Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi gagnrýna sveitarstjórnina harðlega fyrir að reyna að fá lögheimiliskráningu fólks breytt og afskrá það um leið úr sveitarfélaginu. Innlent 5.9.2025 23:15
Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla þar á síðasta rúma ári. Sjálfsvíg verða rannsökuð afturvirkt til ársins 2000 til að finna rauðan þráð. Innlent 5.9.2025 23:02
Kjölur ekki á dagskrá Vegabætur á Kili eru ekki á áætlun þrátt fyrir að teikningar hafi verið til í nokkur ár. Vegagerðin segir málið snúast um forgangsröðun. Allt að fimm hundruð bílum er ekið daglega yfir Kjöl þegar mest er. Innlent 5.9.2025 22:00
Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Samráðsnefnd á vegum fjármálaráðuneytisins hyggst hefja formlega rannsókn á meintum undirboðum á kísiljárni. Rannsóknin kemur í kjölfar kæru kísilvers sem stöðvaði rekstur í sumar. Innlent 5.9.2025 16:59
„Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna 78, segir að henni hafi aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing í opinberri umræðu og þegar hún ræddi við Snorra Másson í Kastljósi á mánudag. Innlent 5.9.2025 15:36
Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir gróf brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. Innlent 5.9.2025 15:24
Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda í Korpuskóla. Ætlunin er að Korpuskóli taki við nemendum úr Klettaskóla, þar sem færri komast að en vilja. Innlent 5.9.2025 14:38
Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vestfjarðarstofa hefur hrundið af stað átaki til að auka vetrarferðamennsku á svæðinu. Verkefnisstjóri segir fjölmörg tækifæri birtast með vegabótum en framkvæmdir standa yfir víða á vegaköflum sem hingað til hafa verið lokaðir á veturna. Innlent 5.9.2025 14:37
Vilja aðgerðir strax Fjöldafundir verða haldnir víða um land á morgun til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og krefjast aðgerða til að stöðva þjóðarmorð sem á sér stað í Palestínu. Á annað hundrað félög, samtök og stofnanir standa að fundunum og er búist við fjölmenni. Innlent 5.9.2025 13:02
Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Óprúttnir aðilar hafa gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Dýnur sem fundust í kjallara hússins og þvag á gólfinu bendi til þess að umræddir menn hafi haldið til í húsinu í óleyfi. Innlent 5.9.2025 12:43
„Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Forstjóri Lyfjastofnunar varar fólk við aukinni ógn ólöglegra lyfja sem eru auglýst á samfélagsmiðlum sem þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin eru mögulega í umferð hér á landi en dæmi eru um að þyngdarstjórnunarlyf gangi kaupum og sölum á Facebook-síðum innan landsteinanna. Innlent 5.9.2025 12:14
Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri verður boðin forvörn gegn RS veirusýkingu frá og með október næstkomandi. RS-veiran er algeng orsök öndunarfærasýkinga, sem leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári, og veldur árlega fjölda innlagna á sjúkrahús hérlendis og erlendis. Frá þessu er greint á vef embættis landlæknis. Innlent 5.9.2025 11:48
Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Þrenn félagasamtök fengu saman 16,8 milljónir króna í styrki frá ríkinu á sama tíma og þau ráku mál gegn Landsneti vegna framkvæmda við háspennulínur og flutningskerfið. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir skýrslu um hvort opinberir styrkir hefðu verið nýttir til að kosta málarekstur af því tagi. Innlent 5.9.2025 11:44
Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Í hádegisfréttum verður rætt við forstjóra Lyfjastofnunar sem varar við aukinni ógn af völdum ólöglegra megrunarlyfja. Innlent 5.9.2025 11:36
Konan er fundin Konan sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í morgun er fundin heil á húfi. Innlent 5.9.2025 10:58
Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sextán ára piltur var handtekinn fyrir að kveikja eld inni í herbergi sínu í gærkvöldi. Hann býr í íbúð í Hafnarfirði á vegum hins opinbera og tveir starfsmenn voru með honum í íbúðinni þegar hann kveikti í. Innlent 5.9.2025 10:10
Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Tveir eru enn í haldi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna líkamsárásar á Siglufirði í gærkvöldi. Fimm voru handteknir í aðgerðum lögreglu. Innlent 5.9.2025 09:33
„Það kemur að því að við lendum í veseni“ Auknum árangri íslenskra fótboltaliða fylgir aukin ábyrgð og nýjar áskoranir sem klúbbarnir hafa margir hverjir ekki mikla reynslu af ennþá. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Samstarfsaðilum erlendis þyki gaman að taka á móti íslenskum aðdáendum sem séu þekktir fyrir mikla gleði. Nú sé hins vegar kominn sá tími að öryggismál þurfi að taka fastari tökum og af meiri alvöru en verið hefur í gegnum tíðina hér á landi. Innlent 5.9.2025 09:02
Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, segist standa við orð sín um fordómafullt fólk eigi ekki erindi í opinbera stefnumótun. Það sagði hann um Snorra Másson í vikunni og sætti í kjölfarið gagnrýni frá Sigríði Á. Andersen, þingkonu Miðflokksins, í Bítinu í gær. Í viðtali í Bítinu í dag sagði Einar mikilvægt að hinsegin og trans fólki sé veittur stuðningur og þá sérstaklega á sveitarstjórnarstiginu. Innlent 5.9.2025 08:54
252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Alls hafa 252,6 milljónir króna runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á síðustu tíu árum. Engar greiðslur voru hins vegar í ríkissjóð úr dánarbúum árin 2015 til 2018. Innlent 5.9.2025 08:49
Þrjú söfn í eina sæng Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, verða sameinuð í eitt safn nái áform stjórnvalda fram að ganga. Innlent 5.9.2025 08:07
Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Ryð, sót og veggjakrot, brotnar rúður og flögnuð málning. Þetta er meðal þess sem blasir við nú á lóðinni við Borgartún 34-36 sem snýr að Kringlumýrarbraut. Eldur kom upp í húsinu í sumar en það er í mikilli niðurníðslu og hefur ekki verið í notkun um hríð. Húsin á lóðinni sem byggð voru á árunum 1958 til 1978 fá senn að fjúka en á lóðinni eiga að rísa hundrað nýjar íbúðir. Innlent 5.9.2025 07:18
Líkamsárás á gistiheimili Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í nótt þar sem tilkynnt var um líkamsárás. Önnur átti sér stað á gistiheimili í póstnúmerinu 105 en þar var einn handtekinn og annar fluttur á slysadeild. Innlent 5.9.2025 06:23
„Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla. Innlent 4.9.2025 23:41