Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Bleikur draumur í Hafnar­firði

Innst inni í botnlangagötu við Stuðlaberg í Hafnarfirði er að finna reisulegt parhús á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 1990 en hefur fengið sjarmerandi endurbætur á undanförnum árum. 

Lífið
Fréttamynd

Fimm­tíu milljón króna hækkun eftir um­fangs­miklar endur­bætur

Við Helgubraut í Kópavogi er að finna 275 fermetra einbýlishús sem var byggt árið 1985. Núverandi eigendur festu kaup á eigninni í maímánuði á síðasta ári og greiddu 144,9 milljónir fyrir. Húsið er nú komið aftur á sölu og er ásett verð 198,4 milljónir króna, sem er 50 milljón króna hækkkun á innan við ári.

Lífið
Fréttamynd

Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni

Fjölskylduvæn hæð á besta stað í Reykjavík á Sogavegi er komin á sölu. Um er að ræða 178,5 fermetra íbúð með bílskúr sem hefur verið endurnýjuð á undanförnum árum.

Lífið
Fréttamynd

Ó­væntur glaðningur í veggjunum

Hjón sem vinna að endurbótum á húsi sínu í Bústaðahverfi í Reykjavík hafa fundið ýmsan óvæntan nokkurra áratuga gamlan glaðning í veggjum hússins sem nýttur var sem fóðrun. Meðal þess er dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá árinu 1965 og gamall Tópas pakki.

Lífið
Fréttamynd

Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum

Hjónin Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, og Guðrún Ingólfsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Smyrilsveg í Vesturbæ Reykjavíkur á 135 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Í­búðum í byggingu fór fækkandi á milli ára

Íbúðum í byggingu á landinu hafa farið fækkandi á milli ára þrátt fyrir vaxandi íbúðaþörf. Þó að fullbúnum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fleiri á síðasta ári en undanfarin ár þá uppfylla þær þó ekki þörfinni. Þá var sölutími íbúða með stysta móti á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir

Íris Ósk Valþórsdóttir vörumerkjastjóri Vaxa hefur selt einbýlishús sitt við Birkihæð í Garðabæ á 230 milljónir. Um er að ræða 205 fermetra reisulegt einbýlishús á tveimur hæðum á fallegum útsýnisstað.

Lífið
Fréttamynd

Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir

Hjónin Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar og eiginkona hans, Úlla Káradóttir, seldu einbýlishús sitt að Freyjugötu 37 í Reykjavík á 219 milljónir króna. Um er að 312 fermetra eign í hjarta miðbæjarins með Hallgrímskirkju og Skólavörðustíg í bakgarðinum.

Lífið
Fréttamynd

Lúxusíbúð Kára og Erlu til Banda­ríkja­manna

Lúxusíbúð Kára Knútssonar lýtalæknis og Erlu Ólafsdóttur fyrrverandi bankastarfsmanns við Bryggjugötu í Reykjavík hefur verið seld. Hún var keypt af bandarísku hjónunum Tracy Hancock og Kenneth Matthew Hancock.

Lífið
Fréttamynd

Kort­leggja tómar í­búðir í sam­starfi við sveitar­fé­lög

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, ætlar að bregðast við ábendingum frá sveitarfélögum um fjölda tómra íbúða. Í nýrri mánaðarskýrslu stofnunarinnar sem kom út í dag kom fram að á landinu væru um tíu þúsund tómar íbúðir. Það væri um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Sum telji að fjöldinn sé ofáætlaður og önnur telji hann vanáætlaðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ein af hverjum fimm í­búðum tóm í nokkrum sveitar­fé­lögum

Alls eru yfir tíu þúsund íbúðir á landinu án fastrar búsetu sem jafngildir 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða samkvæmt varfærnu mati HMS. Hagfræðingur stofnunarinnar segir flestar leigðar út til ferðamanna en það kunni að breytast með hertum reglum. Allt að tuttugu prósent íbúða eru tómar í nokkrum sveitarfélögum á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Tómar í­búðir á landinu nú um 10 þúsund

Veltan á fasteignamarkaði hefur verið töluverð ef miðað er við árstíma, þrátt fyrir að hafa dregist nokkuð saman frá því í vor. Mest hefur dregið úr veltu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eftir því sem Grindavíkuráhrif hafa fjarað út. Tómar íbúðir á landinu eru fleiri en 10 þúsund eða um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sigga Heimis selur slotið

