Alþingi

Fréttamynd

Atli bjóst ekki við ákærum

Stjórnmál Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar um rannsóknarskýrsluna, undrast reiði sjálfstæðismanna vegna ákærunnar á hendur Geir H. Haarde og segir hana vekja upp spurningar hvort búið hafi verið að semja um aðra niðurstöðu fyrirfram.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki loðmulla, háttvirtur þingmaður“

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er ekki hrifinn af skýrslu þingmannanefndar um rannsóknarskýrsluna. Pétur kallaði niðurstöðu nefndarinnar loðmullu og lét þannig í ljós að honum fyndist nefndin sýna linkind í afstöðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Ben: Trúnaðargögnum haldið frá þingmönnum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á Alþingi í dag þar sem hann gagnrýndi málflutning þingmannanefndar um rannsóknarskýrsluna þar sem því er borið við að stór hluti þeirra gagna sem nefndin notaðist við í vinnu sinni sé trúnaðarmál og því ekki hægt að opinbera þau.

Innlent
Fréttamynd

Atli: Ráðherrunum átti ekki að bregða

Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar um niðurstöður Rannsóknarskýrslu Alþingis, segir að þeim fjórum ráðherrum sem lagt er til að verði ákærðir fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð hefði ekki átt að koma á óvart að nefndin væri að skoða þann möguleika. Hann segir að þeir hafi fengið bréf frá nefndinni þar sem kom fram að verið væri að skoða ráðherraábyrgð og vísað sérstaklega í kafla skýrslunnar sem fjalla um þau atriði.

Innlent
Fréttamynd

Merkilegar tillögur

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að skýrsla þingmannanefndarinnar sem birt var í dag afar merkileg. Að hans mati er um umbótatillögur að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstöður þingmannanefndar fyrirferðarmestar

Tveggja vikna septemberþing verður sett í dag. Það er fyrst og fremst hugsað til að afgreiða mál sem ekki tókst að klára fyrr í ár. Fjölmiðlalög og lagabálkur um útlendinga og flóttamenn meðal þess sem ræða á.

Innlent
Fréttamynd

Sífellt fleiri vilja leiðréttingu

Almenn niðurfelling skulda upp á 20 prósent kostar 114 milljarða, setur Íbúðalánasjóð á hausinn og eykur útgjöld hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og bönkunum. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Formaður má ekki segja frá

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefur, eftir að styrkjaumræðan komst í hámæli, beðið styrkveitanda sinn frá 2006 um leyfi til að greina frá styrk upp á hálfa milljón, en ekki fengið leyfið. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því þegar styrkurinn var veittur að það yrði gert í nafnleysi. Þannig hafi verið um marga styrki til ýmissa frambjóðenda.

Innlent
Fréttamynd

Borgarráð vill svör frá Árna

Borgarráð vill skýringar frá Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra vegna yfirlýsinga hans um fækkun starfa í heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og velferðar- og öldrunarþjónustu. Borgarráð hefur áhyggjur af áhrifum þessa á atvinnuástand í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Auðlindamálin sett á dagskrá

Kosið verður til stjórnlagaþings í síðasta lagi 31. október samkvæmt breytingatillögu meirihluta allsherjarnefndar á frumvarpi forsætisráðherra um þingið.

Innlent
Fréttamynd

Aðstæður gjörbreyttar

„Í nóvember var ferðaþjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorgun. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fundarins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfirstaðið eða í rénun.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnir verði endurvaktar

Stjórnir heilbrigðisstofnana verða endurvaktar nái tillaga nokkurra þingmanna, með Ásmund Einar Daðason, VG, í fararbroddi, fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Þurfandi mætt með aðstoð og leik

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur úthlutað 30 milljónum króna úr sjóði sem stofnaður var í tilefni Evrópuársins gegn fátækt og félagslegri einangrun. 21 verkefni hlaut styrk en sótt var um framlög vegna 84 verkefna upp á samtals rúmlega 200 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Vill sameina 80 ríkisstofnanir á næstu árum

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á flokkstjórnarfundi samfylkingarinnar í dag. Þá ætlar hún að beita sér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingu bankanna verði málinu ekki gerð ítarleg skil í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarnefndin tekin til starfa

Rannsóknarnefnd Alþingis sem ætlað er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna og tengda atburði hefur tekið til starfa. Á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu sem nefndin hélt í dag kom fram að nefndin hefur þegar fundað með fulltrúum í fjármálalífinu á borð við skilanefndir bankanna, forsvarsmenn Kauphallar, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka.

