Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Um­talað kynferðisbrotamál fer á efsta dóm­stigi

Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni karlmanns sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir að brjóta kynferðislega á samstarfskonu eiginkonu sinnar. Karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í héraðsdómi.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Með fimm­tán kíló af grasi í töskunni

Karlmaður hefur verið dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar, sem er að mestu skilorðsbundin. Hann var gripinn í tollinum með fimmtán kíló af maríhúana falin í farangurstösku sinni.

Innlent
Fréttamynd

„Stein­hissa“ þegar honum var birt á­kæra

„Ég er ekki að skilja hvernig ég á að geta misþyrmt manneskju dögum saman, án þess að lögreglan komi. Ég er þekktur og er undir eftirliti,“ sagði Kristján Markús Sívarsson við aðalmeðferð sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Kristján er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nokkurra daga skeið beitt konu miklu ofbeldi á heimili hans í nóvember síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu

Framkvæmdastjóri Lyfjablóms á von á því að ákæra verði gefin út á hendur Þórði Má Jóhannessyni fjárfesti vegna viðskiptagjörninga þess síðarnefnda sem forstjóri Gnúps fjárfestingarfélag. Hann stefnir á að fara með mál sitt á hendur Þórði og fyrrverandi ráðherra til endurupptökudómstóls.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Með tuttugu kíló af hassi og mariju­ana í far­angrinum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karl og konu í 22 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan innflutning á maríjuana og hassi til landsins. Fólkið flutti efnin til landsins í farangurstöskum sínum með flugi til landsins í desember síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur

Jakob Reynir Jakobsson veitingamaður mun líklega fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þess efnis í morgun, þar sem úrskurður mannanafnanefndar, um nafnið Aftur, var felldur úr gildi.

Innlent
Fréttamynd

Segir allar á­sakanir full­kom­lega tilhæfulausar

Þórður Már Jóhannesson fjárfestir segir allar staðhæfingar Björns Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Lyfjablóms, í tengslum við atvika er varða fjárfestingarfélagið Gnúp á árunum fyrir hrun fullkomlega tilhæfulausar. Hæstiréttur hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms vegna málsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggjast aftur yfir mynd­efnið

Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur.

Innlent
Fréttamynd

Um­deild við­skipti fá ekki á­heyrn Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms ehf. á hendur þeim Þórði Má Jóhannessyni fjárfestis og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur fyrrverandi ráðherra. Hæstiréttur telur málið ekki hafa nægilega almennt gildi og ekkert bendi til þess að dómur Landsréttar sé rangur. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ná­granni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakka­kotsvelli

Landeigandi í Laxnesi í Mosfellsdal hefur höfðað mál gegn Mosfellsbæ og Golfklúbbi Mosfellsbæjar til þess að banna kylfingum að aka bílum sínum að Bakkakotsvelli um veg sem liggur að hluta um land hans. Framkvæmdastjóri klúbbsins segir félagsmenn hafa ekið veginn frá því að völlurinn opnaði á 10. áratug síðustu aldar.

Innlent
Fréttamynd

Verði gott fyrir lög­reglu að vita hvar mörkin liggja

Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja.

Innlent
Fréttamynd

„Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu

Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 

Innlent
Fréttamynd

„Sorg­legt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“

Nímenningarnir sem stefna íslenskra ríkinu vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar segja af og frá að mótmælendur hafi skipulagt ofbeldi, ógnanir, hótanir eða skemmdarverk enda hafi ekkert slíkt átt sér stað. Sorglegt hafi verið að upplifa að lögregla hafi haft gaman af því að beita piparúða.

Innlent
Fréttamynd

Zúista­bræður telja sig ekki hafa fengið sann­gjarna með­ferð

Verjandi annars tveggja bræðra sem hlutu dóm fyrir fjársvik sem tengdust trúfélaginu Zuism hélt því fram að þeir hefðu ekki fengið réttláta og sanngjarna málsmeðferð þegar mál þeirra var tekið fyrir í Hæstarétti. Saksóknari sagði ekkert hægt að byggja á skýrslum frá bræðrunum sem þeir telja að hafi verið litið fram hjá þegar þeir voru sakfelldir.

Innlent
Fréttamynd

Sam­ræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman

Landsréttur hefur þyngt dóm karlmanns á þrítugsaldri verulega fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt hann í tveggja ára fangelsi, en í Landsrétti fær maðurinn þriggja og hálfs árs dóm.

Innlent