Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku hættir störfum hjá bankanum Forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku síðustu ár hefur látið af störfum en ráðgjöfin hjá bankanum er meðal annars innlendur umsjónaraðili í áformuðu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka síðar á árinu. Innherji 28.2.2025 18:22
Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Ívar Jónsson Arndal forstjóri ÁTVR sækist ekki eftir endurráðningu og lætur af störfum þann 1. september. Hann hefur verið forstjóri í tuttugu ár og starfað hjá stofnuninni frá 1990. Ívar verður 67 ára í maí. Viðskipti innlent 27.2.2025 17:13
María Heimisdóttir skipuð landlæknir María Heimisdóttir fyrrverandi forstjóri Sjúkratrygginga hefur verið skipuð í embætti landlæknis til næstu fimm ára. Hæfnisnefnd segir Maríu hafa afburða leiðtogahæfni og farsæla reynslu af stjórnun. Innlent 27.2.2025 16:35
Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical André Rocha hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical, móðurfélags Össurar og fleiri leiðandi félaga á alþjóða heilbrigðistæknimarkaðnum. Viðskipti innlent 24. febrúar 2025 10:58
Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Auðunn Þór Sólberg Björgvinsson hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra hjá Reitum og mun sinna fjölbreyttum verkefnum sem styðja við stefnu og markmið félagsins, meðal annars um framúrskarandi rekstur og bætta upplifun viðskiptavina. Auðunn mun sinna tilboðs- og leigusamningargerð við nýja og núverandi leigutaka, og að viðhalda og styrkja viðskiptasambönd félagsins. Viðskipti innlent 24. febrúar 2025 09:50
Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Elín Hjálmsdóttir hefur verið ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu. Viðskipti innlent 24. febrúar 2025 08:58
Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Fjórmenningarnir Elín Rósa Sigurðardóttir, Jónas G. Allansson, María Mjöll Jónsdóttir og Ragnar G. Kristjánsson hafa verið skipuð í embætti sendiherra, en án staðarákvörðunar. Innlent 21. febrúar 2025 16:52
Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Þau Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Sigurður Rúnarsson og Svanur Sigurbjörnsson sækjast öll eftir formannsstöðunni hjá Siðmennt en kosið verður á laugardaginn 1. mars. Innlent 19. febrúar 2025 16:30
Örn skipaður landsbókavörður Menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra Logi Már Einarsson hefur skipað Örn Hrafnkelsson í embætti landsbókavarðar. Innlent 19. febrúar 2025 12:38
Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Hulda Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Nox Medical. Hulda tekur við starfinu af Ingvari Hjálmarssyni en hún tekur jafnframt sæti í í framkvæmdastjórn móðurfélgas fyrirtækisins, Nox Health í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 18. febrúar 2025 14:08
Bætast í eigendahóp Markarinnar Um áramótin bættust þau Hildur Leifsdóttir og Peter Dalmay við eigendahóp Markarinnar lögmannsstofu hf. Bæði hafa starfað um árabil hjá stofunni. Viðskipti innlent 18. febrúar 2025 13:00
Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Starfsmenn Sólheima eru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kemur meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrita en þar lýsa þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skorti á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi vera vikið úr starfi. Undir hans stjórn hafi viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Nú horfi til verri vegar. Innlent 18. febrúar 2025 11:21
Yfirmaður markaðsviðskipta hjá Arion banka hættir störfum Forstöðumaður markaðsviðskipta Arion undanfarin ár hefur látið af störfum en bankinn hefur verið með sterka stöðu á markaði í miðlun verðbréfa í Kauphöllinni um nokkurt skeið. Innherji 17. febrúar 2025 20:32
Ragna Árnadóttir hættir á þingi Ragna Árnadóttir mun taka við starfi forstjóra Landsnets og mun því hætta sem skrifstofustjóri Alþingis í ágúst. Innlent 17. febrúar 2025 13:32
Þröstur tekur við Bændablaðinu Þröstur Helgason hefur verið ráðinn nýr ritstjóri Bændablaðsins og mun taka við ritstjórn miðilsins á næstu vikum. Viðskipti innlent 15. febrúar 2025 12:12
Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. Menning 14. febrúar 2025 11:01
Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Orkusalan hefur ráðið Helgu Beck í starf markaðsstjóra hjá fyrirtækinu. Helga útskrifaðist með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og lauk MS gráðu í brand & communications management árið 2018 frá Copenhagen Business School. Viðskipti innlent 14. febrúar 2025 10:47
Brynjar settur dómari Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið settur í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til eins árs. Jafnframt hefur Jónas Þór Guðmundsson verið skipaður hæstaréttarlögmaður verið skipaður í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Innlent 14. febrúar 2025 07:38
Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað Hildi H. Dungal í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu húsnæðis- og skipulagsmála. Innlent 13. febrúar 2025 18:39
Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Ólafur Reynir Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar. Ólafur Reynir starfaði sem lögfræðingur hjá Ferðamálastofu frá árinu 2018 og þar áður hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2011. Innlent 13. febrúar 2025 17:20
Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Kristín Ólafsdóttir fréttmaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur verið ráðin aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Innlent 13. febrúar 2025 14:05
Jóna Dóra til Hagkaups Jóna Dóra Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr vöruflæðis-og birgðastjóri Hagkaups. Meginhlutverk starfsins er að tryggja áreiðanleika upplýsinga í birgða- og innkaupakerfum Hagkaups. Vöruflæðis- og birgðastjóri starfar þvert á deildir fyrirtækisins. Hún hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 13. febrúar 2025 10:53
Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, hefur ákveðið að ráða Birki Jón Jónsson sem nýjan aðstoðarmann formanns. Vísir greindi frá ráðningu hans á dögunum. Innlent 12. febrúar 2025 12:00
Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Alexander O'Donovan-Jones hugbúnaðar- og gagnafræðingur, Ásmundur Alma Guðjónsson hugbúnaðarverkfræðingur og Gunni Singh gagnavísindamaður hafa verið ráðnir til Snjallgagna. Viðskipti innlent 12. febrúar 2025 08:39