Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. Innlent 7.10.2025 15:23
Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja Alþingi samþykkti nú síðdegis skýrslubeiðni Dags B. Eggertssonar þingmanns Samfylkingarinnar um að kortleggja eignarhald tuttugu stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og eigenda þeirra í atvinnulífi í óskyldum rekstri á Íslandi. Dagur greinir sjálfur frá þessu á samfélagsmiðlum. Innlent 7.10.2025 15:03
Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Allir almennir þingmenn Flokk fólksins hafa lagt fram þingmannafrumvarp um að eignir sem seldar eru á nauðungarsölu verði seldar á almennum markaði frekar en á uppboði. Þingmennirnir vísa meðal annars til máls ungs öryrkja sem missti heimili sitt á uppboði á þrjár milljónir króna. Húsið var síðar selt á 78 milljónir króna. Innlent 7.10.2025 11:31
Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Að minnsta kosti tveir verða í framboði til varaformanns Miðflokksins eftir að Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður flokksins, tilkynnti um framboð sitt í morgun. Þar etur hún kappi við Bergþór Ólason. Innlent 3. október 2025 09:14
Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Ætli Alþingi Íslendinga sé ekki merkilegast stofnun og bygging sem við Íslendingar eigum. Íslandi í dag gafst einstakt tækifæri til að skoða hvern krók og kima Alþingis og fékk til þess sérstakt leyfi forseta Alþingis. Lífið 2. október 2025 14:02
Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur boðið sig fram til áframhaldandi formennsku í flokknum. Landsþing Miðflokksins fer fram á Hilton Nordica í Reykjavík um þar næstu helgi. Innlent 2. október 2025 13:11
Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Landsfundur Miðflokksins fer fram helgina 11. og 12 október og þar stendur til að kjósa varaformann flokksins. Embættið var lagt niður fyrir fjórum árum en nú á að taka það upp aftur. Framboðsfrestur rennur út á föstudaginn en tveir hafa ítrekað verið orðaðir við embættið sem hvorugur útilokar né staðfestir framboð. Innlent 1. október 2025 20:49
Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni á þingi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Miðflokkurinn bætir einnig við sig og Samfylkingin trónir enn sem áður á toppnum þó fylgið hafi örlítið dregist saman á milli kannana. Innlent 1. október 2025 18:40
Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði ekki fram tillögu um nýjan þingflokksformann á fundi þingflokksins nú síðdegis. Þingmenn eru á faraldsfæti í kjördæmaviku og ákveðið var að bíða með val á þingflokksformanni þar til „menn geta hist“. Innlent 1. október 2025 16:29
Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Andstæðingar ríkisstjórnarflokkanna keppast þessa dagana við að bera á torg misvísandi upplýsingar um meint afnám samsköttunar. Skoðun 1. október 2025 06:00
Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Ráðamenn eru á einu máli um að fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið. Það hafi fyrst og fremst áhrif á starfsfólk og farþega félagsins. Innviðaráðherra segir að skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann krefjist þess að dótturfélag Play á Möltu renni inn í þrotabú félagsins. Innlent 30. september 2025 20:42
Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, situr í samgöngunefnd og á von á því að nefndin muni strax í næstu viku, að lokinni kjördæmaviku, kalla ráðherra og forstjóra undirstofnanna á fund sinn. Hann segir þrotið hafa komið sér í opna skjöldu. Hann fór yfir gjaldþrot Play í Bítinu á Bylgjunni. Viðskipti innlent 30. september 2025 09:12
Hættir sem þingflokksformaður Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst hætta sem þingflokksformaður Miðflokksins. Innlent 30. september 2025 08:53
„Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ríkissstjórnina hafa sett saman sérstakan húsnæðis- og efnahagspakka. Hún ávarpaði flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar á Hellu í dag. Innlent 27. september 2025 13:28
Hættur heimsins virða engin landamæri Heimurinn stendur frammi fyrir mikilli neyð. Átök, hungursneyð, loftslagsvá og náttúruhamfarir ógna lífi og framtíð milljóna barna. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr á átakasvæði og sá fjöldi hefur tvöfaldast á 30 árum. Þrátt fyrir sívaxandi þörf hafa mörg ríki dregið úr framlögum til þróunar- og mannúðaraðstoðar og eyða margfalt meira í hernað. Skoðun 27. september 2025 09:02
„Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp á þingi um breytingu á mannanafnalögum sem á að gera fólki kleift að taka upp eftirnafn. Frumvarpið er lagt fram af nokkrum þingmönnum Viðreisnar í annað sinn. Innlent 25. september 2025 23:32
„Þau eru að herja á börnin okkar“ Þingmaður kallar eftir breytingum á lögum um veðmál á erlendum vefsíðum. Óbreytt ástand verði til þess að fleiri lendi í vandræðum með spilafíkn og að ungir karlmenn séu í mestri hættu. Innlent 25. september 2025 21:33
Stjórnendur sem mega ekki stjórna Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á fót fjórar til sex svæðisskrifstofur sem taki yfir rekstur og stjórnsýslu framhaldsskóla. Markmiðin eru göfug og verðskulda athygli. Þau snerta m.a. sjónarmið um jafnt aðgengi, betri þjónustu og aukinn faglegan stuðning. Skoðun 25. september 2025 19:00
Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Á Íslandi eru engar kröfur um lágmarksbirgðir eldsneytis. Þetta er alvarlegt mál.Alþjóðaorkumálastofnunin mælist til að ríki hafi ávallt yfir að ráða 90 daga olíubirgðum. Evrópusambandið leggur slíka kröfu á aðildarríki sín. Skoðun 25. september 2025 13:00
Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Þrátt fyrir að erlend veðmálastarfsemi sé ólögleg hér á landi eru Íslendingar ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Þetta kom fram í máli dómsmálaráðherra í sérstakri umræðu um starfsemina á Alþingi. Finna þurfi leið til þess að ná utan um málið og ein þeirra sé að leyfa starfsemina og setja regluverk um hana. Innlent 25. september 2025 12:55
Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Prófessor í íslenskri málfræði segir stjórnvöld verða að auka fjárframlög til íslenskukennslu, en ekki draga úr þeim líkt og stefnt sé að. Það sé raunhæfur möguleiki að enska verði orðið aðalsamskiptamál í íslensku atvinnulífi innan fárra áratuga. Innlent 24. september 2025 22:32
Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Allt að sjö ára bið er eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð fyrir fatlað fólk eða NPA. Baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson segir reynt að fæla fólk frá því að sækja um. Aðstandendur séu settir í þá stöðu að fórna sér fyrir ástvini og endi jafnvel sjálfir á örorku og brotnir. Innlent 24. september 2025 18:58
Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Dómsmálaráðherra hefur birt frumvarp til laga í Samráðsgátt þar sem lagt er til að jafnlaunavottun verði lögð niður. Fyrirtæki og stofnanir af ákveðinni stærð þurfi þó að skila áfram inn gögnum um laun starfsmanna. Frumvarpið er meðal tillagna úr hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Innlent 24. september 2025 11:35
Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Píratar mælast inni á þingi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Oddvitinn í borginni telur kjósendur ánægða með verk flokksins, en gefur ekkert um um hvort hún sækist eftir nýstofnuðu formannsembætti. Innlent 23. september 2025 23:52