Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Í ljós kemur í dag hvaða kvikmyndir verða tilnefndar til Óskarsverðlauna á hátíðinni sem fram fer þann 3. mars næstkomandi. Meðal mynda sem eru á lista og gætu verið tilnefndar er íslenska kvikmyndin Snerting sem er meðal fimmtán mynda á stuttlista erlendra mynda. Lífið 23.1.2025 12:00
Gervais minnist hundsins úr After Life Breski grínistinn Ricky Gervais hefur greint frá því að hundurinn sem fór með hlutverk Brandy í þáttunum After Life sé allur. Lífið 23.1.2025 08:52
Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og leikstjórinn Robert Eggers leiða saman hesta sína á nýjan leik og hafa skrifað nýjan varúlfahrylling. Bíó og sjónvarp 22.1.2025 22:32
Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lögmenn bandaríska leikarans og leikstjórans Justin Baldoni hafa birt myndband af setti kvikmyndarinnar It Ends With Us þar sem þau Blake Lively leika saman í rómantísku atriði. Að sögn lögmanna hans sýnir myndbandið fram á að hann hafi ekki kynferðislega áreitt leikkonuna líkt og hún hefur sakað hann um. Lögmenn leikkonunnar segja að myndbandið styðji ásakanir hennar. Lífið 22.1.2025 09:51
Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Það var sannarlega líf og fjör í Vesturbænum á laugardagskvöld þegar þorrablót Vesturbæjar fór fram með glæsibrag í KR-heimilinu. Lífið 22.1.2025 09:01
Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Anna Rós Árnadóttir hlaut í gær Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Skeljar. Menning 22.1.2025 08:54
Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Baltasar Kormákur leikstjóri segir að gróðureldar í Los Angeles hafi sett strik í reikninginn vegna kynningarstarfs á kvikmyndinni Snertingu fyrir Óskarsakademíuna. Tilkynnt verður á fimmtudag hvort myndin verði á lista erlendra kvikmynda sem tilnefndar eru til verðlaunanna en Baltasar fær ekkert að vita fyrr en á sama tíma og allir aðrir. Sérstök hátíðarsýning á myndinni fer fram í Kringlunni á fimmtudag. Lífið 22.1.2025 07:03
Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Breiðhyltingar fögnuðu þorranum vel og rækilega á þorrablóti ÍR-inga sem fór fram í íþróttahúsi félagsins á laugardagskvöld. Skemmtikraftarnir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson voru veislustjórar kvöldins og skemmtu þeir gestum af sinni alkunnu snilld. Lífið 21.1.2025 20:03
Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber hætti um stund að fylgja eiginkonu sinni Hailey Baldwin á samfélagsmiðlinum Instagram. Þá fylgir hann tengdaföður sínum ekki lengur á miðlinum, Hollywood stjörnunni Stephen Baldwin. Hann segir að einhver hafi brotist inn á aðganginn og hætt að fylgja eiginkonunni. Lífið 21.1.2025 16:31
Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. Bíó og sjónvarp 21.1.2025 15:38
Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 Verðhækkanir á tölvuleikjum eru í kortunum. Útgefendur tölvuleikja eru sagðir binda vonir við það að Rockstar, sem gefa mun út leikinn Grand Theft Auto 6 á árinu, muni ríða á vaðið og selja leikinn á allt að hundrað dali, í stað þessa hefðbundnu sjötíu. Leikjavísir 21.1.2025 15:33
Meintur stuldur á borð RÚV Líkindi framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni við ísraelskt popplag eru til skoðunar hjá stjórn Söngvakeppninnar. Þetta staðfestir Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar. Reglur keppninnar kveði á um að lög megi ekki hafa verið flutt áður. Bræðurnir koma af fjöllum og segjast ekki leggja í vana sinn að hlusta á ísraelska popptónlist. Lífið 21.1.2025 13:46
Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fjölmennt var á þorrablóti Keflavíkur sem fór fram í Blue-höllinni, íþróttahúsi Keflavíkur liðna helgi. Gestir mættu í sínu fínasta pússi og fögnuðu þorranum með glæsibrag. Lífið 21.1.2025 13:03
Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ „Ég byrjaði að birtast í blaðinu árið 1996 en þá voru vangaveltur í sjónvarpinu að vera með svona þátt inni í Kastljósi um heilbrigði og hreysti og annað slíkt. Svanhildur Konráðs og Marteinn Þórsson pródúsent, hann kom á Kaffibarinn þar sem ég sat 170 kíló drekkandi koníak, kaffi og reykjandi vindil,“ segir Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli, sem var reglulegur gestur í tímaritinu Séð & Heyrt. Lífið 21.1.2025 11:30
Björk mætir á stóra skjáinn „Þetta voru umfangsmestu tónleikar sem ég hef tekið þátt í,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um tónleikaferðalagið Cornucopia. Kvikmyndin Cornucopia er nýjasta verk úr smiðju hennar en myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 1. febrúar næstkomandi og síðar á árinu um heim allan. Tónlist 21.1.2025 11:24
Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Splunkuný viðburðasíða er komin í loftið hér á Vísi í samvinnu við Mobilitus. Á síðunni er að finna þúsundir viðburða á aðgengilegan hátt. Lífið samstarf 21.1.2025 11:20
Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Breski rokkgítarleikarinn John Sykes, sem lék meðal annars með sveitunum Whitesnake og Thin Lizzy, er látinn. Hann varð 65 ára. Tónlist 21.1.2025 10:46
Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Heiðar Logi Elíasson, brimbrettakappi og smiður, og kærasta hans Anný Björk Arnardóttir eignuðust stúlku þann 18. desember síðastliðinn. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman. Lífið 21.1.2025 10:02
Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Hjónin, Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, og Margrét Hauksdóttir, hafa sett íbúð sína við Brúarstræti á Selfoss á sölu. Lífið 21.1.2025 09:00
„Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ „Fólkið sem er í mínu lífi, ég dýrka að sjá því ganga vel, gera nýja hluti og sjá hvað þau eru að ná langt! Hvetur mann alltaf til að gera betur,“segir hin 39 ára útvarpskona, Kristín Ruth Jónsdóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu. Lífið 21.1.2025 07:02
Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Klisjan um að hvað sem er geti gerst í beinni útsendingu heldur áfram að minna á sig. Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í dag mátti litlu muna að brunabjallan í húsakynnum fréttamyndversins eyðilegði útsendinguna. Lífið 20.1.2025 20:08
Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Það var hátíðarandi í lofti á föstudagskvöld þegar Borgarleikhúsið frumsýndi leikritið Ungfrú Ísland. Þangað mættu öll helstu fyrirmenni landsins hvort sem var um að ræða Albert Eiríksson, Bergþór Pálsson eða Berglindi Festival og Joey Christ. Menning 20.1.2025 20:02
GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Það stefnir í óefni hjá strákunum í GameTíví í kvöld. Þeir ætla að spila hryllingsleikinn Kletka, þar sem mikil samvinna er nauðsynleg til að lifa af. Það boðar ekki gott. Leikjavísir 20.1.2025 19:32
Risa endurkoma eftir áratug í dvala Stórstjarnan Cameron Diaz var ein vinsælasta gamanleikkona allra tíma þegar hún ákvað að taka sér pásu frá kvikmyndum. Nú áratugi síðar er hún mætt aftur á skjáinn í hasarmyndinni Back In Action. Lífið 20.1.2025 16:30