Íslenski boltinn

Milos gagnrýnir Frey: Hann á að vera fyrirmynd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir
Víkingur og Leiknir skildu jöfn, 1-1, í miklum baráttuleik í Víkinni. Bæði mörkin komu á lokakaflanum en Víkingur tryggði sér stigið með jöfnunarmarki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

„Ég er ekki ánægður með að hafa fengið bara eitt stig á heimavelli en eftir allt sem gerðist í leiknum er ég ánægður með að hafa fengið stig á síðustu mínútu. En mér fannst við hafa gert nóg til að skora áður en þeir komast yfir,“ segir hann.

„Það eina sem ég er ósáttur við að hafa fengið mark á okkur. Við fengum góð færi til að gera út um leikinn en manni er refsað þegar maður nýtir þau ekki.“

Leiknismenn komust yfir með sjálfsmarki Víkinga en Milos sagði að hans menn hefðu sagt að boltinn hafi farið út af í aðdraganda hans. „En ég er ekki viss því ég var ekki með gott sjónarhorn sjálfur.“

Það var hart tekist á í leiknum og voru Leiknismenn ósáttir við hvernig var tekið á brotum Víkinga í leiknum.

„Það var ekkert leikplan hjá Leiknismönnum. Það var bara leikrit hjá þeim. Ég virði kollega mína báða en annar þeirra er að vinna fyrir KSÍ og á að vera öðrum til fyrirmyndar. Mér fannst hann ekki gera það í kvöld en ég ætla ekki að tjá mig meira um það,“ sagði Milos en en Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, er þjálfari kvennalandsliðs Íslands.

Milos segir að sæti Víkinga í Pepsi-deild karla sé enn í hættu.

„Okkur vantar um sex stig til að vera öruggir og við höfum nú sex leiki til að ná þeim. Ég er handviss um að okkur takist það, sérstaklega ef við spilum eins og í seinni hálfleik í kvöld og sýnum þann karakter sem tryggði okkur stigið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×