Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Fjölskyldur fjögurra kvenna sem sleppt var úr haldi Hamas í dag fögnuðu ákaft og brustu í grát þegar konurnar komu loks heim. Ísraelsmenn saka Hamas um brot á vopnahléssamkomulagi en slepptu þó tvö hundruð Palestínumönnum úr fangelsi. Erlent 25.1.2025 19:38
Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Yfirvöld í Suður-Kóreu munu birta bráðabirgðaskýrslu um flugslysið sem varð á flugvellinum í Muan í landinu í lok síðasta mánaðar, ekki síðar en á mánudag. Slysið er það mannskæðasta sem orðið hefur í landinu en 179 af 181 um borð létu lífið. Erlent 25.1.2025 15:28
Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Fjórum ísraelskum gíslum var sleppt úr haldi Hamas í Gasaborg í morgun. Búist er við að tvö hundruð palestínskum föngum í haldi Ísraels verði sleppt síðar í dag. Ísraelar segja Hamas hafa svikið þá um fimmta gíslinn en samtökin segja um tæknileg vandræði að ræða. Erlent 25.1.2025 12:22
Af hverju er Trump reiður út í Panama? Fyrsta ferðalag Marco Rubio, nýs utanríkisráðherra Donalds Trump, verður til Panama. Trump hefur verið harðorður í garð Mið-Ameríkuríkisins en í innsetningarræðu sinni sagði Trump að Panamamenn hefðu komið illa fram við Bandaríkjamenn og að Kínverjar stjórnuðu nú Panamaskurðinum. Erlent 24.1.2025 13:32
Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Pete Hegseth, sjónvarpsmaðurinn og uppgjafahermaðurinn sem Donald Trump hefur tilnefnt í embætti varnarmálaráðherra, greiddi konu sem sakaði hann um kynferðisbrot árið 2017 fimmtíu þúsund dali. Það samsvarar um sjö milljónum króna. Erlent 24.1.2025 10:05
Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Óveðrið Eowyn gengur nú yfir Bretlandseyjar og Írland er veðrið þegar farið að valda vandræðum. Þannig hefur fjölmörgum flugferðum verið aflýst á flugvöllunum í Glasgow, Edinborg og í Dyflinni. Erlent 24.1.2025 07:51
Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Þýskalandi hefur nú lofað því að herða landamæraeftirlit og flýta fyrir brottvísunum hælisleitenda úr landi ef hann verður næsti kanslari Þýskalands. Erlent 24.1.2025 07:46
Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Írar undirbúa komu stormsins Éowyn sem nálgast strendur landsins. Búist er við að stormurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar en rauð veðurviðvörun verður í gildi á öllu landinu. Erlent 23.1.2025 23:39
Lögbann sett á tilskipun Trumps Bandarískur alríkisdómari hefur frestað gildistöku forsetatilskipunar Trump um afnám réttinda til bandarísks ríkisborgararéttar við fæðingu um fjórtán daga með bráðabirgðalögbanni. Erlent 23.1.2025 21:47
Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. Erlent 23.1.2025 21:23
52 ár fyrir Southport-morðin Átján ára karlmaður sem játaði að hafa stungið þrjár ungar stelpur til bana í Southport á Englandi var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Morðin ollu miklum óeirðum í Bretlandi. Erlent 23.1.2025 18:50
Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sífellt meiri áhyggjur af stöðu hagkerfis Rússlands. Skortur á vinnuafli, verðbólga og háir stýrivextir hafa gert stöðuna erfiða, þó hagvöxtur mælist í Rússlandi. Erlent 23.1.2025 14:57
Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Breskir veðurfræðingar hafa gefið út rauða viðvörun á norðurhluta Írlands og í Skotlandi vegna öflugrar lægðar sem liggur vestur af Bretlandseyjum. Búist er við mjög öflugum vindhviðum á Bretlandseyjum á morgun og hefur einnig verið varað við mögulegum hvirfilbyljum vegna lægðarinnar. Erlent 23.1.2025 10:50
Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda um tíu þúsund hermenn að landamærum Mexíkó, þar sem þeir eiga að aðstoða landamæraverði og koma í veg fyrir flæði fólks yfir landamærin. Einnig stendur til að koma í veg fyrir að fólk geti sótt um hæli í Bandaríkjunum. Erlent 23.1.2025 09:06
Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. Erlent 23.1.2025 08:02
Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sólarorka sá Evrópu fyrir 11 prósentum af rafmagnsnotkun álfunnar árið 2024 en kolabrennsla fyrir 10 prósentum. Sérfræðingar segja um að ræða stór tímamót. Erlent 23.1.2025 07:36
Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. Erlent 23.1.2025 07:31
Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Söngkonan Yuval Raphael verður fulltrúi Ísraels í Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, eftir að hafa borið sigur úr bítum í forkeppninni þar í landi. Hún er ein þeirra sem lifði af árás Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova sjöunda október 2023. Erlent 23.1.2025 00:03
Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. Erlent 22.1.2025 23:35
Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. Erlent 22.1.2025 16:48
Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Þing Írak samþykktu í gær frumvarp sem gagnrýnendur segja að geri hjónabönd við börn, niður í níu ára aldur, lögleg. Önnur frumvörp sem samþykkt voru í gær þykja ýta undir spillingu. Erlent 22.1.2025 14:31
Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Donald Trump nýkjörinn forseti Bandaríkjanna gaf lítið fyrir bón biskups í Washington DC þess efnis að Trump sýndi fólki um öll Bandaríkin miskunn. Trump gaf lítið fyrir messuna að henni lokinni og sagði biskupinn róttækan vinstrisinnaðan Trump-hatara. Erlent 22.1.2025 13:47
Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Umfangsmikið óveður sem leitt hefur til metsnjókomu í suðausturhluta Bandaríkjanna olli þar miklum usla. Loka þurfti flugvöllum, skólum og opinberum stofnunum víða um Texas, Flórída, Georgíu, Louisiana og víðar. Erlent 22.1.2025 13:23
Verður forsætisráðherra Írlands á ný Írska þingið kemur saman til fundar á ný í dag þar sem skipaður verður nýr forsætisráðherra eftir þingkosningarnar sem fram fóru í lok nóvember. Micheál Martin, leiðtogi Fianna Fáil, mun þar taka við embætti forsætisráðherra af Simon Harris, leiðtoga Fine Gael, sem mun taka við embætti aðstoðarforsætisráðherra. Erlent 22.1.2025 11:44