Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Leiknir - KR 0-2 | Leiknismenn fallnir í 1. deild Guðmundur Marinó Ingvarsson á Leiknisvelli skrifar 26. september 2015 02:43 Leiknismenn eru í erfiðri stöðu. vísir/pjetur Leiknir féll í dag niður í 1. deild karla í fótbolta eftir 2-0 tap gegn KR í 21. umferð Pepsí deildar karla á heimavelli. Rokið í dag setti sterkan svip á leikinn og þá sérstaklega fyrri hálfleik þegar KR lék undan vindi. Það gagnaðist KR lítið að spila undan sterkum vindinum þó liðið hafi verið mikið með boltann. Liðið náði ekki nýta sóknirnar og gerðist í raun fátt markvert í fyrri hálfleik þó bæði lið hafi átt sín augnablik. Vindinn lægði er leið á leikinn og var í raun allt annar leikur á boðstólnum í seinni hálfleik. Á móti vindinum náði KR að halda boltanum betur á jörðinni og ógna vel sem skilaði því að liðið skoraði tvö góð mörk. Leiknir svaraði seinna marki KR ágætlega og átti sinn besta kafla í leiknum en liðið náði ekki að nýta þau fáu færi sem liðið skapaði og láta Sindra Snæ Jensson vinna að einhverju ráði í markinu fyrir utan eitt langskot sem kom skömmu eftir að Sindri meiddist lítillega. Sóknarleikurinn varð Leikni að falli eins og svo oft í sumar en liðið barðist vel á móti KR og verður ekki sakað um uppgjöf. Gæðin í KR-liðinu voru einfaldlega of mikil fyrir Leikni að yfirstíga í dag. Á sama tíma og fall Leiknis var óumflúið tryggði KR sér þriðja sæti deildarinnar og um leið þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar að ári. Liðin hafa því ekkert nema stoltið að leika upp á í síðustu umferð Pepsí deildarinnar um næstu helgi. Pálmi: Grenjum ekki Evrópusætið„Evrópusæti og þriðja sæti, við grenjum það ekkert,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason fyrirliði KR eftir að liðið gulltryggði þátttökurétt sinn í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. „Við spilum með vindi í fyrri hálfleik og náum ekki að skora á þá. Við reiknuðum með því að þeir myndu setja okkur undir sömu pressu í seinni hálfleik en það kannski lægir örlítið. „Við náum upp góðu spili í seinni hálfleik og skorum tvö fín mörk. Þá verður þetta erfitt fyrir þá.“ Þó KR-ingar hafi verið ánægðir með að tryggja þriðja sætið úr því sem komið var þá er tímabilið óneitanlega vonbrigði hjá liðinu. „Við ætluðum ekki að fara í bikarúrslitaleik og tapa honum og ná svo þriðja sætinu. Það var ekki markmiðið okkar. Það geta ekki allir unnið og við þurftum því miður að bíta í það súra epli að vinna ekkert núna. „En Evrópukeppni er klár og þriðja sætið og við tökum það og komum tvíefldir til leiks á næsta tímabili,“ sagði Pálmi Rafn. Freyr: Erfið stund fyrir okkur„Þetta er mjög þungt,“ sagði Freyr Alexandersson þjálfari Leiknis eftir að fallið var staðfest í dag. „Það var þungt yfir í dag og sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var mikill vindur sem við sóttum á móti og KR-ingar sóttu með. Það varð ekkert úr leiknum. „Við fengum einhver skyndiupphlaup og þeir einhver langskot en það var aðeins skárra í seinni hálfleik en svo gerum við illa og fáum á okkur tvö ódýr mörk.“ Leiknir verður ekki sakaður um að hafa gefist upp þó KR hafi komist yfir og skorað tvö mörk með stuttu millibili. „Eftir fyrra markið var ég pínu hræddur við sjálfstraustið, hvernig við myndum höndla þetta. „Þetta mark átti aldrei að eiga sér stað. Við vorum þrír gegn Óskari einum og boltinn fer í markið. Það er ótrúlegt alveg en kannski lýsandi fyrir lið sem er búið að ganga í gengum það sem við höfum gert síðustu vikur. „Rothöggið er þegar Gary (Martin) skorar en það voru mistök hjá okkur. Fyrir utan það erum við að reyna og áður en Eiríkur Ingi (Magnússon) fær rauða spjaldið erum við að reyna að ná þessu stigi til baka vitandi að Breiðablik var að vinna (ÍBV) í Kópavogi og þetta væri þá áfram lifandi,“ sagði Freyr sem er ekkert farinn að horfa fram á næsta tímabil í 1. deildinni. „Núna er ég bara að hugsa um strákana. Fara með þeim að borða og vera saman og hittast aftur í fyrramálið því þetta er erfið stund fyrir okkur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjá meira
