Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Heilsulindin KEF SPA & Fitness, sem staðsett er í Hótel Keflavík, er nýr og einstakur áfangastaður hérlendis þar sem sett eru ný viðmið í vellíðan með fallegu umhverfi, hönnun sem nær til allra skynfæra og upplifun sem fólk man eftir. Lífið samstarf 10.4.2025 08:30
Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Minningarsjóður Bryndísar Klöru Birgisdóttur styrktist um átta milljónir króna í gær þegar góðgerðarpitsa Domino's seldist upp. Aldrei hefur góðgerðarpitsan selst jafn fljótt upp. Með fram pitsusölu eru bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins til sölu í Kringlunni. Lífið 9.4.2025 14:41
Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, sem eiga skemmtistaðinn Röntgen og veitingastaðinn Skreið í Reykjavík, munu taka við rekstri pílustaðarins Bullseye, sem er staðsett í gamla Austurbæjarbíói. Viðskipti innlent 9.4.2025 09:12
Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Kokteilabarinn Tipsý bar og lounge var valinn besti barinn í Reykjavík árið 2025 á Norrænu Barþjóna verðlaununum, Bartenders’ Choice Awards, í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærkvöldi. Auk þess var Helga Signý, barþjónn hjá Tipsy, valin rísandi stjarna Íslands. Lífið 25. mars 2025 16:30
Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Stéttarfélagið Efling fullyrðir að nýr kjarasamningur veitingamanna við Virðingu sé óhagstæður fyrir þorra starfsfólks veitingahúsa. Tugum þúsunda króna muni á launum samkvæmt samningnum við Virðingu annars vegar og Eflingarsamningnum hins vegar. Efling hefur sakað Virðingu um að vera „gervistéttarfélag“. Viðskipti innlent 25. mars 2025 09:20
Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Framkvæmdir við byggingu Starbucks kaffihúss á Laugavegi 66-68 í Reykjavík eru langt á veg komnar. Búið er að setja upp merkingar alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar. Viðskipti innlent 21. mars 2025 22:51
Má bera eiganda Gríska hússins út Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana. Innlent 18. mars 2025 11:30
Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Tvö landssambönd og eitt stéttarfélag hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna kjarsamnings Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) og Virðingar. Þau telja að samningurinn feli í sér ólöglegt samráð veitingafyrirtækja en félögin hafa nefnt Virðingu gervistéttarfélag. Viðskipti innlent 17. mars 2025 11:07
Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol Hard Rock Cafe Reykjavík opnaði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur á Lækjargötu 2 árið 2016. Veitingastaðurinn er þekktur fyrir gómsætan mat og drykki, merkilega muni úr rokksögunni sem hanga á veggjum og frábæra stemningu. Hard Rock Cafe Reykjavík er veitingastaður vikunnar á Vísi. Lífið samstarf 17. mars 2025 10:40
Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Óli Hall, framkvæmdastjóri Food and fun, segir það ánægjulegt að svo margar konur taki þátt í ár. Gagnrýni á hátíðina í fyrra hafi opnað umræðuna. Hann er spenntur að reyna að borða hjá öllum gestakokkunum en fólk þurfi að hafa hraðar hendur ætli það að fá borð. Hátíðin hefst á miðvikudag. Viðskipti innlent 10. mars 2025 08:00
Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Helga Haraldsdóttir yfirkokkur segir mikilvægt að lyfta fjölbreytileikanum í eldhúsunum. Í sumum eldhúsum sé eins og fólk stígi aftur til fortíðar. Hún fagnar því að í ár eru fimm gestakokkar á Food&fun en engar konur tóku þátt í fyrra. Viðskipti innlent 9. mars 2025 21:55
Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Eftirlit Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Skattsins á veitingastöðum höfuðborgarsvæðisins leiddi í ljós að einhverjir veitingastaðir eru með starfsfólk sem eru án réttinda til vinnu hérlendis og sumsstaðar var skattaskilum ábótavant. Á flestum stöðum var vel haldið utan um starfsmannamál, skattskil og brunavarnir. Innlent 7. mars 2025 15:40
