Formúla 1

Ákvörðun FIA: Keppt í Barein þrátt fyrir mótmæli

Birgir Þór Harðarson skrifar
Síðast var keppt í Barein árið 2010. Nú er aðeins rúm vika í næsta kappakstur þar.
Síðast var keppt í Barein árið 2010. Nú er aðeins rúm vika í næsta kappakstur þar. AP
Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) ákvað í nótt að mótið í Barein skyldi fara fram, þrátt fyrir gríðarlega umræðu um öryggi starfsmanna keppnisliðanna og áhorfenda.

FIA segir að öryggi í Barein hafi verið tryggt, enda eru mótmælin ekki eins mikil og í fyrra þegar mótinu var aflýst.

Umræðan hefur ekki síst snúist um hagsmuni þjóðarinnar í Barein, sem berst nú gegn alræði konungsstjórnarinnar í landinu. Stjórninni virðist ekki haggað þrátt fyrir stöðug mótmæli í landinu í hátt í tvö ár.

Forsvarsmenn alþjóðasambandsins segjast hafa fylgst vel með þróun mála á eyjunni í Persaflóa og telja ekki ástæðu fyrir Formúlu 1 til að hafa áhyggur af framvindu mála.

Gríðarlegir fjármunir eru í húfi fyrir alla þá sem koma að kappakstrinum í Barein, eins og Vísir greindi var frá í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Gríðarlegir fjármunir í húfi verði mótinu í Barein aflýst

Umræðan um hvort Formúla 1 eigi að fara til Barein og keppa þar 22. apríl hefur magnast í aðdraganda kínverska kappakstursins um næstu helgi. Gríðarlegir fjármunir eru fólgnir í kappakstrinum bæði fyrir hagkerfið í Barein og fyrir auglýsendur og keppnislið í Formúlunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×