Leiknir féll í dag niður í 1. deild karla í fótbolta eftir 2-0 tap gegn KR í 21. umferð Pepsí deildar karla á heimavelli. Rokið í dag setti sterkan svip á leikinn og þá sérstaklega fyrri hálfleik þegar KR lék undan vindi. Það gagnaðist KR lítið að spila undan sterkum vindinum þó liðið hafi verið mikið með boltann. Liðið náði ekki nýta sóknirnar og gerðist í raun fátt markvert í fyrri hálfleik þó bæði lið hafi átt sín augnablik. Vindinn lægði er leið á leikinn og var í raun allt annar leikur á boðstólnum í seinni hálfleik. Á móti vindinum náði KR að halda boltanum betur á jörðinni og ógna vel sem skilaði því að liðið skoraði tvö góð mörk. Leiknir svaraði seinna marki KR ágætlega og átti sinn besta kafla í leiknum en liðið náði ekki að nýta þau fáu færi sem liðið skapaði og láta Sindra Snæ Jensson vinna að einhverju ráði í markinu fyrir utan eitt langskot sem kom skömmu eftir að Sindri meiddist lítillega. Sóknarleikurinn varð Leikni að falli eins og svo oft í sumar en liðið barðist vel á móti KR og verður ekki sakað um uppgjöf. Gæðin í KR-liðinu voru einfaldlega of mikil fyrir Leikni að yfirstíga í dag. Á sama tíma og fall Leiknis var óumflúið tryggði KR sér þriðja sæti deildarinnar og um leið þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar að ári. Liðin hafa því ekkert nema stoltið að leika upp á í síðustu umferð Pepsí deildarinnar um næstu helgi. Pálmi: Grenjum ekki Evrópusætið„Evrópusæti og þriðja sæti, við grenjum það ekkert,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason fyrirliði KR eftir að liðið gulltryggði þátttökurétt sinn í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. „Við spilum með vindi í fyrri hálfleik og náum ekki að skora á þá. Við reiknuðum með því að þeir myndu setja okkur undir sömu pressu í seinni hálfleik en það kannski lægir örlítið. „Við náum upp góðu spili í seinni hálfleik og skorum tvö fín mörk. Þá verður þetta erfitt fyrir þá.“ Þó KR-ingar hafi verið ánægðir með að tryggja þriðja sætið úr því sem komið var þá er tímabilið óneitanlega vonbrigði hjá liðinu. „Við ætluðum ekki að fara í bikarúrslitaleik og tapa honum og ná svo þriðja sætinu. Það var ekki markmiðið okkar. Það geta ekki allir unnið og við þurftum því miður að bíta í það súra epli að vinna ekkert núna. „En Evrópukeppni er klár og þriðja sætið og við tökum það og komum tvíefldir til leiks á næsta tímabili,“ sagði Pálmi Rafn. Freyr: Erfið stund fyrir okkur„Þetta er mjög þungt,“ sagði Freyr Alexandersson þjálfari Leiknis eftir að fallið var staðfest í dag. „Það var þungt yfir í dag og sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var mikill vindur sem við sóttum á móti og KR-ingar sóttu með. Það varð ekkert úr leiknum. „Við fengum einhver skyndiupphlaup og þeir einhver langskot en það var aðeins skárra í seinni hálfleik en svo gerum við illa og fáum á okkur tvö ódýr mörk.“ Leiknir verður ekki sakaður um að hafa gefist upp þó KR hafi komist yfir og skorað tvö mörk með stuttu millibili. „Eftir fyrra markið var ég pínu hræddur við sjálfstraustið, hvernig við myndum höndla þetta. „Þetta mark átti aldrei að eiga sér stað. Við vorum þrír gegn Óskari einum og boltinn fer í markið. Það er ótrúlegt alveg en kannski lýsandi fyrir lið sem er búið að ganga í gengum það sem við höfum gert síðustu vikur. „Rothöggið er þegar Gary (Martin) skorar en það voru mistök hjá okkur. Fyrir utan það erum við að reyna og áður en Eiríkur Ingi (Magnússon) fær rauða spjaldið erum við að reyna að ná þessu stigi til baka vitandi að Breiðablik var að vinna (ÍBV) í Kópavogi og þetta væri þá áfram lifandi,“ sagði Freyr sem er ekkert farinn að horfa fram á næsta tímabil í 1. deildinni. „Núna er ég bara að hugsa um strákana. Fara með þeim að borða og vera saman og hittast aftur í fyrramálið því þetta er erfið stund fyrir okkur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjá meira