Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans John Prevost býst við góðum hlutum af bróður sínum, Robert Francis Provost, eða Leó fjórtánda, sem kjörinn var páfi í gær. John segir valið hafa komið sér og fjölskyldu sinni gífurlega á óvart. Erlent 9.5.2025 07:40
Stigmögnunin heldur áfram Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt. Erlent 9.5.2025 06:34
Hvað vitum við um Leó páfa? Kardínálar kaþólsku kirkjunnar kusu sér í dag nýjan páfa, þann 267. í röðinni, á öðrum degi páfakjörs. Bandaríkjamaðurinn Robert Francis Prevost varð fyrir valinu og valdi sér páfanafnið Leó. Hann er fjórtándi páfinn til að kjósa sér það nafn, og mun því ganga undir nafninu Leó fjórtándi. Erlent 8.5.2025 19:39
Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Yfirvöld í bæði Indlandi og Pakistan segjast hafa skotið niður dróna og jafnvel eldflaugar frá hinum aðilanum í gærkvöldi og í nótt. Indverjar segjast hafa gert árásir á loftvarnarkerfi í Pakistan eftir að drónar og eldflaugar, sem beint hafi verið að hernaðarskotmörkum í Indlandi hafi verið skotnir niður yfir Indlandi. Erlent 8.5.2025 11:00
Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Nánast fram á sitt síðasta reyndi Frans páfi að koma skikki á fjármál hins vellauðuga smáríkis, Vatíkansins. Þrátt fyrir miklar tilraunir í rúman áratug átti páfinn ekki erindi sem erfiði. Rekstrarhalli Páfagarðs þrefaldaðist í valdatíð Frans og stendur eftirlaunasjóður smáríkisins frammi fyrir allt að tveggja milljarða evra skuldbindingum sem óvíst er hvort hægt sé að greiða. Erlent 8.5.2025 06:02
Einhliða vopnahlé Rússa hafið Þriggja sólarhringa vopnahlé sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti boðaði í Úkraínu hefur tekið gildi. Tilefni vopnahlésins er að áttatíu ár eru liðin frá lokum seinni hemisstyrjaldar. Erlent 7.5.2025 23:40
Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Líklegast er talið að vestræn ríki þurfi að bera milljarða króna kostnaðinn vegna skemmda sem urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu við drónaárás Rússa í vetur. Erlent 7.5.2025 15:59
Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. Erlent 7.5.2025 10:46
Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. Erlent 7.5.2025 08:53
Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Finnsk herþota hrapaði til jarðar nærri flugvellinum í Rovaniemi í morgun. Flugmaður þotunnar náði að bjarga sjálfum sér með því að skjóta sér úr vélinni. Erlent 7.5.2025 08:43
Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skipað þarlendum leyniþjónustum að auka umfang njósna og upplýsingaöflunar á Grænlandi. Meðal markmiða er að finna grænlenska og danska aðila sem styðja yfirtöku Bandaríkjanna á eyjunni, sem Donald Trump, forseti, hefur talað um að Bandaríkin „verði að eignast“. Erlent 7.5.2025 08:14
Misstu aðra herþotu í sjóinn Áhöfn bandaríska flugmóðurskipsins USS Harry S. Truman hefur misst tvær herþotur í sjóinn á rúmri viku. F/A-18 Super Hornet orrustuþota féll í Rauðahafið í gær, strax eftir lendingu en tveir sem voru um borð í þotunni þurftu að skjóta sér úr henni og var þeim bjargað úr sjónum. Erlent 7.5.2025 07:19
Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. Erlent 7.5.2025 06:25
Indland gerir árás á Pakistan Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. Erlent 6.5.2025 21:02
Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði hugmyndir sínar um að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum á blaðamannafundi með Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada í dag. Carney sagði að Kanada væri ekki til sölu en Trump sagði „aldrei segja aldrei.“ Erlent 6.5.2025 20:06
Merz náði kjöri í annarri tilraun Þýska þingið staðfesti kjör Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, sem næsta kanslara Þýskalands. Merz beið niðurlægjandi og sögulegan ósigur þegar þingið greiddi fyrst atkvæði um tilnefningu hans í morgun. Erlent 6.5.2025 14:18
Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, hafa verið niðurlægðan í morgun þegar honum mistókst að tryggja sér kjör í tilnefningu til kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel, leiðtogi hægri flokksins AfD, krefst þess að kosningar fari fram á ný. Erlent 6.5.2025 13:03
Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. Erlent 6.5.2025 11:40
Kardinálarnir læstir inni á morgun Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn. Erlent 6.5.2025 11:35
Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Forsætisráðherra Rúmeníu sagði af sér í gær eftir lakan árangur frambjóðanda flokks hans í fyrri umferð forsetakosninga um helgina. Frambjóðandi öfgahægrisins fór með sigur af hólmi og þykir sigurstranglegur í seinni umferðinni. Erlent 6.5.2025 09:09
Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, fékk ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu leynilegrar atkvæðagreiðslu um tilnefningu hans til embættis kanslara í þýska þinginu í morgun. Þetta ku vera í fyrsta sinn í sögu lýðræðisríkisins sem væntanlegur kanslari nær ekki kjöri í fyrstu lotu. Erlent 6.5.2025 08:41
Fækkar herforingjum um fimmtung Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að fækka fjögurra stjörnu herforingjum í herafla Bandaríkjanna um tuttugu prósent. Hann hefur einnig skipað þjóðvarðliði Bandaríkjanna að gera það sama og að gefið út skipun um að heilt yfir verði háttsettum yfirmönnum í heraflanum fækkað um tíu prósent. Erlent 6.5.2025 07:12
Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa þurft að loka flugvöllum í Moskvu í nokkrar klukkustundir vegna drónaárása Úkraínumanna. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir 105 dróna hafa verið skotna niður í nótt, víðsvegar yfir Rússlandi. Erlent 6.5.2025 06:40
„Ástandið er að versna“ Sérfræðingur í varnarmálum segir ljóst að með auknum hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gasa ætli Ísrael að ganga endanlega milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, og reyna bjarga þeim gíslum sem enn kunnu að vera á lífi, um 25 manns. Hann segir erfitt að stunda umfangsmiklar hernaðaraðgerðir í þéttbýli á þröngu og litlu svæði eins og Gasa, og það hafi óneitanlega í för með sér mikið mannfall og mannskaða. Erlent 5.5.2025 23:39