Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Jónas Már til Réttar

Lögmannsstofan Réttur hefur ráðið Jónas Má Torfason sem sérhæfðan ráðgjafa með áherslu á ráðgjöf á sviði banka-, fjármála- og fyrirtækjaréttar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ekki bara smá eyða, þetta er risa­stórt gat“

Það er ekki raunhæft að lífeyrissjóðirnir fylli einir í það stóra gat sem myndast á fasteignalánamarkaði í kjölfar viðbragða bankanna við vaxtamálinu svokallaða. Þetta segir dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Formaður Neytendasamtakanna bendir á að margir lífeyrissjóðir séu enn að veita verðtryggð lán og það kæmi honum mjög á óvart ef sjóðirnir skorist undan því að veita félagsmönnum sínum hagstæð lán.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætt við að vextir hækki

Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríksins telur hættu á að vextir fasteignalána muni hækka eftir niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða. Mikil óvissa ríki nú sem sé slæm fyrir neytendur og fjármálafyrirtæki. Hæstiréttur þurfi að setja næstu vaxtamálin í flýtimeðferð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Niður­staða í máli Arion banka um miðjan desem­ber

Búast má við því að Hæstiréttur kveði upp dóm í máli tveggja lántaka á hendur Arion banka, vegna skilmála í samningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, í desember. Bankinn hefur sett veitingu verðtryggðra lána á ís en boðar frekari viðbrögð við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða, áður en dómur gengur í desember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það verða fjölda­gjald­þrot“

Útlitið er dökkt á húsnæðismarkaði eftir vaxtadóminn svokallaða. Það segja þeir Páll Pálsson, fasteignasali, og Már Wolfgang Mixa, dósent við Háskóla Íslands, sem voru í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir vaxtadóminn og áhrif hans á fasteignamarkaðinn, húsnæðisverð og lánskjör almennings.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meiri­hluti vill af­nema áminningarskyldu

Um 48 prósent opinberra starfsmanna eru hlynnt afnámi áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins um 32 prósent eru andvígir afnámi hennar, samkvæmt nýrri könnun. Á sama tíma eru um 54 prósent landsmanna hlynnt því að áminningarskyldan sé afnumin en aðeins 23 prósent andvíg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Fer út í daginn upp­full af hundaknúsi“

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Gæludýr.is, home&you og formaður FKA, gefur sjálfum sér 2 í einkunn fyrir að vera handlaginn á heimilinu. Þar geti hún reyndar afkastað miklu en verulega geti vantað upp á vandvirknina.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára

Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á fyrri helmingi ársins 2025 var jákvæð um 4.245 milljónir króna samanborið við 3.213 milljónir króna fyrir sama tímabil á síðasta ári. Það er betri niðurstaða en upphaflegar áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og nemur aukningin um 1.032 milljónum króna.

Viðskipti innlent