Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Dagný Brynjarsdóttir kom inn af bekk West Ham United þegar liðið vann mikilvægan 2-0 sigur á Everton í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Þá vann topplið Chelsea 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal og jók þar með forystu sína á toppnum. Enski boltinn 26.1.2025 17:32
Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Handbolti 26.1.2025 16:38
Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. Handbolti 26.1.2025 16:28
Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Vinstri hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia er kominn inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn við Argentínu á HM í handbolta í dag. Sigvaldi Björn Guðjónsson er hins vegar ekki með. Handbolti 26.1.2025 12:40
Er í 90 prósent tilfella nóg „Manni líður ekkert vel. En eins og staðan er núna þurfum við bara að vinna næsta leik og munum gera það sem við getum til að vinna leikinn,“ segir Ýmir Örn Gíslason á hóteli íslenska landsliðsins í Zagreb degi eftir skell gegn Króötum. Handbolti 26.1.2025 12:30
Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm Það er líklega ekki margt sem ber að varast fyrir íslenska landsliðið í dag, gegn slöku liði Argentínu. Ísland verður að vinna leikinn en þarf svo að treysta á að Grænhöfðaeyjar taki stig gegn Egyptalandi, eða að Slóvenía taki stig gegn Króatíu. Handbolti 26.1.2025 11:30
HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Mikil svaðilför á steikhús í Zagreb er rakin í HM í dag. Einn kafnaði næstum því á matnum, aðrir köfnuðu næstum úr skítafýlu og annar sturtaði sér yfir þjóninn vegna afgreiðslunnar. Handbolti 26.1.2025 11:03
Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að Slóvenar mæti í sinn síðasta leik á HM í handbolta í kvöld án þess að leggja allt í sölurnar til þess að vinna nágranna sína í Króatíu. Handbolti 26.1.2025 10:29
Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA Fyrrverandi NBA-leikmönnum heldur áfram að fjölga í Bónus-deild karla í körfubolta og nú hafa Grindvíkingar fengið hinn 38 ára gamla Jeremy Pargo í sínar raðir. Körfubolti 26.1.2025 10:11
„Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ „Þetta er gríðarlega þungt og maður svona hálfpartinn trúir þessu ekki enn þá. Þetta er staðan og við erum enn að spila fyrir Ísland þannig að við verðum að rífa okkur upp og spila vel gegn Argentínu,“ segir Viggó Kristjánsson en hann var enn að sleikja sárin eftir Króataleikinn er Vísir hitti hann í gær. Handbolti 26.1.2025 10:01
Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Nikolaj Jacobsen, þjálfari heimsmeistara Danmerkur, reiddist og ýtti í burtu aðgerðasinna sem hljóp inn á völlinn í Boxen í gær, þegar Danir og Tékkar áttust við á HM í handbolta. Maðurinn dreifði konfettí um gólfið og sameinuðust leikmenn og starfsmenn um að hreinsa til eftir hann. Handbolti 26.1.2025 09:32
„Hann sem klárar dæmið“ „Maður sá hann lítið til að byrja með í leiknum, þannig en það kemur með honum ákveðin ró. En undir lok leiksins er það hann sem klárar dæmið.“ Körfubolti 26.1.2025 09:01
Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Snorri Steinn Guðjónsson var boginn en ekki brotinn þegar hann var tekinn tali á hóteli íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gær. Hann stefnir á sigur á Argentínu í dag en eftir það þarf íslenska liðið að treysta á önnur úrslit til að eiga möguleika á sæti í 8-liða úrslitum. Handbolti 26.1.2025 08:01
Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið fara alla leið í Ofurskálina en það er úrslitaleikur NFL-deildarinnar. Sport 26.1.2025 06:00
Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Þá kom Brittanny og tók yfir, hún skoraði eiginlega bara að vild,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, um ótrúlega frammistöðu Brittanny Dinkins í sigri Njarðvíkur á Stjörnunni í Bónus deild kvenna á dögunum. Körfubolti 25.1.2025 23:31
„Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Pep Guardiola segir að flestir leikmenn sínir hjá Manchester City hafi verið hjá félaginu í fleiri ár og það þurfi meira en slæman tveggja mánaða kafla til að breyta skoðun Spánverjans á þeim. Manchester City vann Chelsea 3-1 í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 25.1.2025 23:01
„Viljum sýna hvað við erum góðir“ „Þetta var svolítið skrýtin nótt og mikið að meðtaka,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson svefnlítill er Vísir hitti á hann á hóteli landsliðsins í dag. Handbolti 25.1.2025 22:31
Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Frakkland og Þýskaland, lærisveinar Alfreðs Gíslasonar, eru komin í átta liða úrslit HM karla í handbolta. Frakkar fara þangað með fullt hús stiga líkt og Danir. Handbolti 25.1.2025 21:22
Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Guðbjörg Norðfjörð mun ekki gefa áfram kost á sér formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Þessu greindi hún frá á Facebook-síðu sinni í kvöld, laugardag. Körfubolti 25.1.2025 20:32
Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Landsliðsmennirnir Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason áttu báðir fína leiki þegar lið þeirra máttu þola töp. Körfubolti 25.1.2025 19:46
Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Topplið Napoli kom til baka gegn Juventus í stórleik dagsins í ítalska boltanum. Lærisveinar Thiago Motta í Juventus voru taplausir í deildinni fyrir leikinn gegn Antonio Conte og hans mönnum í kvöld. Fótbolti 25.1.2025 19:13
Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Kylian Mbappé stóð við loforð sitt og skoraði öll þrjú mörk Spánarmeistara Real Madríd þegar liðið lagði Valladolid 3-0 í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Fótbolti 25.1.2025 19:00
Danir áfram með fullt hús stiga Danmörk heldur áfram að vinna örugga sigra á HM karla í handbolta. Nú voru það Tékkar sem lágu í valnum. Handbolti 25.1.2025 18:47
Aldís Ásta fór á kostum Aldís Ásta Heimisdóttir átti frábæran leik þegar Skara lagði Kristianstad í efstu deild sænska kvennahandboltans í dag. Handbolti 25.1.2025 18:26