Íslenski boltinn

Bjarni Ólafur: Stórkostlegt að vinna titil áður en ég hætti

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Bjarni Ólafur fagnar hér marki sínu í dag.
Bjarni Ólafur fagnar hér marki sínu í dag. Vísir/Anton
„Tilfinningin er frábær, stuðningsmenn liðsins eiga þetta skilið enda alltof langt síðan liðið vann titil síðast,“ sagði Bjarni Ólafur Eiríksson, hetja Valsmanna í 2-0 sigri á KR í úrslitum Borgunarbikarsins í dag.

„Mér fannst við spila mjög vel í dag. Við gáfum fá færi á okkur og gáfum þeim engan tíma á boltanum. Þeir eru með gott fótboltalið og við vissum að við þyrftum að vera nálægt þeim því ef maður gefur þeim tíma eru þeir hrikalega góðir.“

Bjarni viðurkenndi að það hefði verið töluverður léttir þegar Kristinn Ingi Halldórsson bætti við öðru marki Valsmanna sem gerði endanlega út um vonir KR-inga.

„Við fengum fín færi en okkur tókst ekki að nýta þau þannig það var töluverður léttir þegar hann skorar. Eitt mark er engin forysta í bikarúrslitaleik.“

Bjarni sem er uppalinn í herbúðum Vals var skiljanlega sáttur með þriðja titil félagsins á síðustu 25 árum en hann hefur verið hluti af liðinu í öll þessi þrjú skipti.

„Mér finnst þetta stórkostlegt og að vinna titil áður en ég fer að hætta er stórkostleg tilfinning,“ sagði Bjarni sem sagði að staðreyndin að andstæðingurinn væri KR hefði ekkert auka gildi.

„Bara að vinna bikar er æðisleg tilfinning.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×