Destiny's Child með óvænta endurkomu Popptríóið Destiny's Child var með óvænta endurkomu á lokatónleikum Beyoncé í tónleikaröðinni Cowboy Carter Tour í Las Vegas í gærkvöldi. Lífið 27.7.2025 23:54
Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tónlistarkona og Ólafur Friðrik Ólafsson gengu í hjónaband í Hafnarfjarðarkirkju í gær. Gríðarleg stemning var í brúðkaupsveislunni á Nasa ef marka má samfélagsmiðlafærslurnar. Lífið 27.7.2025 22:39
Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Johnny Depp birtist óvænt uppi á sviði á tónleikum rokkarans Alice Cooper í Lundúnum og saman heiðruðu þeir minningu Ozzy Osbourne með flutningi á „Paranoid“ eftir Black Sabbath. Lífið 27.7.2025 10:23
Mannauðsstjórinn segir einnig upp Kristin Cabot, mannauðsstjórinn sem gripin var glóðvolg við framhjáhald með forstjóra sama fyrirtækis á Coldplay tónleikum fyrr í mánuðinum, hefur einnig sagt upp störfum. Lífið 25. júlí 2025 12:06
Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Síðasti viðkomustaður Bylgjulestarinnar í sumar er Vaglaskógur en þangað mætir hún á morgun laugardag. Þar fara fram stórtónleikarnir Vor í Vaglaskógi þar sem Kaleo og fjöldi listamanna troðið upp. Lífið samstarf 25. júlí 2025 10:32
Vók Ofurmenni slaufað Ofurmennið Kal-El er snúinn aftur og hefur sjaldan verið jafn teiknimyndasögulegur og skrípó. Samt þarf hann að glíma við slaufun, auðjöfur sem kaupir sér umræðuna og þjóð sem hernemur nágrannaríki. Myndin er út um allt en samt með hjartað á réttum stað. Gagnrýni 25. júlí 2025 07:01
Aron Can heill á húfi Tónlistarmaðurinn Aron Can er heill á húfi eftir að hafa hnigið niður á tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar fyrr í kvöld. Innlent 24. júlí 2025 23:40
Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Tónleikar á tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar voru stöðvaðir nú á níunda tímanum og gestum gert að yfirgefa eitt tjaldið á svæðinu. Innlent 24. júlí 2025 20:46
Litríkur karakter sem var engum líkur „Það var á svona degi kom maður sem hét Gylfi Ægisson í land fyrir norðan og samdi þar eitthvert lag á dekkinu sem síðan Hljómsveit Ingimars Eydal, sem voru jú norðanmenn, sáu til þess yrði greyptur í vínyl og varð landsfrægur,“ segir Þorger Ásvaldsson um tilurð Í sól og sumaryl, eftir vin hans Gylfa Ægisson sem nú er látinn. Lífið 24. júlí 2025 18:39
Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Á næsta leikári mun Borgarleikhúsið setja upp fjölskyldusöngleik eftir hinu sígilda ævintýri um Galdrakarlinn í Oz. Menning 24. júlí 2025 17:20
Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna. Lífið 24. júlí 2025 15:03
Rene Kirby er látinn Leikarinn Rene Kirby, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í grínmyndinni Shallow Hal, er látinn, sjötíu ára að aldri. Kirby fæddist með klofinn hrygg en lét það ekki há sér, keppti í fimleikum, starfaði hjá IBM og vann sem smiður. Lífið 24. júlí 2025 14:22
Pamela smellti kossi á Neeson Leikararnir Pamela Anderson og Liam Neeson gengu saman rauða dregilinn þar sem Anderson smellti kossi á Neeson. Lífið 24. júlí 2025 12:43
Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Barnakór Hallgrímskirkju verður stofnaður í haust undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Kórinn er ætlaður börnum í þriðja til fimmta bekk og tekur þátt í helgihaldi kirkjunnar tvisvar á önn og heldur einnig sína eigin tónleika. Menning 24. júlí 2025 11:59
Gylfi Ægisson er látinn Gylfi Viðar Ægisson, einn afkastamesti tónlistarmaður og lagahöfundur Íslandssögunnar, er látinn 78 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Selfossi. Innlent 24. júlí 2025 10:25
„Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Breski þungarokkarinn Ozzy Osbourne sem féll frá í gær 76 ára að aldri var einn áhrifamesti tónlistarmaður okkar tíma. Þetta segir félags- og tónlistarfræðingur sem segir rokkarann hafa verið frumkvöðul sem hafi mótað þungarokk í þeirri mynd sem það er í dag. Lífið 23. júlí 2025 22:31
Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Kári Stefánsson segir orð sem hann lét falla í bókaklúbbi Spursmála, stýrðum af Stefáni Einari Stefánssyni blaðamanni á dögunum, þar sem hann gaf í skyn að Amgen væri að njósna um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar, óvarleg og óheiðarleg. Innlent 23. júlí 2025 22:12
Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. Bíó og sjónvarp 23. júlí 2025 15:26
Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Rokkgoðsögnin Ozzy Osbourne, sem féll frá í gær, er samkvæmt kenningum netverja endurfæddur sem sonur samfélagsmiðlastjörnunnar Trishu Paytas og þannig bróðir Elísabetar Englandsdrottningar endurfæddrar og jafnvel Frans páfa. Drengurinn heitir Aquaman Moses. Lífið 23. júlí 2025 11:54
Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Njálsbrenna verður sviðsett og Bergþórshvoll brenndur með hópreið 99 brennumanna á fjögurra daga Njáluhátíð sem nýstofnað Njálufélag undir forystu Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, efnir til í Rangárþingi í næsta mánuði. Guðni segir þetta verða tignarlegustu sjón allra tíma. Innlent 22. júlí 2025 22:23
Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður Brosið fer ekki af organista Skálholtskirkjuna þessa dagana því fyrsti konsertflygil kirkjunnar er komin í hús og spilar organistinn á flygilinn meira og minna allan daginn. Flygilinn kostaði sextán milljónir króna og var sá peningur fengin í gegnum sérstaka söfnun. Innlent 22. júlí 2025 20:05
Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ástralska leikkonan Margot Robbie mun leika fimmtíu feta konuna í endurgerð leikstjórans Tims Burton á sígildu B-myndinni frá 1958. Lífið 22. júlí 2025 15:32
Ein heitasta söngkona landsins á lausu Tónlistarkonan Þórunn Antonía er nýlega orðin einhleyp samkvæmt heimildum Vísis. Þórunn, sem er fædd árið 1983, hefur komið víða við í heimi tónlistarinnar bæði erlendis og hérlendis. Lífið 22. júlí 2025 14:56
Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. Lífið 22. júlí 2025 13:21