Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Erlendur karlmaður með engin tengsl við landið hefur verið dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn tæplega 1,9 kíló af kókaíni í september síðastliðnum. Talið var ljóst að maðurinn væri ekki skipuleggjandi innflutningsins. Innlent 2.12.2025 15:43
Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega. Innlent 1.12.2025 22:03
Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld. Innlent 1.12.2025 21:00
Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent 1.12.2025 06:31
Hagkerfið vex undir getu og tapaðar útflutningstekjur gætu verið 200 milljarðar Innherji 30.11.2025 13:00
Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Maður sem var að leita sér að flugmiða frá Keflavík til Prag í febrúar sá að mikill verðmunur var á verði flugferðarinnar, eftir því hvort hún var bókuð á vef Icelandair eða vef SAS. Það er þrátt fyrir að hann hafi skoðað nákvæmlega sömu ferðina, sem farin verður í flugvélum beggja félaga. Innlent 27. nóvember 2025 15:35
Inga Elín hannar fyrir Saga Class Icelandair kynnti nýverið til leiks sérstakt ferðasett fyrir farþega Saga Class sem unnið er í samstarfi við listakonuna Ingu Elínu. Innblásturinn að hönnun settsins kemur frá íslenskri náttúru, þar sem frjáls form og náttúruleg mótíf ráða för. Lífið 27. nóvember 2025 12:43
Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Nýr vegur var í dag tekinn í notkun við Keflavíkurflugvöll og er þar með hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu. Innlent 27. nóvember 2025 12:14
Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO. Innlent 27. nóvember 2025 11:55
Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Halldór K. Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, undirrituðu viljayfirlýsingu um fyrirhugaða uppbyggingu mannvirkja í Helguvíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun. Innlent 27. nóvember 2025 10:17
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Öflugt millilandaflug til Akureyrar er ekki gæluverkefni heldur drifkraftur sem skapar tækifæri og beinan efnahagslegan, samfélagslegan og umhverfislegan ávinning fyrir landið allt. Skoðun 26. nóvember 2025 16:02
Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum vísaði þremur einstaklingum úr landi í gær. Innlent 26. nóvember 2025 15:38
Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint því til starfsmanna á Akureyrarflugvelli að yfirfara verklag við undirbúning afísingar flugvéla eftir að mælar sjúkraflugvélar Norlandair urðu óáreiðanlegir í flugi vegna frosins vökva á skynjurum. Innlent 26. nóvember 2025 13:34
Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Aldrei hefur verið lagt hald á eins mikið magn örvandi fíkniefna á Keflavíkurflugvelli og í ár. Þá hafa stórfelld eiturlyfjamál á flugvellinum aldrei verið fleiri. Neysla á nýju afar hættulegu efni virðist vera að færast í aukanna. Yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir þetta benda til gríðarlegs framboðs og eftirspurnar. Innlent 24. nóvember 2025 19:06
Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í 21 mánaðar fangelsi fyrir smygl á tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Konan hafði samþykkt að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Innlent 21. nóvember 2025 14:12
Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Gunnar Kristinn Sigurðsson hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco. Viðskipti innlent 21. nóvember 2025 10:23
Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Flugumferðarstjórar og Isavia hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að vísa kjaradeilu sinni í gerðardóm. Er það gert í ljósi þess að lítið hefur þokast áfram í kjaraviðræðum og sjónarmið Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ítrekað verið hundsuð, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirvinnubanni sem boðað hafði verið frá og með 25. nóvember hefur verið aflýst. Innlent 20. nóvember 2025 16:38
Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun. Innlent 20. nóvember 2025 08:02
Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Hollywood-leikkonan Leslie Bibb mun leika aðalhlutverkið í glæpaþáttunum Top of the Rock sem gerast á hápunkti Kalda stríðsins og fjalla um dularfullt morð á bandarískum hermanni. Truenorth framleiðir þættina, Davíð Óskar Ólafsson leikstýrir og Jón Atli Jónasson og Óttar M. Norðfjörð skrifa handritið. Bíó og sjónvarp 19. nóvember 2025 13:53
Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir ferðatöskur skildar eftir á áfangastað ef vélin er orðin of þung og það sé spá um mikinn og kröftugan mótvind. Það gerist ekki oft en líklegra sé að það gerist ef flugin eru löng. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 23:15
WestJet flýgur líka til Winnipeg og Edmonton Kanadíska flugfélagið WestJet hefur bætt við tveimur nýjum kanadískum áfangastöðum við áætlun sína til Keflavíkurflugvallar sumarið 2026. Flogið verður einu sinni í viku frá Edmonton og Winnipeg frá 28. júní. Viðskipti 18. nóvember 2025 18:46
Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað yfirvinnubann sem hefst á miðnætti þann 25. nóvember næstkomandi. Enn hefur ekki náðst samkomulag í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia. Félagið segir að ef ekki fæst fólk til að vinna yfirvinnu þurfi að skerða þjónustu og beina fleiri flugvélum fram hjá íslensku flugstjórnarsvæði. Innlent 18. nóvember 2025 07:49
Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við. Félagið segir málið til skoðunar. Innlent 17. nóvember 2025 15:13
Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Flugvél á vegum finnska flugfélagsins Finnair sem var á leið frá Helsinki til New York lenti á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í búnaði. Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð, en þegar vélin hafði lent án vandræða var allt viðbragð afturkallað. Innlent 15. nóvember 2025 22:03
Lækka verðmatið á Icelandair og spá þungri samkeppnisstöðu vegna sterkrar krónu Verðmat á Icelandair er lækkað lítillega eftir uppgjör síðasta fjórðungs, einkum vegna lakari samkeppnishæfni samhliða mikill gengishækkun krónunnar, en virði félagsins er samt talið umtalsvert hærra miðað við núverandi markaðsgengi. Innherjamolar 14. nóvember 2025 14:36
Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Kanadíska flugfélagið Air Transat hefur ákveðið að hefja flug til Íslands. Viðskipti innlent 14. nóvember 2025 10:47