Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Ameríska tímaritið og vefmiðillinn Variety hefur útnefnt Bíó Paradís sem eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum um allan heim. Í umsögn er talað um hönnun innanhús og að það sé hægt að leigja það fyrir viðburði. Þá er einnig talað um aðgengi að erlendum kvikmyndum. Lífið 9.4.2025 23:04
Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Margrét Ásgeirsdóttir læknir og fjárfestir er að selja glæsilega eign við Skeljatanga í Reykjavík. Arkitekt hússins er Hjörleifur Stefánsson og var húsið reist árið 2008. Heildarskráning eignarinnar er 508 fermetrar samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Fasteignamat er 289 milljónir. Lífið 9.4.2025 22:31
Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Mikil spenna og eftirvænting er á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring því söngnemendur í Tónlistarskóla Rangæinga hafa æft söng kabarett síðustu vikurnar, sem sýndur verður í Hvolnum á Hvolsvelli. Átján ára aldurstakmark er á kabarettinn. Lífið 9.4.2025 21:03
Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Minningarsjóður Bryndísar Klöru Birgisdóttur styrktist um átta milljónir króna í gær þegar góðgerðarpitsa Domino's seldist upp. Aldrei hefur góðgerðarpitsan selst jafn fljótt upp. Með fram pitsusölu eru bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins til sölu í Kringlunni. Lífið 9.4.2025 14:41
Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Í síðasta þætti af Viltu finna milljón var farið yfir hvernig pörin ætluðu að draga saman kostnað í matarinnkaupum og það var gert í mjög erfiðum mánuði, desember þar sem fólk eyðir jafnað mest í mat. Lífið 9.4.2025 14:02
Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Á stórri eignarlóð við Selhól í Grímsnesi stendur afar glæsilegt 115 fermetra sumarhús. Húsið var byggt árið 1985 var nýverið tekið í gegn og endurhannað með mikilli smekkvísi og natni. Ásett verð er 95 milljónir. Lífið 9.4.2025 13:56
Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Leikkonan Katrín Halldóra hefur nú bæst við í leikarahóp á sýningunni Þetta er Laddi. Hún tekur við keflinu af Völu Kristínu sem er á leið í fæðingarorlof en hún á von á frumburði sínum með leikaranum Hilmi Snæ. Lífið 9.4.2025 13:02
Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Ný íbúðahverfi spretta upp um alla borg sem og víðar. Þeim fjölgar sem vilja komast úr stórum húsum og í íbúðir með öllum þeim kostum og göllum sem fylgir því að búa í húsi með öðru fólki. Lífið 9.4.2025 10:32
Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lagt var á borð fyrir 196 manns í hátíðarkvöldverði til heiðurs Hollu Tómasdóttur, forseta Íslands, í norsku konungshöllinni í gærkvöldi. Lífið 9.4.2025 07:56
Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Gestir flykktust að í Ásmundarsal síðastliðinn laugardag þegar fatahönnuðurinn Sóley Jóhannsdóttir frumsýndi sína fyrstu fatalínu, Sleepwalker. Yfir 200 manns mættu og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Tíska og hönnun 9.4.2025 07:01
Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Ég fæ reglulega spurningar frá fólki sem glímir við afleiðingar ýmissa heilsukvilla eða býr við langvinn veikindi. Skiljanlega hafa veikindi áhrif á kynlöngun en þau geta líka haft mikil áhrif á sjálfsmyndina okkar. Lífið 8.4.2025 20:01
Guðni Th. orðinn afi Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, er orðinn afi. Dóttir hans og rithöfundur Rut Thorlacius Guðnadóttir og Halldór Friðrik Harðarson, verkfræðingur hjá Wise, eignuðust son í byrjun apríl. Lífið 8.4.2025 19:34
Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Páll Pálsson, fasteignasali og eigandi Pálsson fasteignasölu, segir að söluþóknun sé alls ekki fastsett og er alltaf umsemjanleg. Hann hvetur fólk til að bera saman verðtilboð frá mismunandi fasteignasölum og afla sér ítarlegra upplýsinga áður en samið er um þóknun. Lífið 8.4.2025 16:02
Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði „Þú getur leigt fína íbúð hérna á þessu svæði fyrir svona 50-60 þúsund kall. Þannig að ef þú ert með 150-200 þúsund krónur á mánuði, þá lifir þú bara eins og kóngur,“ segir Brynleifur Siglaugsson, 54 ára heimshornaflakkari og ævintýramaður sem býr á þremur stöðum í heiminum; í Hveragerði, Lettlandi og á Díaní Beach í Kenía. Lífið 8.4.2025 14:30
Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Prettyboitjokkó, eða Patrik Atlason, gaf nýver út lagið Sykurpabbi og hefur fundið snjallar leiðir til að vekja athygli á laginu. Í því samhengi gaf hann afa sínum, Helga Vilhjálmssyni, athafnamanni og eiganda Góu og KFC, málverk sem þakkargjöf fyrir allt sem hann hefur gert fyrir hann í gegnum árin. Hann kallar afar sinn sykurpabba. Lífið 8.4.2025 12:57
Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Hin svokallaða gugguvakt sem næturklúbburinn Auto stendur fyrir hefur vakið mikla athygli í skemmtanalífinu frá því hún fór fyrst af stað fyrir ári síðan. Gugguvaktin var haldin í þriðja skipti síðastliðinn föstudag og var mikið líf og fjör á klúbbnum. Lífið 8.4.2025 12:32
Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Breska poppstjarna Robbie Williams segist hafa orðið svo vannærður eftir notkun megrunarlyfs að hann hafi fengið skyrbjúg. Williams hefur áður opnað sig um líkamsskynjunarröskun sína og þunglyndi. Lífið 8.4.2025 11:00
Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Í síðasta þætti af Alheimsdrauminum voru þeir Steindi og Auddi mættir til Nepal að safna stigum í keppninni við þá Sveppa og Pétur. Lífið 8.4.2025 10:30
Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, og unnusta hans Sara Linneth Castañeda, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá 66°Norður, hafa sett íbúð sína við Hafnarbraut í Kópavogi á sölu. Lífið 8.4.2025 09:41
Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Opnun Build-A-Bear í Hagkaup Smáralind var ein sú stærsta í Evrópu. Rúmlega eitt þúsund manns mættu á opnunina og fengu hátt í þúsund bangsar hjarta í kroppinn þessa fyrstu helgi. Lífið samstarf 8.4.2025 08:51
„Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ „Það er gaman að segja frá því að við urðum óléttar á svipuðum tíma en okkar listræna samstarf blómstraði á meðgöngutímanum og í fæðingarorlofinu. Krakkarnir okkar eru rúmlega tveggja ára í dag,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir, leikkona og meðlimur í sviðslistahópsins Raddbandið ásamt Auði Finnbogadóttur og Viktoríu Sigurðardóttur. Lífið 8.4.2025 07:03
Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Poppstjarnan Madonna og rokkstjarnan Elton John segjast orðin vinir á ný eftir rúmlega tuttugu ára langar erjur þeirra á milli. Lífið 7.4.2025 23:58
80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Það stendur mikið til hjá átta tíu körlum og stjórnenda þeirra í tveimur karlakórum, sem eru að fara að halda ferna tónleika áður en þeir leggjast í víking og syngja á 150 ára afmælishátíð landnáms Íslendinga í Vesturheimi í Gimli í Kanada í sumar að viðstöddum forseta Íslands. Lífið 7.4.2025 20:04
Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Hátískan tók yfir Landsbankahúsið síðastliðið föstudagskvöld þegar nýútskrifaðir fatahönnuðir afhjúpuðu nýjustu verk sín með tískusýningu. Fyrirsætur gengu um, lifandi tónlist ómaði og tískuþyrstir gestir flykktust að. Tíska og hönnun 7.4.2025 17:01