Hetja Blika um sigurmarkið: „Rugluð tilfinning“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2016 23:03 Hinn 16 ára gamli Ágúst Eðvald Hlynsson var hetja Blika þegar hann tryggði þeim sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins með marki í framlengingu gegn ÍA. Hann hefur nú skorað tvö mörk í þeim þremur meistaraflokksleikjum sem hann á að baki. „Þetta var rugluð tilfinning, alveg geðveikt,“ segir Ágúst í viðtali við Vísi eftir leikinn. Mark hans var afar laglegt en hann fékk boltann í þröngri stöðu í markteignum umkringdur leikmönnum en náði að snúa boltann framhjá Árna Snæ í marki Skagamanna á ótrúlegan hátt. