Eins og fram hefur komið eru framkvæmdir hafnar við að leggja gervigras á Vodafone-völlinn, heimvöll Vals.
Síðasti leikurinn á náttúrulegu grasi á Vodafone-vellinum fór fram laugardaginn 25. júlí þegar karlalið Vals tapaði 0-1 fyrir Víkingi.
Karlaliðið mun klára tímabilið á Laugardalsvellinum en stelpurnar ætla að halda sig heima.
„Okkur býðst til að spila á Laugardalsvelli en okkur líður vel heima. Við erum með okkar klefa, spilum á þeim velli sem við æfum á og erum á heimavelli. Okkur finnst við ekki vera á heimavelli á Laugardalsvelli,“ sagði Ólafur í samtalinu við Fótbolta.net.
Ekki eru allir á eitt sáttir með þessa ákvörðun en Rakel Logadóttir, fyrrverandi leikmaður og margfaldur Íslandsmeistari með Val, lýsti yfir undrun sinni á þessu á Twitter í dag eins og sjá má hér að neðan.
Valur á þrjá heimaleiki eftir í Pepsi-deildinni; gegn Stjörnunni á fimmtudaginn, Þór/KA 1. september og Þrótti 12. september.
Ég trúi ekki að Valsstelpunum langi að spila á æfingasvæði Vals á meðan strákarnir spila á Lau.velli. En það er bara mín skoðun. #fotbolti
— Rakel Logadóttir (@rakelloga) August 4, 2015