Íslenski boltinn

Pedersen: Vonandi get ég spilað og skorað einhver mörk

Það er óvist hvort einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar, Patrick Pedersen, geti spilað bikarúrslitaleikinn fyrir Val gegn KR um helgina.

Pedersen er meiddur og í miklu kapphlaupi við tímann.

„Ég veit ekki hvort ég nái leiknum. Ég er betri í dag en í gær og þetta verður að koma í ljós. Ég myndi segja að líkurnar á að ég spili séu svona 60/40," sagði Pedersen er hann hitti lækni í dag.

Valur hefur ekki skorað í þeim leikjum sem Pedersen hefur misst af. Til að bæta gráu ofan á svart þá má Emil Atlason ekki heldur spila með Val í leiknum.

„Þetta er vandamál. Vonandi get ég spilað og skorað einhver mörk. Við verðum samt að spila vel sem lið og ég er viss um að við vinnum leikinn."

Svava Kristín Gretarsdóttir fór með Pedersen til læknis í dag og má sjá viðtal hennar við framherjann hér að ofan.


Tengdar fréttir

Patrick, Haukur Páll og Ingvar myndu ekki spila væri leikurinn í kvöld

Patrick Pedersen, aðalframherji Valsmanna í Pepsi-deild karla, er í kapphlaupi við tímann fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KR á laugardaginn. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna, segir í samtali við Vísi að Pedersen sé ekki fótbrotinn. Um helmingslíkur eru á því að sá danski spili á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×