enski boltinn 17.8.2025 12:31
Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sunderland fer vel af stað á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni síðan 2016-17 en liðið vann 3-0 sigur á West Ham United í dag. Enski boltinn 16. ágúst 2025 15:57
Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Evrópudeildarmeistarar Tottenham unnu öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti nýliðum Burnley í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Enski boltinn 16. ágúst 2025 13:30
Markalaust á Villa Park Aston Villa og Newcastle United gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir voru manni fleiri síðustu 23 mínútur leiksins. Enski boltinn 16. ágúst 2025 13:20
Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, hefur tjáð sig eftir að hann varð fyrir kynþáttafordómum gegn Liverpool, í upphafsleik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann kveðst þakklátur fyrir stuðninginn sem hann hefur fengið. Enski boltinn 16. ágúst 2025 12:33
Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United birti í morgun skemmtileg myndbönd á heimasíðu sinni þar sem að Jökli Júlíussyni, söngvara íslensku hljómsveitarinnar Kaleo bregður fyrir meðal stjörnuleikmanna liðsins sem og á Old Trafford. Enski boltinn 16. ágúst 2025 11:05
Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Þrátt fyrir að Manchester United hafi endað í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili er Ruben Amorim bjartsýnn fyrir veturinn. Enski boltinn 16. ágúst 2025 10:30
Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Liverpool, var allt annað en sáttur með varnarleik liðsins, sér í lagi í seinna markinu sem liðið fékk á sig gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool vinni ekki ensku deildina með svona nálgun. Enski boltinn 16. ágúst 2025 10:02
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Liverpool vann 4-2 endurkomusigur gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Öll mörkin og helstu atvik leiksins má sjá hér fyrir neðan, þar á meðal þegar varnarmaður Bournemouth virtist handleika boltann í upphafi leiks. Enski boltinn 16. ágúst 2025 08:01
„Ég hélt að við værum komin lengra“ Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, varð fyrir kynþáttaníði af hálfu áhorfanda á Anfield í opnunarleik liðsins gegn Liverpool. Borin voru kennsl á sökudólginn strax og hann var fjarlægður úr stúkunni af lögreglu. Enski boltinn 15. ágúst 2025 22:34
„Betra er seint en aldrei“ Federico Chiesa skoraði gríðarmikilvægt þriðja mark Liverpool í 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Betra seint en aldrei sagði hann og tileinkaði Diogo Jota sigurinn. Enski boltinn 15. ágúst 2025 22:13
Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool fóru með 4-2 sigur gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool komst tveimur mörkum yfir, Bournemouth jafnaði en Liverpool setti svo tvö mörk til viðbótar á lokamínútum leiksins. Enski boltinn 15. ágúst 2025 21:00
Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Opnunarleikur Liverpool og Bournemouth var stöðvaður stuttlega, eftir um hálftíma leik, þegar Antoine Semenyo benti dómaranum á að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníði af hálfu áhorfanda. Enski boltinn 15. ágúst 2025 20:37
Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Aston Villa hefur verið sektað og sett í boltabann vegna ítrekaðra brota á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um fjölda bolta og boltasækja á leikjum liðsins. Enski boltinn 15. ágúst 2025 19:30
Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Liverpool hefur fest kaup á hinum átján ára gamla ítalska miðverði Giovanni Leoni frá Parma. Hann kemur til félagsins fyrir um 26 milljónir punda, auk mögulegra bónusgreiðslna. Enski boltinn 15. ágúst 2025 16:43
Brentford að slá félagaskiptametið Brentford hefur komist að samkomulagi við Bournemouth um kaup á framherjanum Dango Ouattara. Enski boltinn 15. ágúst 2025 16:32
Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Í kvöld fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Albert Brynjar Ingason á slæmar og góðar minningar, þá aðallega tengdar hans mönnum í Arsenal. Arséne Wenger er honum ofarlega í huga. Enski boltinn 15. ágúst 2025 15:01
Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Mohamed Salah verður ekki sakaður um að vera lengi í gang eftir að hann gekk í raðir Liverpool. Enginn leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur skorað fleiri mörk í 1. umferð en Egyptinn. Enski boltinn 15. ágúst 2025 14:31
Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Fjölskylda Diogo Jota, leikmanns Liverpool sem lést af slysförum í síðasta mánuði, verður á Anfield í kvöld þegar að Liverpool tekur á móti Bournemouth í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 15. ágúst 2025 13:32
„Maður er búinn að vera á nálum“ Enski boltinn fer að rúlla af stað með fyrsta leik tímabilsins í kvöld. Heilmikil vinna er að baki því að hleypa verkefninu úr vör á Sýn Sport. Yfirframleiðandi þess hefur á köflum verið á nálum en hlakkar nú til að hefja tímabilið. Enski boltinn 15. ágúst 2025 12:03
Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Eddie Howe, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United, ber enn þá von í brjósti að Alexander Isak verði leikmaður félagsins að yfirstandandi félagsskiptaglugga loknum. Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. Enski boltinn 15. ágúst 2025 10:16
Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason verða í stórum hlutverkum í umfjöllun Sýnar Sport um enska boltann. Þeir eru ekki alltaf sammála og það kom vel í ljóst í upphitunarþættinum fyrir ensku úrvalsdeildina. Enski boltinn 15. ágúst 2025 09:33