Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. Tíska og hönnun 26.7.2025 15:17
Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Poppstjarnan Harry Styles hefur gefið út titrara og sleipiefni gegnum lífstílsmerki sitt Pleasing. Aðdáendur Styles virðast ánægðir með gjörninginn þó þeir hefðu frekar viljað að hann gæfi út nýja tónlist. Lífið 26.7.2025 14:02
Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Það iðar allt af lífi og fjöri í Reykholti í Borgarfirði um helgina því þar fer fram Reykholtshátíð með fjölbreyttum tónleikum og fleiri viðburðum. Lífið 26.7.2025 13:04
Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið 26.7.2025 07:03
Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Love Island-stjörnurnar JD Dodard og Jalen Brown eru komnir í hóp Íslandsvina en þeir hafa ferðast saman um landið síðustu daga. Myndbönd þar sem þeir smakka alls konar mat hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum. Lífið 25.7.2025 13:16
„Við viljum alls ekki fá of marga“ Bræðslan fagnar 20 ára afmæli í dag en forvígismaður hátíðarinnar útilokar ekki tuttugu ár til viðbótar. Dagskráin sé veglegri í ár en vanalega og búið að ráða lúðrasveit og bæta við auka kvöldi vegna tilefnisins. Uppselt er á hátíðina og er biðlað til fólks að leggja ekki leið sína á hátíðarsvæðið án miða. Lífið 25.7.2025 12:16
Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! „Það sem þetta töfraefni er búið að bjarga okkur félögunum oft, það bættist bara við heill dagur í vikuna eftir að við fórum að taka After Party“ segir Axel Birgis, betur þekktur sem Big Sexy. Lífið samstarf 25.7.2025 12:06
Mannauðsstjórinn segir einnig upp Kristin Cabot, mannauðsstjórinn sem gripin var glóðvolg við framhjáhald með forstjóra sama fyrirtækis á Coldplay tónleikum fyrr í mánuðinum, hefur einnig sagt upp störfum. Lífið 25.7.2025 12:06
Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. Lífið 25.7.2025 10:58
Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Síðasti viðkomustaður Bylgjulestarinnar í sumar er Vaglaskógur en þangað mætir hún á morgun laugardag. Þar fara fram stórtónleikarnir Vor í Vaglaskógi þar sem Kaleo og fjöldi listamanna troðið upp. Lífið samstarf 25.7.2025 10:32
„Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ „Ég hafði sjúklega miklar áhyggjur af veðrinu því að athöfnin okkar var úti, ég fékk smá þráhyggju fyrir því svo ég fór að rannsaka íslenska veðurgaldra og rúnir. Ég er ekki að djóka, ég risti niður nokkrar rúnir í dagbókina mína og kvað vísu sem ChatGPT bjó til handa mér og við fengum einn fallegasta daginn,“ segir hin nýgifta Alexandra Sif sem hélt glæsilegt sveitabrúðkaup á dögunum. Lífið 25.7.2025 10:01
Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Við elskum öll þennan tíma þar sem fjölskyldan er að fara í langþráð sumarfrí. Snýst mest um að hitta á bestu sólardagana. Eða elta sólina. Áskorun 25.7.2025 07:02
Vók Ofurmenni slaufað Ofurmennið Kal-El er snúinn aftur og hefur sjaldan verið jafn teiknimyndasögulegur og skrípó. Samt þarf hann að glíma við slaufun, auðjöfur sem kaupir sér umræðuna og þjóð sem hernemur nágrannaríki. Myndin er út um allt en samt með hjartað á réttum stað. Gagnrýni 25.7.2025 07:01
Litríkur karakter sem var engum líkur „Það var á svona degi kom maður sem hét Gylfi Ægisson í land fyrir norðan og samdi þar eitthvert lag á dekkinu sem síðan Hljómsveit Ingimars Eydal, sem voru jú norðanmenn, sáu til þess yrði greyptur í vínyl og varð landsfrægur,“ segir Þorger Ásvaldsson um tilurð Í sól og sumaryl, eftir vin hans Gylfa Ægisson sem nú er látinn. Lífið 24.7.2025 18:39
Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Á næsta leikári mun Borgarleikhúsið setja upp fjölskyldusöngleik eftir hinu sígilda ævintýri um Galdrakarlinn í Oz. Menning 24.7.2025 17:20
Hulk Hogan er látinn Hulk Hogan, glímugoðsögn og leikari, er látinn 71 árs að aldri. Hogan var ein skærasta stjarna fjölbragðaglímuheimsins, átti þátt í að stórauka vinsældir hennar á heimsvísu með leikrænum tilburðum sínum og átti farsælan leiklistarferil. Lífið 24.7.2025 16:04
Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna. Lífið 24.7.2025 15:03
Rene Kirby er látinn Leikarinn Rene Kirby, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í grínmyndinni Shallow Hal, er látinn, sjötíu ára að aldri. Kirby fæddist með klofinn hrygg en lét það ekki há sér, keppti í fimleikum, starfaði hjá IBM og vann sem smiður. Lífið 24.7.2025 14:22
Pamela smellti kossi á Neeson Leikararnir Pamela Anderson og Liam Neeson gengu saman rauða dregilinn þar sem Anderson smellti kossi á Neeson. Lífið 24.7.2025 12:43
Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Barnakór Hallgrímskirkju verður stofnaður í haust undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Kórinn er ætlaður börnum í þriðja til fimmta bekk og tekur þátt í helgihaldi kirkjunnar tvisvar á önn og heldur einnig sína eigin tónleika. Menning 24.7.2025 11:59
Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Var það söngvarinn Klaus Meine eða menningarvopnasmiðja CIA sem samdi lag vesturþýsku hljómsveitarinnar Scorpions, Wind of Change? Lífið 24.7.2025 11:32
Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Hlutabréfin í fatamerkinu American Eagle Outfitters hafa rokið upp í kjölfar nýrrar auglýsingarherferðar þess með Hollywood-stjörnunni Sydney Sweeney. Lífið 24.7.2025 10:34
Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól EMotorad er nýtt og spennandi vörumerki á rafmagnshjólamarkaði sem hefur nú rutt sér til rúms á hér á landi. Ísland var sérstaklega valið til þess að kynna vörurnar fyrir Norðurlandamarkaði því neytendur hérlendis eru þekktir fyrir að vera kröfuharðir á gæði. Þessi alþjóðlega vaxandi framleiðandi hefur náð fótfestu á mörkuðum eins og Bandaríkjunum, Suður Evrópu, Ástralíu og Mið-Austurlöndum. Lífið samstarf 24.7.2025 10:04
Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Þennan fimmtudaginn býður BBQ kóngurinn upp á æðislegan pulled pork hamborgara sem tekur bara 10 mínútur að elda. Rúsínan í pylsuendanum er svo pikklað rauðkál sem skýtur réttinum beint upp í meistaradeildina. Lífið samstarf 24.7.2025 08:52
Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Ég elska að klæða mig upp. Það er einn skemmtilegasti hluti dagsins og er mín leið til að vera skapandi og prófa eitthvað nýtt,“ segir tískudrottningin Daníella Saga Jónsdóttir sem kemur sömuleiðis úr mikilli hátískufjölskyldu. Hún ræddi við blaðamann um fataskápinn og persónulegan stíl. Tíska og hönnun 24.7.2025 07:00