Íslenski boltinn

Alex Freyr spilar með Víkingi næsta sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Freyr ásamt Milos Milojevic þjálfara Víkings
Alex Freyr ásamt Milos Milojevic þjálfara Víkings Mynd/Knattspyrnudeild Víkings
Alex Freyr Hilmarsson hefur samið við Víkinga og mun leika með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum.

Alex Freyr Hilmarsson er 22 ára miðjumaður sem hefur leikið með Grindavík frá árinu 2012. Hann skoraði 7 mörk í 20 leikjum með Grindavík í 1. deild karla síðasta sumar.

Alex Freyr lék 16 leiki með Grindavík í Pepsi-deildinni sumar og var þá með eitt mark og sjö stoðsendingar.

Uppeldisfélag Alex Freys er Sindri frá Höfn í Hornafirði áður en hann spilaði með meistaraflokki Sindra frá 2009 til 2011.

Alex Freyr hefur verið undir smásjá erlendra liða en hann var meðal annars á reynslu hjá Malmö í Svíþjóð nú í haust. Hann gerir þriggja ára samning við Víking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×