Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði þriðja mark Norrköping sem lagði Trelleborg 3-1 í sænsku bikarkeppni karla í knattspyrnu. Fótbolti 9.3.2025 17:53
Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Real Madríd vann torsóttan 2-1 sigur á Rayo Vallecano í La Liga, efstu deild karla í knattspyrnu á Spáni. Með sigrinum hefur Real jafnað Barcelona að stigum á toppi deildarinnar en Barcelona átti að spila í gær. Fótbolti 9.3.2025 17:38
Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR KR-ingar tryggðu sér í dag endanlega sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í fótbolta, með 3-1 sigri á Stjörnunni í fjörugum leik í Garðabæ þar sem rauða spjaldið fór á loft í fyrri hálfleik. KR mætir Fylki í undanúrslitunum. Íslenski boltinn 9.3.2025 17:37
Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Eftir að hafa aldrei á sínum ferli misst af deildarleik vegna meiðsla þá var fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir ekki með Bayern München í dag þegar liðið mætti Köln í þýsku 1. deildinni í fótbolta. Fótbolti 9. mars 2025 14:56
Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Dramatík er í kringum belgíska landsliðið í fótbolta í aðdraganda þess að nýi þjálfarinn, Rudi Garcia, velur sinn fyrsta landsliðshóp næsta föstudag. Markvörðurinn Koen Casteels er ósáttur og segist hættur í landsliðinu vegna endurkomu Thibaut Courtois. Fótbolti 9. mars 2025 14:17
Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Vinstri bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson minnti á sig með marki í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, í aðdraganda vals Arnars Gunnlaugssonar á fyrsta landsliðshópi sínum í þessari viku. Fótbolti 9. mars 2025 13:23
Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson gæti neyðst til að halda sig frá keppni næstu 4-5 mánuðina eftir að hafa meiðst í öxl á æfingu. Fótbolti 9. mars 2025 12:46
Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fengið afhentan sérstakan gulllykil sem gengur að nýstárlegum og glæsilegum verðlaunagrip HM félagsliða í fótbolta. Hann var við sama tækifæri spurður út í HM landsliða 2026 og áhrif illdeilna í tollamálum en sagði þær bara gera mótið meira spennandi. Fótbolti 9. mars 2025 10:47
„Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Arne Slot var allt annað en sáttur með fyrri hálfleik Liverpool gegn botnliði Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 9. mars 2025 09:02
Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Það má með sanni segja að ráðning David Moyes hafi verið vendipunktur tímabilsins hjá Everton. Liðið var í bullandi fallbaráttu í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu en nú hefur það farið átta leiki án þess að bíða ósigur. Enski boltinn 8. mars 2025 22:00
FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana FH hefur sótt tvo erlenda leikmenn fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna í fótbolta. Þær heita Deja Jaylyn Sandoval og Maya Lauren Hansen. Íslenski boltinn 8. mars 2025 21:30
Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Leik Barcelona og Osasuna í La Liga, efstu deild karla í spænsku knattspyrnunni, var frestað eftir að Carles Minarro Garcia – liðslæknir Barcelona – lést í kvöld. Fótbolti 8. mars 2025 21:01
Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem vann Montpellier 1-0 í efstu deild franska fótboltans. Sigurinn var sá þriðji í síðustu fjórum deildarleikjum hjá Lille. Fótbolti 8. mars 2025 20:15
Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Aston Villa vann góðan 1-0 útisigur á Brentford í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Enski boltinn 8. mars 2025 19:51
Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Lecce missti niður 2-0 forystu gegn AC Milan í Serie A, efstu deild karla í knattspyrnu á Ítalíu. Lokatölur 2-3 og Mílanó-liðið heldur í von um Meistaradeildarsæti á meðan Lecce er í bullandi fallbaráttu. Fótbolti 8. mars 2025 19:28
„Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Mohamed Salah skoraði deildarmörk númer 26 og 27 á leiktíðinni þegar Liverpool lagði botnlið Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Egyptinn sagði að Arne Slot, þjálfari Liverpool hafi verið allt annað en sáttur í hálfleik. Enski boltinn 8. mars 2025 17:46
Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Sveindís Jane Jónsdóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir mættust í sjö mínútur þegar Wolfsburg vann Leipzig 2-0 á útivelli í efstu deild Þýskalands. Fótbolti 8. mars 2025 15:20
Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Jason Daði Svanþórsson og Benoný Breki Andrésson voru á ferðinni í enska boltanum í hádeginu og átti Jason Daði stóran þátt í frábærum 3-1 útisigri Grimsby begn toppliði Walsall í C-deildinni. Enski boltinn 8. mars 2025 14:57
Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Topplið Liverpool lagði botnlið Southampton 3-1 þökk sé tveimur vítaspyrnum frá Mohamed Salah og óvæntu marki frá Darwin Núñez. Enski boltinn 8. mars 2025 14:31
Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Englandsmeisturum Manchester City mistókst að komast upp fyrir Nottingham Forest þegar þeir töpuðu 1-0 í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Enski boltinn 8. mars 2025 14:15
Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Heimir Hallgrímsson var ekki í vafa þegar hann var spurður hvaða fyrrverandi eða núverandi fótboltamann, frá hvaða landi sem er, hann vildi helst fá í írska landsliðið sitt í fótbolta. Fótbolti 8. mars 2025 13:47
Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Cristiano Ronaldo var ekki á því að hann ætti tvífara uppi í stúku á leik Al Nassr gegn Al Shabab í sádiarabísku úrvalsdeildinni í gær og lét hann vita af því með dálítið harkalegu gríni. Fótbolti 8. mars 2025 13:00
Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Heimir Hallgrímsson var gestur í hinum vinsæla spjallþætti Late Late Show í írska sjónvarpinu í gærkvöld og svaraði þar fyrir sig eftir harkalega gagnrýni Stephen Bradley, þjálfara írska liðsins Shamrock Rovers. Fótbolti 8. mars 2025 09:31
Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Hún var fáránlega góð segir Benoný Breki Andrésson um tilfinninguna sem fylgdi því að skora fyrstu mörkin sín fyrir Stockport County. Hann segist hafa aðlagast vel hjá félaginu og finnur sig vel í hörku ensku C-deildarinnar. Benoný hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum Stockport, á aðeins 66 mínútum. Enski boltinn 8. mars 2025 09:02