Hönnuðurinn og listakonan Sigga Heimis hefur sett fallega hæð við Flókagötu 39 á sölu. Um er að ræða 178 fermetra eign í reisulegu húsi sem var byggt árið 1944. Ásett verð er 154,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Sala eigna og bjartari rekstrar­á­ætlun hækkar verðmatið á Heimum

Þrátt fyrir mikla siglingu á hlutabréfaverði Heima í Kauphöllinni að undanförnu, meðal annars drifið áfram af endurkaupum, væntingum um frekari vaxtalækkanir og bættri rekstrarafkomu, þá er fasteignafélagið enn nokkuð undirverðlagt á markaði, að mati greinenda. Verðmatið á Heimum hefur verið hækkað en félagið gaf nýlega út jákvæða afkomuviðvörun og seldi frá sér eignir utan kjarnasvæða.

Innherji
Fréttamynd

„Sund­laug“ á Soga­vegi til sölu

Sérlega athyglisvert parhús í botnlanga á Sogavegi er nú komið á sölu. Það er sérstaklega athyglisvert enda er stór heitur pottur í garði hússins sem mætti ganga svo langt að hreinlega kalla sundlaug.

Lífið
Fréttamynd

Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægi­síðu

Re­bekka Rafns­dótt­ir, kvik­mynda­gerðarkona og rithöfundur, hefur sett fallega hæð við Ægisíðu á sölu. Um er að ræða 174 fermetra hæð í húsi sem var byggt árið 1952 og steinað meðal annars með íslenskri hrafntinnu. 

Lífið
Fréttamynd

Höll sumar­landsins komin á sölu

Grínistinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, og eiginkona hans, Magnea Þóra Guðmundsdóttir arkitekt, hafa sett íbuð sína við Skeljanes á sölu. Ásett verð er 108 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Galið að lán miðist við stýrivexti Seðla­bankans

„Til að bæta gráu ofan á svart, þá miðast óverðtryggð og allt að því verðtryggð lán á Íslandi að stórum hluta til við stýrivexti Seðlabankans. Í mínum huga er þetta alveg galið. Seðlabankavextir eru sú prósenta sem að fjármálastofnanir fá fyrir að leggja pening inn í Seðlabankann til sjö daga í senn. Vaxtakjör íslenskra heimila, óverðtryggðra og óbeint verðtryggðra vaxta miðast við sjö daga innlán hverju sinni. Það segir sig nokkuð sjálft að þegar þú ert að líta á þessar sveiflur að þá eru miklu meiri sveiflur í skammtíma vöxtum.“

Innlent
Fréttamynd

Arnar Grant flytur í Vogahverfið

Einkaþjálf­ar­inn Arn­ar Grant hefur fest kaup á íbúð við Drómundarvog í Reykjavík. Íbúðina keypti hann af Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekanda. 

Lífið
Fréttamynd

Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina

Ragnhildur Sveinsdóttir, betur þekkt sem Ragga Sveins, hefur sett glæsihús sitt á Arnarnesi á sölu. Um er að ræða tæplega 500 fermetra einbýlishús á tveimur með stórbrotnu útsýni. Ásett verð er 590 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Tónlistarkona selur í­búð í mið­bænum

Tónlistarkona Bjartey Sveinsdóttir og kærastinn hennar Hrafn Ingason hafa sett íbúð sína við Leifsgötu í Reykjavík á sölu. Um er að ræða fallega 60 fermetra eign í húsi sem var byggt árið 1937.

Lífið
Fréttamynd

Lítill arfur á barns­aldri dró dilk á eftir sér

Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu konu sem taldi sig eiga rétt á helmingsafslætti stimpilgjalds vegna fyrstu kaupa íbúðarhúsnæðis. Var það vegna eignarhlutar í íbúðarhúsnæði, sem hún hlaut í arf á barnsaldri, að virði 45.000 króna.

Innlent
Fréttamynd

Heitasti út­varps­maður landsins selur slotið

Útvarpsmaðurinn Egill Ploder Ottósson og sambýliskona hans Thelma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Embla Medical, hafa sett íbúð sína við Naustabryggju í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 64,9 milljónir. 

Lífið