Formúla 1

Barrichello náði besta tíma á lokadegi æfinga á Jerez brautinni

Rubens Barrichello á Williams á Jerez brautinni í gær. Hann ók
einnig í dag.
Rubens Barrichello á Williams á Jerez brautinni í gær. Hann ók einnig í dag. Mynd:Getty Images/Mark Thompson
Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello á Williams náði besta tíma á lokadegi æfinga Formúlu 1 liða á Jerez brautinni á Spáni í dag. Keppnislið hafa æft þar frá því á fimmtudag. Japaninn Kamui Kobayashi á Sauber var með næsta besta tíma í dag, 0.769 sekúndum á eftir Barrichello, samkvæmt frétt á autosport.com. Brasilíumaðurinn Bruno Senna ók bíl Lotus Renault liðsins í dag, en Þjóðverjinn Nick Heidfeld sem liðið prófaði í gær náði besta tíma í gær. Liðið var að skoða hann sem mögulegan staðgengil fyrir Pólverjann Kubica. Rigndi létt þegar innan við hálftími var eftir af æfingunni í dag, en fjórir ökumenn reyndu bíla sína á útgáfu regndekkja fyrir minni bleytu en meiri frá Pirelli. Það voru þeir Barrichello, Alonso, Þjóðverjinn Nico Rosberg og Svisslendingurinn Sebastian Buemi. Aðrir ökumenn reyndu bíla sína ekki í bleytunni. Næsta æfing er í Barcelona á föstudaginn. Tímarnir í dag 1. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m19.832s 103 2. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m20.601s + 0.769s 86 3. Fernando Alonso Ferrari 1m21.074s + 1.242s 115 4. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m21.213s + 1.381s 90 5. Bruno Senna Renault 1m21.400s + 1.568s 68 6. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m21.632s + 1.800s 43 7. Nico Rosberg Mercedes 1m22.103s + 2.271s 45 8. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m22.222s + 2.39 s 90 9. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m22.278s + 2.446s 70 10. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m22.985s + 3.153s 45 11. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m23.111s + 3.279s 99 tímarnir frá autosport.com



Fleiri fréttir

Sjá meira


×