Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Marka­laust á Villa Park

    Aston Villa og Newcastle United gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir voru manni fleiri síðustu 23 mínútur leiksins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Ég hélt að við værum komin lengra“

    Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, varð fyrir kynþáttaníði af hálfu áhorfanda á Anfield í opnunarleik liðsins gegn Liverpool. Borin voru kennsl á sökudólginn strax og hann var fjarlægður úr stúkunni af lögreglu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Betra er seint en aldrei“

    Federico Chiesa skoraði gríðarmikilvægt þriðja mark Liverpool í 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Betra seint en aldrei sagði hann og tileinkaði Diogo Jota sigurinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik

    Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool fóru með 4-2 sigur gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool komst tveimur mörkum yfir, Bournemouth jafnaði en Liverpool setti svo tvö mörk til viðbótar á lokamínútum leiksins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Enska augna­blikið: Hamingjureiturinn

    Í kvöld fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Albert Brynjar Ingason á slæmar og góðar minningar, þá aðallega tengdar hans mönnum í Arsenal. Arséne Wenger er honum ofarlega í huga.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fjöl­skylda Jota á Anfield í kvöld

    Fjölskylda Diogo Jota, leikmanns Liverpool sem lést af slysförum í síðasta mánuði, verður á Anfield í kvöld þegar að Liverpool tekur á móti Bournemouth í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Maður er búinn að vera á nálum“

    Enski boltinn fer að rúlla af stað með fyrsta leik tímabilsins í kvöld. Heilmikil vinna er að baki því að hleypa verkefninu úr vör á Sýn Sport. Yfirframleiðandi þess hefur á köflum verið á nálum en hlakkar nú til að hefja tímabilið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Spurningar um Isak tóku yfir fundinn

    Eddi­e Howe, þjálfari enska úr­vals­deildar­félagsins New­cast­le United, ber enn þá von í brjósti að Alexander Isak verði leik­maður félagsins að yfir­standandi félags­skipta­glugga loknum. Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir New­cast­le United.

    Enski boltinn