Ein dýrasta útsending sögunnar muni skila milljörðum í þjóðarbúið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. október 2021 21:31 Ólafur Hrafn Steinarsson er formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. SIGURJÓN ÓLASON Ein dýrasta sjónvarpsútsending Íslandssögunnar fer nú fram í Laugardalshöll þar sem heimsmeistaramót í rafíþrótt fer fram. Reiknað er með að mótið skili nokkrum milljörðum í þjóðarbúið og að áhorfið sé meira en á Eurovision. Um er að ræða heimsmeistaramótið í League of legends sem er stærsti viðburður rafíþrótta á hverju ári. Mikið púður hefur farið í uppsetningu í höllinni sem nánast er óþekkjanleg á þessum myndum. „Og ég skora á alla að kíkja og hugsa: Vá þetta er í alvörunni bara í gömlu handboltahöllinni í Laugardal,“ sagði Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. Hátt í 250 milljónir horfa á úrslitin Hann segir að kostnaður við uppsetningu sviðanna sé trúnaðarmál en að hann hlaupi á nokkrum milljörðum. Útsendingin spannar yfir nokkra daga en reikna má með að 150 til 250 milljónir áhorfenda horfi á úrslitin á hundrað milljón stöðum - en áhorfstölur hafa verið meiri en á Eurovision og úrslitakeppni NBA. Virði 60 milljarða íslenskra króna Ólafur segir að verðmæti útsendingarinnar hlaupi á hálfum milljarði bandaríkjadala sem gera um rúma 60 milljarða íslenskra króna. „Þannig þetta er töluvert verðmæt útsending og í raun og veru verðmætari og stærri en Eurovision að öllu leyti.“ Stórstjörnur í höllinni Hann segir stórstjörnur keppa í höllinni. „Liðin sem eru að koma frá Kóreu flugu hingað í einkaþotu. Reynt var að kaupa stærstu stjörnuna yfir til Kína fyrir 10 milljónir dollara. Þegar hann flaug þangað á fund þá mættu þrjú þúsund manns á flugvöllinn og öskruðu yfir sig þannig það var eins og að Bítlarnir væru að mæta.“ Ólafur segir að mótið skili nokkrum milljörðum í þjóðarbúið. „Þá er ótalið yfir 20 þúsund gistinætur sem hafa komið með öllu starfsfólki og liðunum sem koma hingað og svo að sjálfsögðu verðmæti landkynningarinnar að halda útsendingu þar sem hundrað milljón manns á dag eru að horfa á það sem er að gerast í Laugardalnum hefur aukið hróður Íslands mikið á alþjóðavettvangi. Sérstaklega gagnvart nýjum hópi af nýfullorðnu fólki eða unglingum sérstaklega í Asíu sem hafa kannski aldrei heyrt um Ísland.“ Hægt er að fylgjast með útsendingunni á Stöð2 eSport. Rafíþróttir Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Um er að ræða heimsmeistaramótið í League of legends sem er stærsti viðburður rafíþrótta á hverju ári. Mikið púður hefur farið í uppsetningu í höllinni sem nánast er óþekkjanleg á þessum myndum. „Og ég skora á alla að kíkja og hugsa: Vá þetta er í alvörunni bara í gömlu handboltahöllinni í Laugardal,“ sagði Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. Hátt í 250 milljónir horfa á úrslitin Hann segir að kostnaður við uppsetningu sviðanna sé trúnaðarmál en að hann hlaupi á nokkrum milljörðum. Útsendingin spannar yfir nokkra daga en reikna má með að 150 til 250 milljónir áhorfenda horfi á úrslitin á hundrað milljón stöðum - en áhorfstölur hafa verið meiri en á Eurovision og úrslitakeppni NBA. Virði 60 milljarða íslenskra króna Ólafur segir að verðmæti útsendingarinnar hlaupi á hálfum milljarði bandaríkjadala sem gera um rúma 60 milljarða íslenskra króna. „Þannig þetta er töluvert verðmæt útsending og í raun og veru verðmætari og stærri en Eurovision að öllu leyti.“ Stórstjörnur í höllinni Hann segir stórstjörnur keppa í höllinni. „Liðin sem eru að koma frá Kóreu flugu hingað í einkaþotu. Reynt var að kaupa stærstu stjörnuna yfir til Kína fyrir 10 milljónir dollara. Þegar hann flaug þangað á fund þá mættu þrjú þúsund manns á flugvöllinn og öskruðu yfir sig þannig það var eins og að Bítlarnir væru að mæta.“ Ólafur segir að mótið skili nokkrum milljörðum í þjóðarbúið. „Þá er ótalið yfir 20 þúsund gistinætur sem hafa komið með öllu starfsfólki og liðunum sem koma hingað og svo að sjálfsögðu verðmæti landkynningarinnar að halda útsendingu þar sem hundrað milljón manns á dag eru að horfa á það sem er að gerast í Laugardalnum hefur aukið hróður Íslands mikið á alþjóðavettvangi. Sérstaklega gagnvart nýjum hópi af nýfullorðnu fólki eða unglingum sérstaklega í Asíu sem hafa kannski aldrei heyrt um Ísland.“ Hægt er að fylgjast með útsendingunni á Stöð2 eSport.
Rafíþróttir Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira