Formúla 1

Alonso með besta stuðulinn

Birgir Þór Harðarson skrifar
Alonso er talinn sigurstranglegastur í ár.
Alonso er talinn sigurstranglegastur í ár. nordicphotos/afp
Fernando Alonso er talinn lang líklegastur til að vinna heimsmeistaratitilinn í haust. Veðbankar gefa honum líkurnar 11/10. Alonso hefur nú 40 stiga forystu í heimsmeitarakeppninni þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað.

Þeir Sebastian Vettel, Mark Webber, Lewis Hamilton, Jenson Button og Kimi Raikkönen eru helstu keppinautar Alonso um titilinn. Stuðullinn þeirra er ekki eins flottur. Vettel er með 3/1, Hamilton með 6/1, Webber 14/1 og Raikkönen með 16/1.

Tony Dodgins, álitsgjafi hjá breska tímaritinu Autosport, gerir ráð fyrir að keppinautar Alonso muni þurfa að beita liðsskipunum til að eiga möguleika á að skáka Ferrari bílstjóranum.

"Það eru margar erfiðar ákvarðanir sem bíða liðstjóranna á næstu mánuðum," segir Dodgins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×