Segir skilið við Grillmarkaðinn Kokkurinn og veitingahúseigandinn Hrefna Sætran hefur selt hlut sinn í veitingahúsunum Grillmarkaðinum, Trattoria og Rauttvín. Viðskipti innlent 6. mars 2025 15:14
Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Kattakaffihúsið, fyrsta og eina kattakaffihús landsins, fagnaði sjö ára afmæli rekstursins síðastliðinn laugardag með pomp og prakt. Margt var um bæði köttinn og manninn. Lífið 5. mars 2025 13:31
Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Bæta á tveimur bíósölum við Smárabíó og uppfæra skemmtisvæði bíósins. Á sama tíma er unnið að endurnýjun og fjölgun veitingastaða í austurenda Smáralindar. Gert er ráð fyrir því að þrettán nýir veitingastaðir bætist við þar. Nýir bíósalir opna í haust. Í Smárabíó eru fyrir fimm bíósalir sem rúma um þúsund manns samanlagt. Viðskipti innlent 4. mars 2025 13:32
Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Í sumar verður nýtt baðlón opnað í uppsveitum Árnsessýslu undir nafninu Laugarás lagoon. Lónið verður við brúna sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Ásamt baðlóninu verður veitingastaður opnaður, sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir. Viðskipti innlent 4. mars 2025 10:10
Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Ekkert fékkst upp í ríflega 120 milljóna króna kröfur í þrotabú tveggja einkahlutafélaga hjóna sem ráku veitingastaði á Akureyri, meðal annars útibú keðjanna Hamborgarafabrikkunnar, Lemon og Blackbox þar í bæ. Viðskipti innlent 3. mars 2025 16:24
Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Í hjarta Reykjavíkur, á horni Skólavörðustígs og Óðinsgötu er að finna veitingastaðinn Sjávargrillið. Staðurinn er þekktur fyrir að bjóða upp á einstaka matarupplifun þar sem ferskasta hráefni er í forgrunni. Sjávargrillið er veitingastaður vikunnar á Vísi. Lífið samstarf 3. mars 2025 08:47
Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Gjaldþrota veitingamaður mátti greiða innflytjanda Coca-Cola á Íslandi tæplega þrjátíu milljónir króna, rétt áður en hann varð gjaldþrota. Hæstiréttur taldi innflytjandann ekki hafa verið grandsaman um ógjaldfærni veitingamannsins þrátt fyrir að félög hans væru í verulegum fjárhagsvanda. Viðskipti innlent 27. febrúar 2025 13:22
Vilja hvalkjöt af matseðlinum Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga, listamanna og annarra, hafa skrifað undir áskorun sem beinist að veitingamönnum, áskorun þess efnis að þeir taki hvalkjöt af matseðli sínum. Innlent 26. febrúar 2025 10:35
Bobbingastaður í bobba Fyrirtækið Hooters of America, sem rekur veitingastaðakeðjuna Hooters, er sagt vinna með lánadrottnum að því að lýsa yfir gjaldþroti á næstu mánuðum. Viðskipti erlent 23. febrúar 2025 21:14
„Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Starfsmenn KFC á Selfossi ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því veitingastjóri staðarins lent í öðru sæti í keppni á heimsvísu um besta hamborgarann hjá veitingakeðjunni. Keppandinn segir að um þynnkuborgara sé fyrst og fremst að ræða enda sé hann trylltur í þynnkunni. Lífið 22. febrúar 2025 19:51
Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Alþjóðlega veitingastaðakeðjan Wok to Walk opnaði fyrsta staðinn sinn hér á landi í desember en í dag eru þeir þrír talsins; í Borgartúni í Reykjavík, á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og á Smáratorgi. Staðirnir bjóða upp á ferskan asískan götubita sem er eldaður á wok pönnum yfir opnum eldi fyrir framan gestina. Lífið samstarf 21. febrúar 2025 11:30
Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í nótt á þriðja tímanum þegar eldur kom upp í veitingastaðnum Hamborgarafabrikkunni, sem staðsettur er á Höfðatorgi við Katrínartún. Innlent 20. febrúar 2025 06:44