Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Forstjóri Brimborgar segir landsmenn í ákveðnu limbói vegna boðaðra breytinga á vörugjöldum bíla þar sem engin formleg niðurstaða liggi fyrir. Gríðarleg aukning var í nýskráðum bílum í nóvember og nýskráning rafbíla fjórfaldaðist. Hann telur að á næsta ári verði áttatíu prósent nýskráðra bíla rafbílar. Viðskipti innlent 1.12.2025 20:17
Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Tvísýnt er um hvort framboð á raforku mæti eftirspurn á þessum áratug ef ný orkuspá stjórnvalda gengur eftir. Orkuskipti ganga hægar en áður var gert ráð fyrir, mikil óvissa er um notkun stórnotenda og verulegri aukningu er spáð í notkun jarðvarma. Viðskipti 1.12.2025 11:20
Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. Neytendur 1.12.2025 09:15
Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent 30.11.2025 13:04
„Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Fjármálaráðherra segir gleðitíðindi að verðbólga sé komin niður fyrir fjögur prósent og hafi ekki verið minni í fimm ár. Væntingar um hraðari lækkun stýrivaxta hafi aukist hjá honum eins og mörgum öðrum. Viðskipti innlent 29.11.2025 12:01
„Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist á þeim stað í lífinu að þegar klukkan er rétt sjö um kvöldmat, heldur hún að það sé komin háttatími. Færslurnar hennar fyrir skipulagið geta verið ótrúlega dularfullar á stundum. Atvinnulíf 29.11.2025 10:01
Högnuðust um rúma tvo milljarða Rekstrartekjur Ísfélagsins á þriðja ársfjórðungi námu 74,7 milljónum dollara og rekstrarhagnaður á sama tímabili nam 17,9 milljónum dollara, sem gera um 2,3 milljarða íslnskra króna á gengi dagsins. Í tilkynningu segir að afkoma félagsins á tímabilinu hafi verið ágæt og skýrist einkum af því að annars vegar hafi veiðar og vinnsla á makríl gengið vel og hins vegar hafi Sólberg ÓF 1, frystitogari félagsins, aflað vel á tímabilinu. Viðskipti innlent 28.11.2025 18:59
Örgleði (ekki öl-gleði) Hafi einhver smellt á fyrirsögnina haldandi að þessi grein snúist um ölgleði, er það misskilningur. Því hér er verið að tala um örgleði. Á ensku: micro-joy. Atvinnulíf 28.11.2025 07:02
Telja vegið að eignarrétti Sýnar Forsvarsmenn Sýnar hf. telja ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda félagið að veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni, þar með talið Enska boltanum, án þess að greiðsla komi fyrir, andstæða eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og meginreglum samkeppnisréttar. Viðskipti innlent 27.11.2025 23:44
Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Á annan tug starfsmanna Vélfags á Akureyri sem eftir voru var sagt upp störfum í morgun. Stjórnarformaður þess segir félagið ekki gjaldþrota en það sé óstarfhæft vegna þess að reikningar þess séu frystir í þvingunaraðgerðum sem beinast að Rússum. Viðskipti innlent 27.11.2025 13:41
Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Skattheimta í formi gatnagerðargjalda átta stærstu sveitarfélaganna hefur hækkað hressilega undanfarin ár og í sumum þeirra langt umfram hækkun almenns verðlags. Þegar litið er á þróun gatnagerðargjalda fyrir 100 fermetra íbúð í fjölbýli með stæði í bílakjallara má sjá að hún hefur í þessum sveitarfélögum að jafnaði hækkað um 67 prósent eða 1,8 milljónir króna á íbúð á tímabilinu frá 2020 til 2025. Á sama tíma hækkaði byggingarvísitalan um 37 prósent og hækkun gatnagerðagjalda er því talsvert umfram þá hækkun. Gatnagerðargjöld voru að jafnaði 2,7 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð árið 2020 en voru komin í 4,5 milljónir króna árið 2025. Viðskipti innlent 27.11.2025 13:04
Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Verðbólga hjaðnar hressilega milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka segir mælinguna koma á óvart og haldi þróunin áfram líti allt út fyrir að stýrivextir haldi áfram að lækka. Viðskipti innlent 27.11.2025 13:03
Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Formaður Starfsgreinasambandsins segir óvænta hjöðnun verðbólgu um 0,6 prósentustig milli mánaða frábær tíðindi, þrátt fyrir að hún sé til marks um það hversu mikið er að hægjast á íslensku efnahagslífi. Hann kallar skýlaust eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. Viðskipti innlent 27.11.2025 10:39
Verðbólga hjaðnar hressilega Verðbólga mælist nú 3,7 prósent eftir að hafa mælst 4,3 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga hefur ekki verið minni síðan í desember árið 2020. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2025, er 658,2 stig og lækkar um 0,48 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 523,4 stig og lækkar um 0,81 prósent frá október 2025. Viðskipti innlent 27.11.2025 09:03
Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Starfsmenn Vélfags á Akureyri hafa verið boðaðir til starfsmannafundar klukkan tíu. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að þar verði farið yfir framhaldið. Starfsemi Vélfags hefur legið niðri vegna þvingunaraðgerða sem það sætir vegna tengsla við rússneskt fyrirtæki. Viðskipti innlent 27.11.2025 09:02
Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Ingibjörg Magnúsdóttir, mannfræðingur og viðskiptastjóri hjá Lotu verkfræðistofu, segir lélega innivist geta haft bein áhrif á afköst og líðan starfsfólks auk þess að geta aukið líkur á veikindum og þannig fjölgað fjarvistum. Viðskipti innlent 27.11.2025 06:45
Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Pétur Freyr Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna ehf. Viðskipti innlent 26.11.2025 14:46
Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Kúabændur segja nýtt frumvarp um breytingar á búvörulögum ráðast gegn starfsumhverfi sem þeir hafi starfað eftir í tvo áratugi og byggt skipulag og fjárfestingar sínar á. Tæplega fimm hundruð kúabændur skora á ráðherra að falla frá frumvarpinu. Viðskipti innlent 26.11.2025 13:59
Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Riian Dreyer, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og gagna hjá Íslandsbanka, hefur sagt upp störfum hjá bankanum. Viðskipti innlent 26.11.2025 11:57
Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Nýsköpunarfyrirtæki með stór áform um magnesíumvinnslu úr sjó stefnir að því að prófa framleiðsluna í fyrsta skipti hér á landi á næsta ári. Hvarfatankur sem íslenskur verkfræðingur hefur þróað á að vera lykilinn að því að vinna málminn með mun umhverfisvænni og skilvirkari hætti en tíðkast hefur til þessa. Viðskipti innlent 26.11.2025 10:33
Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Harpa Björg Guðfinnsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri þróunar þekkingar hjá Iðunni fræðslusetri og þá hefur Sólveig Kolbrún Pálsdóttir verið ráðin deildarstjóri markaðs- og sölumála. Viðskipti innlent 26.11.2025 10:06
Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Þú ert nú varla maður með mönnum lengur ef þú notar ekki gervigreindina daglega. Með fullt af „fulltrúum“ til að vinna fyrir þig. Eða ræða þín persónulegu mál. Eða hvað? Atvinnulíf 26.11.2025 07:02
Vélfag áfrýjar dómnum Vélfag ehf. mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í morgun þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfum félagsins. Félagið hefur sætt þvingunaraðgerðum vegna tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem talið er hluti af skuggaflota Rússa frá því í sumar. Viðskipti innlent 25.11.2025 19:03
Vill láta hart mæta hörðu Formaður Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum flokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um endurskoðun tollameðferðar á matvælum, beitingu öryggisákvæðis EES og tímabundna lækkun virðisaukaskatts af matvælum. Viðskipti innlent 25.11.2025 14:41
Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Veipveldið Póló hefur opnað verslun í verslunarkjarna við Hagamel í Vesturbænum í Reykjavík sem löngum var kallaður Úlfarsfell eftir samnefndri bókabúð. Taílenskur veitingastaður hefur verið í húsinu um árabil. Viðskipti innlent 25.11.2025 13:17