Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Ekki boð­legt fyrir lið eins og Þór/KA“

    Þór/KA tapaði fyrir Stjörnunni 4-1 í Garðabæ í 17. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Liðið hefur sótt þrjú stig í sex leikjum eftir EM pásuna og er ljóst að Jóhann Kristinn, þjálfari liðsins, þarf að finna leið og lausnir til þess að liðið detti ekki niður í neðri hluta deildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hetja Blika: „Einn leikur í einu“

    Þrátt fyrir að hafa tryggt toppliði Breiðabliks hádramatískan sigur á FH, liðinu í 2. sæti Bestu deildar kvenna, var Birta Georgsdóttir með báða fæturna á jörðinni þegar hún ræddi við Sýn Sport eftir leik.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Breiða­blik - FH 2-1 | Ótrú­leg endur­koma og Blikar að stinga af

    Íslandsmeistarar Breiðabliks tók á móti FH í 16. umferð Bestu deild kvenna í kvöld. Gestirnir úr Hafnafirði komust yfir og virtust lengi vel ætla að stela stigunum þremur þrátt fyrir mikinn sóknarþunga frá heimakonum. Birta Georgsdóttir steig hins vegar upp þegar mest á reyndi og tryggði Blikum þrjú stig og örugga forystu á toppi deildarinnar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Þær eru hræddar við hana“

    Bestu mörkin héldu vart vatni yfir flautumarki Murielle Tiernan í dramatískum 2-1 útisigri Fram á Þór/KA í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Markið var eðlilega til umræðu í þættinum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“

    „Bara spennufall, ég er bara að ná mér niður. Ég er fáránlega ánægður og stoltur af stelpunum, ég kallaði eftir því að sjá liðið mitt sem spilaði fyrri hluta þessa tímabils og ég fékk það til baka í dag,“ sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram eftir dramatískan sigur á Þór/KA í Boganum í dag þar sem markið kom úr síðustu spyrnu leiksins, lokatölur 1-2.

    Sport