ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata ÍR-ingar voru ekki lengi að bæta við sig leikmanni í jólafríinu. Króatíski körfuboltamaðurinn Emilio Banić hefur skrifað undir samning við ÍR og mun spila með Breiðhyltingum í Bónus-deild karla í körfubolta á nýju ári. Körfubolti 22.12.2025 07:46
Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Álftaness í körfubolta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Álftnesingum í kvöld. Hjalti var áður aðstoðarþjálfari liðsins undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar. Körfubolti 21.12.2025 23:19
„Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfari ÍA, segir að liðið þurfi að bæta varnarleikinn á nýju ári. Fara þurfi yfir hugarfarið og vinnureglur í varnarleiknum í komandi jólafríi. Körfubolti 19.12.2025 21:46
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti 19.12.2025 18:15
„Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Hilmar Pétursson var að vonum sáttur eftir sigur Keflavíkur á Njarðvík, 93-83, í grannaslag í síðasta leik liðsins á þessu ári. Körfubolti 18. desember 2025 22:13
„Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ „Það er eðlilegt að vera leiður þegar maður tapar svona leik,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir naumt tap liðsins gegn Val í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 18. desember 2025 22:02
ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Valsmenn unnu baráttusigur er liðið heimsótti ÍR í lokaumferð Bónus-deildar karla í körfubolta fyrir stutt jólafrí í kvöld, 82-85. Körfubolti 18. desember 2025 21:47
„Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Kristófer Acox, leikmaður Vals í Bónus-deild karla í körfubolta, gat andað léttar eftir nauman þriggja stiga sigur liðsins gegn ÍR í kvöld, 82-85. Körfubolti 18. desember 2025 21:32
Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Grindavík vann baráttusigur, 106-94, á Þór í Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld eftir að hafa elt heimamenn allan leikinn. Grindavík heldur toppsæti deildarinnar en Þór berst við botninn. Körfubolti 18. desember 2025 21:00
Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Tindastóll heldur áfram að raða inn stigum í Bónus deild karla í körfubolta. Liðið vann 130-117 sigur á KR í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Körfubolti 18. desember 2025 21:00
Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, segir vel geta verið að gott umtal síðustu vikna hafi stigið einhverjum af hans leikmönnum til höfuðs. Ekkert lið verði meistari á þessum tímapunkti en Keflavík ætlar sér að verða bestir þegar úrslitakeppnin tekur við. Keflavík og Njarðvík mætast í Bónus deildinni í kvöld. Körfubolti 18. desember 2025 11:31
Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Benedikt Guðmundsson grunar að jákvætt umtal hafi stigið liði Keflavíkur til höfuðs. Körfubolti 16. desember 2025 14:45
„Auðvitað var þetta sjokk“ Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Álftaness, segir það hafa verið sjokk að heyra að Kjartan Atli Kjartansson væri hættur sem þjálfari liðsins. Hans verði saknað en nú verði menn að þjappa sér vel saman og finna meiri gleði og baráttu í sínum leik. Körfubolti 15. desember 2025 18:06
Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, settur þjálfari Álftaness, segir leikmenn hálf skammast sín eftir þungt tap gegn Tindastól á dögunum og afsögn Kjartans Atla Kjartanssonar úr starfi þjálfara liðsins. Kjartan bað Hjalta um að taka við af sér fljótlega eftir tapið gegn Stólunum á föstudag. Álftanes heimsækir nágranna sína í Stjörnunni í kvöld í bikarnum. Körfubolti 15. desember 2025 11:58
„Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Kemi tilþrif tíundu umferðar Bónusdeildar karla í körfubolta voru heldur betur ekki af lakari gerðinni. Þau voru tekin saman í síðasta Bónus Körfuboltakvöldi. Körfubolti 14. desember 2025 23:31
Kjartan Atli lætur af störfum Stjórn körfuknattleiksdeildar Álftaness hefur komist að samkomulagi um starfslok Kjartans Atla Kjartanssonar, aðalþjálfara Álftaness. Ákvörðun um að Kjartan láti af störfum er hans eigin samkvæmt tilkynningu stjórnar. Körfubolti 13. desember 2025 12:43
Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Álftanes var flengt fastar en nokkuð annað lið í sögu efstu deildar karla í körfubolta þegar Tindastóll kom í heimsókn í gærkvöldi. Körfubolti 13. desember 2025 12:06
Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Tindastóll setti upp algjöra sýningu á Álftanesi í kvöld, þegar liðið rassskellti heimamenn með ótrúlegum 59 stiga sigri, 137-78. Stólarnir skoruðu 73 stig í fyrri hálfleik. Körfubolti 12. desember 2025 20:50
„Get ekki verið fúll út í mína menn“ Þrátt fyrir tap fyrir KR í Vesturbænum, 102-96, í Bónus deild karla í kvöld var Borche Ilievski, þjálfari ÍR, sáttur með framlag sinna manna í leiknum. Körfubolti 11. desember 2025 21:57
Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Þórir Guðmundur Þorbjarnarson spilaði stórvel þegar KR lagði ÍR að velli, 102-96, í Bónus deild karla í kvöld. Hann var sáttur með sigurinn eftir erfitt gengi KR-inga upp á síðkastið. Körfubolti 11. desember 2025 21:45
Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Eftir fjögur töp í röð komst KR á sigurbraut þegar liðið vann ÍR, 102-96, á Meistaravöllum í 10. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Körfubolti 11. desember 2025 21:45
ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Skagamenn fengu Stjörnuna í heimsókn í AvAir höllina á Skaganum í 10. umferð í Bónus deild karla í kvöld. Niðurstaðan varð öruggur sigur Stjörnunnar, 105-85. Körfubolti 11. desember 2025 21:25
Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Valur bar sigurorð af Keflvík, 111-91, þegar liðin áttust við í 10. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Valur hefur nú sigrað í síðustu fimm deildarleikjum sínum. Körfubolti 11. desember 2025 21:01
Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Grindvíkingar tóku á móti Ármanni í kvöld en heimamenn þurftu heldur betur að svara fyrir afhroðið gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Að sama skapi voru Ármenningar að leita að sínum öðrum sigri í röð eftir að hafa landað þeim fyrsta gegn Þór í síðasta leik. Körfubolti 11. desember 2025 18:31
„Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Kristófer Acox átti flottan leik þegar Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram með sigri á Njarðvíkingum og Bónus Körfuboltakvöld er á því að hann sé nú búinn að komast endanlega í gegnum hræðilegu meiðslin í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 9. desember 2025 10:01