Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“

    Eftir að hafa vikið formanni félagsins úr starfi á föstudag vöknuðu spurningar um áform eigenda Tottenham Hotspur. Tveir áhugasamir aðilar settu sig í samband um möguleg kaup, en var hafnað með yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem félagið er sagt ekki til sölu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Pakkarnir séu langt frá því að vera sam­bæri­legir

    Sýn segir að niðurstaða úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála um að stytta verulega gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu í máli félagsins og Símans mikilvægan áfanga í málinu. Fallist var á kröfu félagsins að hluta og leggur Sýn áherslu á að pakkarnir sem Sýn býður upp á annars vegar og Síminn hins vegar séu langt frá því að vera sambærilegir.

    Viðskipti innlent
    Fréttamynd

    Orðin dýrust í sögu kvennaboltans

    London City Lionesses hafa keypt frönsku landsliðskonuna Grace Geyoro frá Paris Saint-Germain fyrir metverð. London City greiddi 1,4 milljón punda fyrir Geyoro sem er dýrasti leikmaður í sögu kvennaboltans.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Síminn má dreifa efni Sýnar

    Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember.

    Viðskipti innlent
    Fréttamynd

    Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“

    Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Levy var neyddur til að hætta

    Tottenham tilkynnti í gær að stjórnarformaðurinn Daniel Levy hefði óvænt sagt starfi sínu lausu hjá Tottenham og væri hættur eftir að hafa verið hæstráðandi hjá félaginu í 25 ár. Nú vita menn meira um það sem gekk á bak við tjöldin.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Isak í fjölmiðlafeluleik

    Alexander Isak gæti verið að fara spila langþráðan fótboltaleik á næstu dögum en fjölmiðlar munu samt ekkert fá að tala við nýjasta leikmann Liverpool fram að þeim leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sunnu­dags­messan: Fylltu í eyðurnar

    Liðurinn „Fylltu í eyðurnar“ var á sínum stað í Sunnudagsmessunni þegar 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar var gerð upp. Kjartan Atli Kjartansson var þáttastjórnandi og með honum voru Albert Brynjar Ingason og Bjarni Guðjónsson.

    Enski boltinn