Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Leikkonan Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin 76 ára að aldri. Anna Kristín fæddist þann 16. júlí 1948 á Böggvistöðum í Svarfaðardal og var hún dóttir Kristjönu Margrétar Sigurpálsdóttur og Arngríms Stefánssonar. Innlent 5.3.2025 21:20
Tjörnin trónir á toppnum Rán Flygenring er í fyrsta sæti á toppi bóksölulistans með bók sína Tjörnina. En hún hlaut einmitt Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka. Menning 5.3.2025 11:34
Elísabet fær uppreist æru Innkaupapokinn er frekar látlaust heiti á tilfinningaþrungnu og litríku leikverki sem byggir á gömlu leikriti Elísabetar Jökulsdóttur – Mundu töfrana. Leikritið gengur í endurnýjun lífdaga í samstarfi við leikhópinn Kriðpleir. Áhorfendur fylgjast með glímu leikhópsins við að finna leiðina í gegnum völundarhúsið sem leiktexti Elísabetar er en í seinni hluta sýningarinnar er leikritið sjálft sett á svið. Afraksturinn af þessu sérstaka samvinnuverkefni er leikhúskvöld sem líður manni seint úr minni. Gagnrýni 5.3.2025 07:03
Daniil og Birnir í eina sæng „Birnir hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum,“ segir rapparinn og ungstirnið Daniil en hann og Birnir voru að senda frá sér lagið Hjörtu. Lagið er unnið í samvinnu við pródúsentinn Matthías Eyfjörð, sem er jafnframt litli bróðir íslensku stórstjörnunnar GDRN. Tónlist 3. mars 2025 16:00
Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Guðmundur Ingi Þórvaldsson leikari segist hafa tengst stórleikaranum Anthony Hopkins í gegnum sameiginlega reynslu þeirra af tólf spora kerfinu. Hann segir hvert ár sem tekst að halda börnum frá áfengi og fíkniefnum skipta sköpum. Taka verði utan um þá krakka sem ekki passi inn í. Lífið 3. mars 2025 14:00
Hendur sem káfa, snerta og breyta Myndlistarkonan Ragnhildur Jóhanns sérhæfir sig í einstaklega grípandi og líflegum málverkum sem vekja upp ýmsar tilfinningar hjá áhorfendum. Hún á afmæli næstkomandi fimmtudag og fagnar deginum með því að opna sölusýningu. Menning 3. mars 2025 13:02
Aukatónleikar Bryan Adams Vegna mikillar eftirspurnar og fjölda áskorana hefur Sena ákveðið að halda aukatónleika með Bryan Adams í Eldborg, Hörpu. Aukatónleikarnir fara fram daginn eftir hina tónleika, þriðjudaginn 22. apríl. Lífið 3. mars 2025 11:05
Anora sigurvegari á Óskarnum Kvikmyndin Anora fékk flest verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór vestanhafs í nótt. Myndin fékk alls fimm verðlaun og var meðal annars valin besta myndin. Þá varð leikstjóri myndarinnar Sean Baker sá fyrsti til að vinna fern verðlaun fyrir sömu myndina. Bíó og sjónvarp 3. mars 2025 05:57
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í kvöld í 97. sinn. Sannkallaður óskarsverðlaunasérfræðingur sem búsettur er í englanna borg og starfar í bransanum fór yfir helstu verðlaunaflokkana í samtali við fréttastofu og spáði í Hollywood-spilin. Bíó og sjónvarp 2. mars 2025 23:20
Angie Stone lést í bílslysi Bandaríska R&B söngkonan Angie Stone og meðlimur hip-hop þríeykisins The Sequence, er látin. Hún varð 63 ára. Tónlist 2. mars 2025 10:51
„Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ „Eftir að ég var búinn að flytja þetta þá hugsaði ég: „Er ég kannski að segja of mikið?“ segir Guðmundur Einar sem ýtti nýverið úr vör sinni allra fyrstu uppistandssýningu, sem ber heitið Lítill töffari. Guðmundur opnar sig meðal annars upp á gátt um eigið óöryggi, tilraunir hans og kærustu hans til þess að eignast barn og svo glænýtt foreldrahlutverk en óhætt er að segja að hann hefji sýninguna á alvöru sjónarspili. Menning 2. mars 2025 10:02
Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Nanna Rögnvaldardóttir rithöfundur segist standandi hissa yfir notkun Ríkisútvarpsins á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum um sögu matar og matarmenningar á Íslandi. Í þáttunum eru fleiri viðtöl við Nönnu sem hefur mikið fjallað um matarsögu Íslands. Innlent 1. mars 2025 21:24
Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Nemendur Verzlunarskóla Íslands frumsýndu söngleikinn Stjarnanna borg fyrir fullum sal síðastliðið mánudagskvöld. Verkið er byggt á dans og söngvamynd frá 2016 þar sem Ryan Gosling og Emma Stone fara með aðalhlutverk. Lífið 1. mars 2025 20:02
Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir íslenskan bíómarkað standa frammi fyrir áskorunum, líkt og hækkandi rekstrarkostnaði og breyttu neyslumynstri. Þrátt fyrir það sé ekki hætta á að Ísland verði bíólaust. Viðskipti innlent 1. mars 2025 15:02
Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo „Ég byrja að taka þessu mjög alvarlega í níunda bekk, þegar allir fóru að spyrja hvað ég ætlaði að gera þegar ég yrði stór,“ segir leikkonan Ísadóra Bjarkardóttir Barney. Ísadóra fer með aðalhlutverkið í íslensku kvikmyndinni Fjallið. Hún á ekki langt að sækja listræna hæfileika sína en hún er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu og listamannsins Matthew Barney. Blaðamaður ræddi við Ísadóru um lífið og listina. Lífið 1. mars 2025 07:02
Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Svo virðist sem Mondo Duplantis sé fleira til lista lagt en að lyfta sér yfir stöng og vera bestur í heimi í því. Hann hefur nú sent frá sér sitt fyrsta lag. Sport 28. febrúar 2025 16:30
Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Forsala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin og tilkynnt hefur verið um fyrstu tónlistarmennina sem verða meðal þeirra sem stíga munu á svið á hátíðinni í ár. Fram kom í Brennslunni í morgun að Aron Can muni stíga á svið auk Væb bræðra sem spila í fyrsta skiptið á útihátíðinni í ár. Lífið 28. febrúar 2025 11:51
„Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlistarmaðurinn Darri Tryggvason, betur þekkur undir listamannsnafninu Háski, var að gefa út lagið Meira frelsi. Lagið sækir innblástur í lag af sama nafni sem sveitin Mercedez Club gerði ódauðlegt fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Tónlist 28. febrúar 2025 09:00
„Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Átak, félag fólks með þroskahömlun, frumsýndi í vikunni myndband með þeirra eigin endurgerð af laginu Hjálpum þeim. Lagið er hluti af vitundarvakningu um stöðu, framlag og réttindi fatlaðs fólks. Innlent 28. febrúar 2025 07:03
Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Mikil spenna og eftirvænting er hjá þeim, sem æfa dans hjá Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi því dansarar úr félaginu er að fara að keppa á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Innlent 27. febrúar 2025 20:05
Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sérstök forsýning var á fyrstu tveimur þáttunum af Alheimsdrauminum í Sambíóunum Egilshöll í gærkvöldi. Viðtökurnar voru vægast sagt góðar en áhorfendur grétu hreinlega úr hlátri í rúman klukkutíma. Lífið 27. febrúar 2025 20:02
Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Teiknimyndagrísinn Gurra grís á von á systkini í sumar þar sem móðir hennar gengur með grís. Fyrir á Gurra bróðurinn Georg. Lífið 27. febrúar 2025 18:06
Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Brasilísk-ameríska þungarokksveitin Sepultura treður upp í N1-höllinni við Hlíðarenda 4. júní. Tónleikarnir eru hluti af allra síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hún leggur upp í í tilefni fjörutíu ára afmælis. Lífið 27. febrúar 2025 16:45
Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Rithöfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl og Þórdís Helgadóttir eru í hópi þeirra fjórtán höfunda sem hafa verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Eiríkur er tilnefndur fyrir Náttúrulögmálin og Þórdís fyrir Armeló. Verðlaunin verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þann 28. október. Menning 27. febrúar 2025 09:28