Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ísraels­her stöðvaði aðra skútu með vistum

Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelsþing á­lyktar um inn­limun Vesturbakkans

Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelskur ráð­herra kynnir á­form um þjóðernishreinsun á Gasa

Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Alls 81 barn látist úr hungri

Alls hafa 113 manns látist úr hungri frá upphafi átaka á Gasaströndinni, þar af 81 barn. Fjörutíu manns hafa látist í þessum mánuði en af þeim voru sextán börn. 

Erlent
Fréttamynd

Selenskí dregur í land

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans legði frumvarp fyrir þingið sem gerði embætti sem fást við spillingu í úkraínskum stjórnvöldum óháð framkvæmdarvaldinu á nýjan leik. Hann var sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu eftir að frumvarp var keyrt í gegnum þingið á methraða sem kvað á um að setja spillingarrannsóknarembætti undir ríkissaksóknara, sem forseti skipar.

Erlent
Fréttamynd

Heitir bótum en stendur við lögin um­deildu

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti fundaði með yfirmönnum lögreglu- og spillingarrannsóknarembættum landsins í gær eftir að umdeild lög voru samþykkt á þinginu. Hann segist ekki daufheyrast við mótmælum þjóðarinnar sem óttast um lýðræðið í stríðshrjáðu landinu. Hann heitir úrbótum á næstu tveimur vikum.

Erlent
Fréttamynd

Níu látnir er landamæradeilur blossa upp

Til átaka hefur komið á milli hermanna Tælands og Kambódíu og níu almennir borgarar hið minnsta hafa látið lífið í átökunum. Bardagarnir hófust á svæði sem löndin tvö deila um og saka Tælendingar Kambódíumenn um að hafa skotið eldflaugum á þorp innan landamæra Tælands og á spítala í grenndinni einnig.

Erlent
Fréttamynd

Hvalavinurinn ekki lengur eftir­lýstur

Alþjóðalögreglan Interpol hefur fjarlægt aðgerðarsinnann og hvalavininn Paul Watson af lista sínum yfir eftirlýsta glæpamenn. Hann var handtekinn á síðasta ári á Grænlandi en er einnig alræmdur innan hvalveiðiiðnaðarins á Íslandi.

Erlent