Seðlabankinn

Fréttamynd

Grein­endur vænta þess að verð­bólgan haldist yfir fjögur pró­sent næstu mánuði

Útlit er fyrir að tólf mánaða verðbólgan verði óbreytt þegar mælingin fyrir október birtist í vikunni, sú síðasta sem peningastefnunefnd Seðlabankans fær í hendurnar fyrir næsta vaxtaákvörðunarfund, og að hún muni haldast yfir fjögur prósent næstu mánuði, samkvæmt meðalspá sex greinenda. Vaxandi líkur eru samt á því að nefndin kunni að víkja frá fyrri leiðsögn sinni og horfa meira til áhrifa Vaxtamálsins á fasteignalánamarkað og þrenginga hjá stórum útflutningsfyrirtækjum sem kann að setja vaxtalækkun á dagskrá strax á fundi.

Innherji
Fréttamynd

Bein út­sending: Ás­geir situr fyrir svörum í þinginu

Peningastefnunefnd Seðlabanka hefur skilað efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skýrslu sinni vegna fyrri hluta ársins. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri situr fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar ásamt Þórarni G. Péturssyni, varaseðlabankastjóra peningastefnu.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn á að vera fram­sýnn og láta aðra sjá um „endur­vinnsluna“

Peningastefnunefnd Seðlabankans opnaði fyrir það í vikunni að vextir gætu verið lækkaðir í nóvember, að mati hagfræðings, sem brýnir bankann að vera meira framsýnn og láta „aðra sjá um endurvinnsluna.“ Gangi spár eftir verður október þriðji mánuðurinn í röð þar sem hækkun vísitölu neysluverðs er hverfandi og undirstrikar að árstakturinn er „fortíðarverðbólga.“

Innherji
Fréttamynd

Segir lægri á­lagningu á hús­næði en í öðrum greinum

Samtök iðnaðarins telja ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum muni reynast dýrkeypt. Framkvæmdastjórinn segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin skerist í leikinn og bjóði upp á hraðar lausnir í húsnæðismálum þjóðarinnar. Hann segir álagningu á húsnæði lægri en í öðrum greinum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af unga fólkinu

Þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna hefur Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum annað skiptið í röð. Seðlabankastjóri segir að fall Play hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðunina. Það þurfi að ná verðbólguvæntingum niður og fyrr verði ekki hægt að lækka vextina. Hann hefur áhyggjur af unga fólkinu sem er að reyna að komast inn á fasteignamarkaðinn. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki „stórar á­hyggjur“ af verð­bólgunni þótt krónan kunni að gefa að­eins eftir

Þróunin í raunhagkerfinu er núna öll á þann veg að segjast nánast sömu sögu, hvort sem litið er til vinnu- eða húsnæðismarkaðar, um að hagkerfið sé kólna hraðar en áður, að sögn stjórnenda Seðlabankans, sem segja „planið vera að virka“ þótt það sé taka lengri tíma að ná niður verðbólgunni. Ekki er ástæða til að hafa „stórar áhyggjur“ af því fyrir verðbólguna þótt krónan kunni að gefa eftir á meðan það er slaki í hagkerfinu.

Innherjamolar
Fréttamynd

Bein út­sending: Rök­styðja vaxtaákvörðunina

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri og staðgengill formanns peningastefnunefndar, kynna yfirlýsingu nefndarinnar klukkan 09:30. Beina útsendingu af kynningunni má sjá hér að neðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill laga „hring­ekju verð­tryggingar og hárra vaxta“

Bankastjóri Arion banka segir verðtryggingu hafa mikil áhrif á vaxtastigið hér á landi. Tímabært sé að ræða með opnum hug hvort rétt sé að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi og laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ sem farið hafi af stað árið 1979. Það myndi kalla á breytingar á uppbyggingu réttindakerfis lífeyrissjóðanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eftir­lits­stofnanir vara við sýndareignum

Þrjár evrópskar stofnanir sem hafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum hafa gefið út viðvörun til neytenda um að sýndareignir geti verið áhættusamar og að vernd, ef einhver er, geti verið takmörkuð eftir því í hvaða sýndareignum þeir fjárfesta.

Neytendur
Fréttamynd

Margt gæti rétt­lætt vaxtalækkun ef ekki væri fyrir Ódys­seifska leið­sögn bankans

Hagtölur að undanförnu hafa sýnt veikan hagvöxt, minni verðbólgu en búist var við og raunverðslækkun fasteignaverðs og ef ekki væri fyrir Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans þá hefði sú þróun „hæglega“ getað réttlætt 25 punkta vaxtalækkun í næstu viku, að mati aðalhagfræðings Kviku. Ekki er útilokað að nefndarmenn í peningastefnunefnd muni nýta færið á komandi fundi til að opna á vaxtalækkanir við fyrsta tækifæri.

Innherji
Fréttamynd

Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi

Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi.

Viðskipti innlent