Veður

Veður


Fréttamynd

Djúp lægð nálgast landið úr suðri

Dálítill éljagangur verður á norðurhluta landsins fram undir hádegi í dag og samhliða því má búast má við lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum, á Norðausturlandi.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara

Margir á suðvesturhorninu nýttu sér blíðskaparveður dagsins til útivistar, þó sumir af illri nauðsyn enda hafa margir þurft að skafa af bílnum eða moka snjó eftir fannfergi þriðjudagsins. Hress hópur ungra drengja ærslaðist í Laugardal, þar sem þeir höfðu útbúið sleðabraut.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt snjódýptarmet í Reykja­vík í októ­ber

Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, mældi nýtt met í snjódýpt í mælareit Veðurstofunnar á Bústaðavegi klukkan níu í morgun. Nýtt met fyrir snjódýpt í Reykjavík í október er nú 40 sentímetrar og bættust þannig þrettán sentímetrar við það met sem slegið var í gær þegar snjódýptin var mæld 27 sentímetrar.

Veður
Fréttamynd

Hálka á höfuð­borgar­svæðinu og Hellis­heiði

Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Innlent
Fréttamynd

Hlýni á föstu­dag og snjórinn geti horfið í næstu viku

Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis.

Veður
Fréttamynd

Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin

Kona sem var á meðal á annað þúsund farþega sem biðu í nokkrar klukkustundir í flugvél á Keflavíkurflugvelli í morgun áður en fluginu var aflýst er ósátt við upplýsingagjöf Icelandair. Fjögurra tíma bið við farangursbeltin áður en tilkynnt var um þrjúleytið að engar töskur bærust hafi verið sérstaklega svekkjandi. Félagið harmar biðina.

Innlent
Fréttamynd

Landsliðskonur að­stoðuðu öku­menn í vanda

Landsliðskonur í fótbolta létu frestun fyrirhugaðs leiks við Norður-Írland í dag ekki á sig fá. Óljóst er hvenær leikurinn getur farið fram en þær aðstoðuðu þess í stað fólk í vanda á bílastæðum landsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir

Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag.

Veður
Fréttamynd

Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“

Niðurstaða stöðufundar fulltrúa UEFA, KSÍ og knattspyrnusambands Norður-Írlands er sú að fyrirhugaður landsleikur Íslands og Norður-Íra geti ekki farið fram á Laugardalsvelli í dag. Fulltrúarnir eru á leið í Kórinn í Kópavogi í skoðunarferð og standa vonir til að leikurinn fari þar fram í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjöl­margir far­þegar fastir í flug­vélum á Kefla­víkur­flug­velli

Mikil röskun hefur orðið á flugferðum frá landinu í morgun vegna snjókomu. Mikill fjöldi farþega er löngu kominn um borð í flugvélina og bíður tímunum saman eftir brottför. Flugrekstrarstjóri segir aðstæður afar krefjandi á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að koma vélum í loftið en öryggi sé númer eitt, tvö og þrjú. Búið er að aflýsa um ellefu flugum Icelandair í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Stöðufundur í Laugar­dal klukkan 10:30

Eftirlitsaðilar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, munu funda klukkan 10:30 með dómurum leiks Íslands og Norður-Írlands, auk forráðamanna knattspyrnusambanda ríkjanna, vegna fyrirhugaðs leiks kvöldsins í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumar­dekkjum

Miklar tafir eru enn á stóru umferðaræðunum til Reykjavíkur vegna umferðaróhappa og ökutækja sem eru á sumardekkjum. Viðbragðsaðilar eru í mikilli hættu þegar þeir eru að reyna að aðstoða ökumenn sem eiga í erfiðleikum vegna þess að ökumenn aka ekki varlega í þessari færð.

Innlent
Fréttamynd

Snjó­koman rétt að byrja

Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur og gular viðvaranir vegna snjókomunnar taka gildi síðar í dag. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að snjóað hafi síðan í gærkvöldi á suðvesturhorninu og nokkurra sentímetra snjólag liggi nú yfir.

Innlent