Leikjavísir

Leikjavísir

Leikjavísir skoðar helstu leikina, nýjustu stiklurnar og almennt fjör.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ný Switch kynnt til leiks

Nintendo, japanska tölvuleikjafyrirtækið víðfræga, kynnti í dag nýja leikjatölvu til leiks. Hún kallast Nintendo Switch 2 og á að sjást í hillum verslana einhvern tímann á þessu ári. 

Leikjavísir
Fréttamynd

Leikirnir sem beðið er eftir

Á þessum myrkustu tímum ársins er fólki hollt að rísa upp úr hversdagslegri eymdinni og líta til framtíðar. Að hætta að hjakka sífellt í sama gamla, og djúpa, farinu og líta jákvæðum augum til betri tíma og nýrra tölvuleikja. Út við sjóndeildarhringinn má nefnilega sjá glitta í GTA 6 en vonum að það sé ekki hilling.

Leikjavísir
Fréttamynd

Flaug alla leið frá Ástralíu til að heim­sækja Eiðis­torg

Tom er stjarneðlisfræðingur og einn hæfileikaríkasti spilari í heimi í íslenska tölvuleiknum Starborne: Frontier. Tom er búsettur í Adelaide í Ástralíu og flaug alla leiðina til Íslands til þess að heimsækja félaga sína hjá tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds á Eiðistorgi og hitta aðra spilara leiksins.

Lífið
Fréttamynd

COD Black Ops 6: Myrkra­verkin hafa sjaldan verið betri

Call of Duty: Black Ops 6, eða Skyldan kallar: Myrkraverk 6, er að mínu viti meðal betri COD-leikja sem ég hef spilað um árabil. Einspilunin er sérstaklega skemmtilegt að þessu sinni en ég hef lengi verið mikill aðdáandi þeirra hluta þessara leikja.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ís­lendingar berjast hjá GameTíví

Það verður sannkallaður Íslendingaslagur í Warzone í kvöld. Þeir Árni Torfason og Þórarinn Hjálmarsson ætla að leiða slaginn á streymi GameTíví og verða þeir með opna leiki fyrir alla sem vilja vera með.

Leikjavísir