
Lík brennd í Grafarvogi
Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu um uppbyggingu nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi. Leiða má að því líkur að margir íbúar Grafarvogs hafi leitt hugann að háværum umkvörtunum íbúa í nágrenni við Fossvogskirkjugarð við þessi tíðindi.