

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.
Þróttarar eru í toppbaráttu Bestu deildar kvenna í fótbolta en FHL er enn að leita að sínu fyrsta stigi.
Heimasigrar unnust í öllum fjórum leikjum gærdagsins í Bestu deild karla. Vestri, Víkingur, Valur og KA unnu öll sína leiki.
„Sætt að skora fyrsta markið, sjötti leikurinn og maður er búinn að bíða eftir þessu. Búinn að vera nálægt þessu en það er svo gott að skora og geggjað að fá sigurinn“ sagði Stígur Diljan Þórðarson eftir að hafa skorað sitt fyrsta, löglega, mark á ferlinum, í 2-1 sigri Víkings gegn ÍA.
Jakob Byström átti drauma frumraun í Bestu deildinni í kvöld. Skoraði hann tvö mörk fyrir Fram í 2-3 sigri á KR í 8. umferð deildarinnar.
FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart.
Valur og Víkingur skildu jöfn í dag 1-1 í 7. umferð Bestu deild kvenna. John Andrews þjálfari Víkinga var ánægður með hvernig liðið hans spilaði í dag.
Omar Sowe, framherji ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu, er með slitið krossband og verður ekki meira með nýliðunum á leiktíðinni. Þá er Oliver Heiðarsson meiddur og verður frá næstu vikurnar.
KR tapaði í kvöld sínum þriðja leik í röð þegar þeir fengu Fram í heimsókn í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Framarar skoruðu öll sín mörk á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik. Lokatölur 2-3. Með sigrinum fer Fram upp fyrir KR í töflunni, alla leið upp í fjórða sætið.
FH tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 7.umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var spennandi og jafn en að lokum höfðu heimakonur sigur 2-1. Var þetta fyrsta tap meistaranna á leiktíðinni.
Valur fékk Víking í heimsókn, í 7. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli sem er lítil hjálp fyrir bæði lið sem hafa byrjað tímabilið afskaplega illa.
Markadrottningin Murielle Tiernan tryggði nýliðum Fram 1-0 sigur á Tindastól, sínu gamla félagi, þegar liðin mættust í 7. umferð Bestu deild kvenna í knattspyrnu.
Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992.
Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður til margra ára, hefur tekið hanskana af hillunni til hjálpar FH og mun spila með liðinu í leiknum gegn Breiðablik á morgun. Sandra leysir af aðalmarkvörðinn Aldísi Guðlaugsdóttur, sem sleit krossband um síðustu helgi.
Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992.
Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992.
Stóru orðin voru ekki spöruð þegar lið Þróttar í Bestu deild kvenna var rætt í Bestu mörkunum eftir öruggan 4-1 sigur liðsins á FH á dögunum. Liðið er í 2. sæti með 16 stig líkt og topplið Breiðabliks sem er þó með betri markatölu.
Sigurður Breki Kárason, leikmaður KR í Bestu deild karla, viðbeinsbrotnaði eftir samstuð við Þórð Gunnar Hafþórsson, leikmann Aftureldingar, í leik liðanna á sunnudag. Sigurður verður frá í fjórar vikur vegna meiðslanna.
Nýliðar FHL í Bestu deild kvenna í fótbolta hafa misst út einn af lykilmönnum sínum sem spilar ekki meira fyrir liðið á þessari leiktíð.
Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992.
Það voru skoruð falleg mörk en líka gerð slæm mistök í stórleikjum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Mörkin má nú sjá öll á Vísi.
Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er meðvitaður um varnarvandræði liðsins í hornspyrnum en er að vinna í vandamálinu. Hann var ánægður með karakter sinna manna, sem stigu upp í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 2-2 jafntefli varð lokaniðurstaðan þegar Víkingar komu í heimsókn.
Stjarnan og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli sín á milli á Samsung vellinum í sjöundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað meira en eitt mark þar. Stjarnan mætti mun betur búin inn í seinni hálfleikinn og skoraði tvö mark, en skortir kunnáttu til að verjast hornspyrnum og þurfti að sætta sig við stig.
FH kom sér upp úr botnsæti Bestu-deildar karla í fótbolta með 3-1 sigri sínum gegn ÍA í sjöundu umferð deildarinnar á Elkem-vellinum á Akranesi í kvöld. Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvö marka FH í leiknum en þetta voru fyrstu mörk hans í deildinni í sumar.
Eftir að lenda undir snemma leiks komu Íslandsmeistararnir til baka og unnu dramatískan 2-1 sigur sem lyftir þeim á topp Bestu deildar karla í knattspyrnu. Valsmenn allt annað en sáttir þar sem mark var dæmt af þeim undir lok leiks. Uppgjörið og viðtöl væntanleg.