Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Opið bréf til Frið­riks Þórs

Kæri Friðrik Þór Friðriksson. Um daginn gafstu álit þitt á kvikmyndagerðarnámi á Íslandi í viðtali á Samstöðinni og sagðir þar ýmislegt miður fallegt um nýja BA-námið í Listaháskóla Íslands, þar sem við erum öll kennarar.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt

Prettyboitjokkó, eða Patrik Atlason, gaf nýver út lagið Sykurpabbi og hefur fundið snjallar leiðir til að vekja athygli á laginu. Í því samhengi gaf hann afa sínum, Helga Vilhjálmssyni, athafnamanni og eiganda Góu og KFC, málverk sem þakkargjöf fyrir allt sem hann hefur gert fyrir hann í gegnum árin. Hann kallar afar sinn sykurpabba.

Lífið
Fréttamynd

Hann breytti öllu – og gerði það með háði

Það eru fáir einstaklingar sem hafa haft jafndjúp og margræð áhrif á íslenska menningu og listalíf og Magnús Þór Jónsson – Megas. Nú þegar hann fagnar 80 ára afmæli sínu ber að staldra við og virða fyrir sér þá arfleifð sem hann hefur skilið eftir sig: óhefðbundna og stundum óþægilega spegilmynd af sjálfsímynd þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Geð­brigði er sigur­vegari Músiktilrauna

Hljómsveitin Geðbrigði bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Músiktilrauna í kvöld. Í öðru sæti var hljómsveitin j. bear & the cubs og í því þriðja var Big Band Eyþórs. Atriðið sem vann símakosninguna var hljómsveitin Rown, og fékk hún fyrir vikið nafnbótina hljómsveit fólksins.

Lífið
Fréttamynd

Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten

Ljósmynd sem prýðir WW3, nýjustu plötu Kanye West, var notuð í óleyfi. Ljósmyndin er af giftingu tveggja einkennisklæddra Ku Klu Klan-meðlima og var tekin fyrir umfjöllun aukablaðs Aftenposten árið 2015.

Erlent
Fréttamynd

Lauf­ey sendir lekamönnum tóninn

Laufey Lín Bing Jónsdóttir virðist hafa lent í tónlistarleka og sendir skýr skilaboð á samfélagsmiðlum: „Hættið að leka tónlistinni minni.“

Lífið
Fréttamynd

Mikil­vægt að á Ís­landi sé fram­leitt úr ís­lenskri ull

Brynhildur Pálsdóttir hönnuður segir tímabært að gert sé meira úr íslensku ullinni. Ullin sé gull Íslendinga. Það eigi að varðveita þennan menningararf betur. Hana dreymir um að á Íslandi verði opnað rannsóknarsetur tileinkað íslensku ullinni og textílframleiðslu.

Lífið
Fréttamynd

Allt að vinna, engu að tapa!

Hvaða máli skiptir það að þekkja sig í þeim persónum sem birtast á skjánum og á hvíta tjaldinu? Að kannast við sig og geta speglað eigin reynslu í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsefni er einstök upplifun, valdeflandi og þerapísk í senn.

Skoðun
Fréttamynd

Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra heiðraði Eyjólf Pálsson stofnanda Epal fyrir hálfrar aldar starf í þágu íslenskrar hönnunar í nýja Landsbankanum í vikunni. Fjárfestum í hönnun, sem er hluti af HönnunarMars sem stendur yfir fram á sunnudag í húsnæði bankans.

Lífið
Fréttamynd

Stór­stjarnan Limahl mætir í N1 höllina í septem­ber

Einn svakalegasti tónlistarviðburður seinni ára fer fram í N1 höllinni í Reykjavík þann 20. september þegar 80´s og 90´s tónlist mun hljóma í lifandi útsetningu nokkurra frægra erlendra listamanna, innlendra og erlendra plötusnúða og íslensku hljómsveitarinnar Steed Lord með Svölu Björgvins í fararbroddi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Tuttugu og átta sóttu um stöðu dag­skrár­stjóra

Alls bárust 28 umsóknir um stöðu dagskrárstjóra hjá RÚV. Fjórir drógu umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnalista. Meðal umsækjenda er Margrét Jónasdóttir starfandi dagskrárstjóri og Eva Georgs Ásudóttir fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Rislítil ástar­saga

Sýningin Fjallabak byggir á hinni stórkostlegu bíómynd Brokeback Mountain sem sló í gegn árið 2005 með stórleikurunum Heath Ledger og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum. Myndin tapaði í baráttunni um Óskarinn fyrir myndinni Crash (sem er flestum gleymd) en Brokeback Mountain hefur lifað áfram bæði sem ópera (já, sem ópera) og nú sem leiksýning. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Sá stórt tæki­færi í fjárfestingarhlið listarinnar

„Þetta er minn hægri fótur og vinstri hönd, klárt mál, hefur veitt mér mikla ánægju, haldið fyrir mér vöku og allt þar á milli,“ segir myndlistarmaðurinn Árni Már sem hefur rekið Gallery Port frá því það var stofnað fyrir níu árum. Það má segja að Árni þekki flest allar hliðar myndlistarsenunnar hérlendis og heldur stöðugt áfram að feta ótroðnar slóðir. Blaðamaður tók púlsinn á honum.

Menning
Fréttamynd

Klukkur og kaffi­bollar í partýi á Prikinu

„Í samfélagi sem ýtir okkur sífellt til að vera hraðari og afkastameiri er auðvelt að gleyma því að tíminn sjálfur breytist ekki, það er upplifunin sem sveiflast,“ segir hönnuðurinn Viktor Weisshappel sem opnar klukkusýningu á Prikinu í tilefni af Hönnunarmars. Hátíðin hefst með pompi og prakt í dag. 

Menning