Innlent
Fréttamynd

Rætt um rannsóknarnefnd Alþingis

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, mælti í morgun fyrir frumvarpi um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna. Frumvarpið er lagt fram af forseta Alþingis og formönnum allra stjórnmálaflokka sem eiga þar sæti.

Innlent
Fréttamynd

Lækkuðu skatta um 22 milljarða króna

Alþingi lauk störfum fyrir jól um klukkan sjö í gærkvöldi með afgreiðslu laga um virðisaukaskatt á matvæli, sem lækkar ýmist úr 24,5 prósentum eða 14 prósentum í 7 prósent í mars á næsta ári. Þessi lækkun og skattalagabreytingar sem taka gildi um áramótin, svo sem lækkun tekjuskatts um eitt prósentustig, lækka skatta á landsmenn um samanlagt tuttugu og tvo milljarða króna. Alþingi afgreiddi einnig með hraði í gær lög um fjármál stjórnmálaflokkannna.

Innlent
Fréttamynd

SUS tætir í sig frumvarp um starfsemi stjórnmálaflokka

Framkvæmdsastjórn sambands ungra sjálfstæðismanna telur frumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi um fjármál stjórnmálaflokka, meingallað og varar við þeim grundvallarsjónarmiðum sem ráðið hafa för við gerð þess. Ungir sjálfstæðismenn telja, að með frumvarpinu séu stjórnmálaflokkarnir að misnota umboð sitt frá almenningi í þeim tilgangi að viðhalda eigin völdum.

Innlent
Fréttamynd

Fjárlaganefnd vill setja Öryggismálanefnd í gang

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vill að Öryggismálanefnd, samstarfsvettvangur allra stjórnmálaflokkanna verði sett á laggirnar á vegum forsætisráðuneytisins. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að framlagið til þessarar nýju Öryggismálanefndar verði 16 milljónir króna árið 2007. Í álitinu sínu vísar meirihlutinn til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 26. september um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins.

Innlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra neitaði að svara fyrirspurn á Alþingi

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, var gagnrýndur á Alþingi í dag þegar hann neitaði að svara fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Kristinn vildi vita hversu oft símar Alþingismanna hafi verið hleraðir fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda, hvenær það hafi gerst, hverjir hafi verið hleraðir og hver ástæðan var fyrir hleruninni.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um horfur í efnahagslífinu

Forsætisráðherra staðhæfði á Alþingi í dag að þenslan væri á mikilli niðurleið og spenna mjög að minnka í efnahagslífinu. Formaður Vinstri grænna fullyrti hins vegar á móti að ekkert gengi að vinna á jafnvægisleysinu.

Innlent
Fréttamynd

Geir flytur stefnuræðu sína í kvöld

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flytur í kvöld stefnuræða sína á Alþingi. Geir flytur ræðuna klukkan 19:50 en í framhaldinu fara svo fram umræður. Sýnt verður beint frá stefnuræðunni og umræðunum á Vísir.is.

Innlent
Fréttamynd

Á að tryggja að ekki sé óeðlileg mismunun

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um breytingar á lögum um heimild til samning um álbræðslu á Grundartanga. Frumvarpið er í tengslum við stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga

Innlent
Fréttamynd

Stóriðjustefna eða ekki?

Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að reisa þrjú ný álver á næstunni og greiða fyrir framkvæmdum í Helguvík. Í sumar sagði hann hins vegar að stjórnvöld hefðu í raun enga stóriðjustefnu.

Innlent
Fréttamynd

Hefur afsalað sér þingmennsku

Halldór Ásgrímsson, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, afsalaði sér þingmennsku með bréfi til forseta Alþingis í dag. Halldór hefur setið á þingi frá árinu 1974 til þessa dags, ef undan er skilið tímabilið nóvember til desember 1978 en þá var hann varaþingmaður Austrulandskjördæmis Sæunn Stefánsdóttir, nýkjörinn ritari Framsóknarflokksins tekur sæti Halldórs Ásgrímssonar á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins

Haraldur Ólafsson prófessor emiritus og fyrrverandi alþingismaður var sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins síðastliðinn föstudag. Heiðursmerki Letterstedtska félagsins er árlega veitt einum Norðurlandabúa fyrir mikilvægt framlag til norrænnar samvinnu.

Innlent