Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Eig­andi Norður­áls fer í hart við Orku­veituna en segist fá allt tjónið bætt

Eigandi Norðuráls upplýsti bandaríska fjárfesta og markaðsaðila um það fyrr í þessum mánuði að tryggingar félagsins myndu bæta því upp allt tjón vegna bilunar í álveri þessi á Grundatanga, bæði þegar kemur að eignum og neikvæðum áhrifum á reksturinn, en á sama tíma ætlar fyrirtækið ekki að greiða fyrir alla umsamda orku frá Orkuveitunni. Langsamlega stærsti eigandi Century Aluminum seldi nýverið verulegan hluta bréfa sinna í félaginu.

Innherji
Fréttamynd

Hár flutnings­kostnaður raf­orku „mesta ógnin“ við sam­keppnis­hæfni Ís­lands

Sá rammi sem Landsneti er settur samkvæmt lögum er „orðinn skakkur“ með þeim afleiðingum að flutningskostnaður raforku hefur nærri tvöfaldast á fáeinum árum og er núna, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sennilega „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands. Hann kallar eftir breytingum á þeim forsendum sem ákvarða leyfða arðsemi Landsnets og varar við því að óvissa um þróun flutningskostnaðar ásamt spám um áframhaldandi verðhækkanir á komandi árum muni hafa „mjög neikvæð áhrif“ á vilja áhugasamra viðskiptavina að gera raforkusamninga.

Innherji
Fréttamynd

Flutnings­kostnaður raf­orku rokið upp og er marg­falt meiri en í nágranna­löndum

Flutningskostnaður raforku á Íslandi, sem hefur nærri tvöfaldast á fimm árum, er mun meiri en í flestum öðrum nágrannalöndum og vegna fyrirhugaðra framkvæmda Landsnets er útlit er fyrir að hann hækki að óbreyttu enn verulega á næstu árum, samkvæmt greiningu. Mikið eigið fé hefur byggst upp í Landsneti á rúmum áratug, drifið áfram af háum flutningsgjöldum og endurmati rekstrarfjármuna, en frá 2012 hefur árleg meðalávöxtun þess verið um sautján prósent, vel umfram leyfða arðsemi sem er sett af Orkustofnun.

Innherji
Fréttamynd

Aðhalds­stigið „aukist veru­lega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta

Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar.

Innherji
Fréttamynd

Ætti ekki endi­lega að hafa á­hrif á um­sóknir um aðrar hlið­stæður Al­vot­ech

Það þarf ekki endilega að vera að þær athugasemdir sem FDA gerði við umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi muni einnig hafa áhrif á aðrar útistandandi umsóknir félagsins, að sögn framkvæmdastjóra rannsókna-, þróunar og framleiðslu, en það skýrist þegar svarbréf berst frá eftirlitinu á seinni hluta mánaðarins og þá fæst betri mynd af næstu skrefum. Alvotech mun senda inn nýja umsókn á þessum fjórðungi og hefur FDA sex mánuði til að taka afstöðu til hennar, en sá tími inniheldur jafnframt mögulega endurúttekt á framleiðsluaðstöðinni.

Innherji
Fréttamynd

Einar Örn stýrir fram­taks­sjóðum Kviku og lykil­starfs­menn fá hlut í fé­laginu

Kvika eignastýring hefur gengið frá ráðningum á Einari Erni Hannessyni og Jóni Hauki Jónssyni, sem eru eigendur ráðgjafafyrirtækisins Stakks, í teymi framtakssjóðasviðs og mun Einar Örn stýra sviðinu og taka við af Margit Robertet sem hefur leitt það undanfarin ár. Þá stendur til að gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi framtakssjóða Kviku eignastýringar sem verður núna rekið í sérstöku dótturfélagi og lykilstarfsmönnum verður gert kleift að eignast hlut í því.

Innherji
Fréttamynd

Stjórn­endur Símans kunna að renna hýru auga til burðugra fé­laga í upp­lýsingatækni

Nýleg kaup Símans á Greiðslumiðlun Íslands styrkja stöðu þess í fjártækni en samstæðan hefur fjárhagslega burði til að leita hófanna á mörkuðum sem vaxa, að mati hlutabréfagreinanda, sem segist meðal annars sjá fyrir sér að næsta skref verði yfirtaka á öflugu félagi í upplýsingatækni. Fjárfestum er ráðlagt að halda stöðu sinni í félaginu óbreyttri.

Innherjamolar
Fréttamynd

Lækka veru­lega verðmat sitt á Al­vot­ech og búast við töfum á öðrum hlið­stæðum

Ákvörðun FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir hliðstæðu sína við Simponi mun að líkindum einnig valda töfum á að aðrar nýjar væntanlegar líftæknilyfjahliðstæður þess fái samþykki í Bandaríkjunum, að sögn erlendra greinenda, sem hafa sumir hverjir lækkað verðmat sitt á félaginu talsvert. Tafirnar gætu haft nokkur áhrif á tekjuvöxt og framlegð næsta árs og þrengt að samkeppnisstöðu Alvotech ef keppinautar félagsins komast með sínar hliðstæður fyrr á markað.

Innherji
Fréttamynd

Nærri 100 milljarðar þurrkast út vegna ó­vissu um næstu hlið­stæður Al­vot­ech

Sú óvissa sem hefur myndast vegna ákvörðunar FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir líftæknilyfjahliðstæðu sína við Simponi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti en markaðsvirði félagsins féll um nærri þrjátíu prósent í dag og áhrifanna gætti á allan markaðinn. Sumir greinendur telja líklegt að þetta muni seinka innkomu hliðstæðunnar fram til seinni hluta næsta árs en forstjóri Alvotech segist áfram sannfærður um félagið verði fyrst á Bandaríkjamarkað með hliðstæðu við Simponi.

Innherji
Fréttamynd

„Al­menningur hefur verið sveltur þegar kemur að mögu­leikanum á að fjár­festa“

Fyrirtækið Spesía, sem segist ætla að hjálpa Íslendingum að stórauka sparnað í erlendum verðbréfum, lauk nýverið við 400 milljón króna sprotafjármögnun, meðal annars frá stofnanda Kerecis. Forstjóri Spesía fullyrðir að almenningur sé búinn að vera sveltur þegar kemur að möguleikanum á að fjárfesta og segir að félagið muni geta boðið lægri þóknanakostnað en hefur þekkst á markaðinum hingað til.

Innherji