„Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR í Bestu deild karla í fótbolta, talaði ekki undir rós eftir tap sinna manna í Vestmannaeyjum. Sigurmark ÍBV kom í blálokin en það hafði legið lengi í loftinu. Íslenski boltinn 2.8.2025 17:32
„Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Halldór Snær Georgsson, markvörður KR-inga var öflugur á milli stanganna þegar KR mátti þola enn eitt tapið í Bestu deild karla í fótbolta. Nú gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Átti Halldór Snær nokkrar afbragðs vörslur sem dugðu þó ekki til í dag þar sem Eyjamenn skoruðu í blálokin. Íslenski boltinn 2.8.2025 16:49
„Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ „Vá, þessi dagur hefur allt“ sagði fyrirliði og hetja ÍBV með hásri röddu. Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn KR í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. Íslenski boltinn 2.8.2025 16:13
Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Íslenski boltinn 1.8.2025 15:01
Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Blikinn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var á skotskónum í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í gær. Það er ef þú skoðar leikskýrsluna. Ef þú horfðir á leikinn þá passar það ekki alveg enda hún ekki einu sinni inn á vellinum þegar annað markanna var skorað. Íslenski boltinn 1. ágúst 2025 09:02
Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Orri Hrafn Kjartansson er genginn í raðir KR frá Val. Hann er kominn með leikheimild og getur því leikið með KR gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á morgun. Íslenski boltinn 1. ágúst 2025 08:55
Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Alfreð Finnbogason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, hefur óvænt fengið félagaskipti yfir í Augnablik sem trónir á toppi 3. deildar um þessar mundir. Íslenski boltinn 31. júlí 2025 23:32
Selvén aftur í Vestra Vestri heldur áfram að styrkja sig fyrir lokasprettinn í Bestu deild karla í fótbolta. Jóhannes Selvén er genginn til liðs við félagið á nýjan leik og skrifar undir þriggja ára samning. Íslenski boltinn 31. júlí 2025 23:00
„Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ „Frábær. Ótrúlega ánægð að við séum að fara á Laugardalsvöll,“ sagði einn markaskorara Breiðabliks, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, eftir dramatískan sigur liðsins á ÍBV í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Íslenski boltinn 31. júlí 2025 20:15
Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Víkingur frá Reykjavík eru komnir áfram í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu eftir 4-2 sigur á albanska liðinu Vllazia á Víkingsvelli í kvöld í framlengdum leik. Víkingsliðið tapaði fyrri leik liðanna í Shkoder í Albaníu fyrir viku síðan með tveimur mörkum gegn einu. Þeir unnu því einvígið samanlagt 5-4 og mæta Bröndby frá Danmörku í næstu umferð keppninnar en fyrri leikur liðanna fer fram á Víkingsvelli eftir slétta viku, fimmtudaginn 7. ágúst. Fótbolti 31. júlí 2025 18:02
Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Valsmenn eru úr leik í Evrópu eftir 1-2 tap gegn Kauno Zalgiris frá Litáen í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Zalgiris vinnur einvígið því 3-2 og er komið áfram í næstu umferð. Fótbolti 31. júlí 2025 17:46
KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson er á leið til KR í Bestu deild karla í fótbolta. Þar með hafa KR-ingar leyst markmannsvandræði sín en Sigurpáll Sören Ingólfsson, varamarkvörður liðsins, ökklabrotnaði á dögunum. Íslenski boltinn 31. júlí 2025 17:32
Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Breiðablik er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins árið 2025 og mun þar mæta FH. Varð það ljóst í kvöld þegar liðið sigraði ÍBV, 3-2. Sigur heimakvenna í Breiðablik var langt frá því að vera öruggur, en Blikakonur þó komnar í úrslitaleikinn fimmta árið í röð. Íslenski boltinn 31. júlí 2025 17:15
Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik KA er dottið úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 3-2 tap gegn Silkeborg frá Danmörku í framlengdum leik á Greifavellinum á Akureyri í fjörugum leik. Fótbolti 31. júlí 2025 17:02
„Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Kvennalið FH er á leið í bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í sögu félagsins. Árangurinn kemur fyrirliðanum Örnu Eiríksdóttir ekki á óvart, hún segir mikla vinnu liggja þar að baki og sér ekki eftir því að hafa sagt skilið við systur sínar í Val. Íslenski boltinn 31. júlí 2025 11:02
KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Á síðasta fundi aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands var ákveðið að sekta 3. deildarliðið Árbæ um 250 þúsund krónur. Ástæðan er framkvæmd leiks félagsins gegn Kormáki/Hvöt í Fótbolti.net bikarnum þann 16. júlí síðastliðinn sem og framkoma áhorfenda á leiknum. Íslenski boltinn 30. júlí 2025 23:15
ÍR aftur á toppinn ÍR er komið á topp Lengjudeildar karla í fótbolta á nýjan leik eftir útisigur á Selfossi. Íslenski boltinn 30. júlí 2025 21:15
Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Rebekka Sif Brynjarsdóttir hefur samið við FC Nordsjælland í Danmörku. Þessi 16 ára gamli leikmaður kemur til danska stórliðsins frá uppeldisfélagi sínu Gróttu. Íslenski boltinn 30. júlí 2025 18:32
Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sunna Rún Sigurðardóttir hefur samið við Íslandsmeistara Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hún kemur frá uppeldisfélagi sínu ÍA. Íslenski boltinn 30. júlí 2025 17:17
Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Gísli Gottskálk Þórðarson kom hingað til lands ásamt félögum hans í liði Lech Poznan í dag. Hann segir sérstaka tilfinningu að mæta íslensku liði í Evrópukeppni. Fótbolti 30. júlí 2025 11:00
Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Stjarnan er held ég svolítið að leita að sínum einkennum,“ segir Ólafur Kristjánsson um lið Stjörnunnar í síðasta þætti Stúkunnar aðspurður fyrir hvað liðið stæði. Íslenski boltinn 29. júlí 2025 23:01
„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ FH komst í kvöld í bikarúrslit kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 2-3 dramatískan sigur á Valskonum á Hlíðarenda, þar sem sigurmarkið kom ekki fyrr enn á lokamínútu framlengingar þegar varamaðurinn Margrét Brynja Kristjánsdóttir skoraði laglegt mark. Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH liðsins var stórkostleg í kvöld og stýrði vörn sinna kvenna með stakri prýði. Íslenski boltinn 29. júlí 2025 22:49
Njarðvík á toppinn Njarðvík er komið í toppsæti Lengjudeildar karla í knattspyrnu eftir öflugan 3-0 sigur á HK sem er í 3. sæti. ÍR getur náð toppsætinu á nýjan leik annað kvöld. Íslenski boltinn 29. júlí 2025 21:09
Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH eru komið í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögu sinni eftir hádramatískan 3-2 sigur á Valskonum á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 29. júlí 2025 18:45
FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld FH-ingar geta í kvöld eignast lið í bikarúrslitaleik kvenna í fyrsta sinn í sögunni þegar FH liðið heimsækir bikarmeistara Vals á Hlíðarenda í undanúrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. Íslenski boltinn 29. júlí 2025 16:01