Pallborðið

Pallborðið

Pallborðið er umræðuþáttur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem helstu málefni eru krufin til mergjar með viðmælendum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Svona var EM-Pallborðið

Íslenska landsliðið hefur leik á EM í körfubolta í hádeginu á morgun með leik gegn Ísrael. Hitað var upp fyrir leik morgundagsins og mótið allt í EM-Pallborðinu sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14:00. Sigurður Pétursson og Ólafur Ólafsson mættu í settið.

Körfubolti
Fréttamynd

Óttast að Ís­lendingar þurfi að halla sér að Evrópu­sam­bandinu

Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segist ekki endilega telja þörf á að flýta umræðu um umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin sé með plan og þau fylgi því. Hann segir þó ljóst að betra sé fyrir Íslendinga að eiga í góðum samskiptum við Evrópu. 

Innlent
Fréttamynd

Pall­borðið á Vísi: Hvar stendur Ís­land gagn­vart Trump, tollastríði og breyttri heims­mynd?

Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri strætó­ferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða

Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust.  Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið.

Innlent
Fréttamynd

„Við skulum að­eins róa okkur, fókus“

Nokkuð fjörugar umræður spunnust þegar húsnæðisuppbygging bar á góma þar sem oddvitar í meiri- og minnihluta í Reykjavík mættust í Pallborðinu. Á einum tímapunkti talaði hver ofan í annan og fulltrúi Flokks fólksins sá sig knúinn til að biðja fólk um að róa sig.

Innlent
Fréttamynd

Brýnustu verk­efnin í borginni í Pallborði

Rætt verður við borgarfulltrúa úr nýjum meiri- og minnihluta í Reykjavík í Pallborðinu á Vísi í dag klukkan 14. Farið verður yfir brýnustu verkefnin en nýr meirihluti hefur aðeins um fjórtán mánuði til að láta verkin tala. 

Innlent
Fréttamynd

Fram­bjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill efla málefnastarf Sjálfstæðisflokksins og setja fram skýra áætlun um hvernig bæta megi hag einyrkja og þeirra sem reka smærri fyrirtæki, verði hún formaður flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir segist vel geta aukið stuðnings ungs fólks við flokkinn, þrátt fyrir að vera sjálf 20 árum eldri en Áslaug. 

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug Arna og Guð­rún tókust á í Pallborðinu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og frambjóðendur til formanns flokksins á landsfundi komandi helgi mætast í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Kappræðurnar verða í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Pall­borðið: Tókust á um um­deilt verk­fall kennara

Kjaradeila grunnskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Engir formlegir samningafundir hafa verið boðaðir í deilunni hjá ríkissáttasemjara. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu framhaldsskólakennara um verkföll verður ljós klukkan tvö í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Verk­föllum kennara af­lýst sam­þykki deilu­aðilar til­lögu ríkis­sátta­semjara á laugar­dag

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði í dag fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Tillagan er ígildi kjarasamnings sem tryggir innágreiðslu á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og samið hefur verið um í almennum kjarasamningum. Samþykki deiluaðilar tillöguna á laugardag verður ekkert af boðuðum verkföllum í leik- og grunnskólum á mánudag. Ástráður fór yfir tillöguna í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Ríkis­sátta­semjari fer yfir innanhússtillöguna

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði nú klukkan fjögur fram innanhússtillögu að kjarasamningi í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög til að freista þess að höggva á þann algera hnút sem viðræðurnar eru komnar í. Ástráður mætir í beina útsendingu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi um klukkan fimm í dag.

Innlent
Fréttamynd

Svona var HM-Pallborðið

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Einar Jónsson voru gestir Stefáns Árna Pálssonar í sérstakri HM-útgáfu af Pallborðinu. Íslenska karlalandsliðið mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik sínum á HM í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi

„Að hann geri þetta akkúrat núna, gefur þeim kenningum byr undir báða vængi, að hann hafi verið búinn að missa einhvern úr sínum kjarnastuðningshópi. Það fólk sem staðið hefur þéttast að baki honum, með honum í gegnum þessa mörgu storma, hafi verið búið að missa trúna.“

Innlent
Fréttamynd

Formannsslagur í upp­siglingu eftir brott­hvarf Bjarna

Nýja árið fer af stað með látum og stórtíðindum úr stjórnmálunum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins til sextán ára, greindi frá því í gær að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram og þá ætlar hann að segja skilið við stjórnmálin. 

Innlent
Fréttamynd

Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins

Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi.

Innlent