Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Feðgar al­sælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn

Það var merkilegur dagur hjá þeim feðgum, Auðberti Vigfússyni og Vigfúsi Pál Auðbertssyni þriðjudaginn 2. september, því báðir átti þeir afmæli en Auðbert varð þá 85 ára en hann hefur gert út vörubíla í 53 ár og nú er hann að upplifa enn eina stór breytinguna og þróunina, rafmagn, sem orkugjafa í stað olíu. Afhending nýja rafmagnsvörubílsins fór fram hjá fyrirtækinu Landfara í Mosfellsbæ en það má geta þess að fyrst feðgarnir voru á annað borð að kaupa sér rafmagnsvörubíl þá skelltu þeir sér líka á einn nýjan átta hjóla olíubíl í leiðinni. Sem sagt, tveir splunkunýir vörubílar í Vík í Mýrdal.

Innlent
Fréttamynd

„Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt”

Það fór fiðringur um blaðamann þegar hann frétti að hann fengi að reynsluaka glænýjan og glansandi BMW X3, nánar tiltekið BMW X3 30e M-Sport. Um er að ræða glæsilegan sportjeppa þar sem sameinast sportlegir aksturseiginleikar, háþróuð tækni og einstök hönnun. Er við öðru að búast frá þýska gæðamerkinu BMW?

Samstarf
Fréttamynd

Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu

Sigurbjörg og Victor kepptu nýverið, fyrst Íslendinga, í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu í Svíþjóð. Sigurbjörg var sátt við að enda um miðja keppni og ánægðari með að þríbæta tíma kærastans. Parið fær ekki nóg og dreymir um að vera heilt keppnissumar í Svíþjóð.

Lífið
Fréttamynd

Eftir þrettán ára nám fékk Saga bíl­próf

Leikarinn og skemmtikrafturinn Saga Garðarsdóttir er nú handhafi ökuréttinda í fyrsta sinn á 38 aldursári. Fyrsta ökutímann satún 25 ára og í dag stóðst hún prófið undir handleiðslu sama manns.

Lífið
Fréttamynd

Í­búar á gömlum og fal­legum dráttar­vélum í Hrís­ey

Gamlar dráttarvélar eru aðal ferðamáti íbúa í Hrísey enda ekki um miklar vegalengdir að ræða í eyjunni. Mikið er lagt upp úr fallegu útliti vélanna þannig að þær sómi sér vel á staðnum. Veitingamaður í eyjunni, segir alltaf meira nóg að gera yfir sumartímann.

Innlent
Fréttamynd

Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg

Hundruðum lítra af díselolíu fyrir milljónir króna hefur verið stolið frá flutningafyrirtæki í borginni. Framkvæmdastjóri segist telja höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum, fjölmörg önnur fyrirtæki hafi lent í viðlíka þjófnaði. Lögregla náði þjófi í slíkum erindagjörðum glóðvolgum í Bústaðahverfi í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Tekjur jukust um helming milli ára

Tekjur Arctic Truck International námu 1,47 milljarði króna árið 2024 og jukust um 46 prósent frá fyrra ári. Hagnaður ársins nam 105,7 milljónum króna, samanborið við 82,9 milljónir árið áður. Eigið fé samstæðunnar í árslok var 444,6 milljónir króna, þar af 89,3 milljónir í hlutafé.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað?

Teslu-eigandi hefur ítrekað lent í því að Teslan hans blakar öðrum hliðarspeglinum á nákvæmlega sama staðnum á Austurveginum á Selfossi. Aðrir Telsu-eigendur hafa lent í svipuðu á hinum ýmsu stöðum. En er þetta hönnunargalli, bilun eða stillingaratriði?

Lífið
Fréttamynd

„Ég var örugg­lega getinn í Land Rover“

27 ára stálsmiður á Akureyri hefur ekki tölu á því hvað hann á marga Land Rover bíla en hann hefur gert þá flesta upp. Hann eignaðist sinn fyrsta Land Rover aðeins 13 ára gamall, sem hann fékk í fermingargjöf og gerði hann strax allan upp.

Innlent
Fréttamynd

Gamli er (ekki) al­veg með'etta

Þegar best lætur líður manni eins og maður þeysist eftir brautinni á formúlubíl með öllum þeim hraða, hávæða og spennu sem því fylgir. Þegar farið er af brautinni líður manni eins maður sé að horfa á illa leikna auglýsingu með ómerkilegum persónum og klisjukenndu handriti.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Á­vísun á ánægju­leg við­skipti“

Sigurður Ragnar Guðlaugsson er sölustjóri notaðra bíla hjá Toyota Kauptúni. Sigurður, eða Siggi eins hann er kallaður, er búinn að vinna lengi hjá Toyota og nánast eingöngu í kringum notaða bíla. Má því segja að hann hafi lifað og hrærst í kringum bíla frá unglingsárum.

Samstarf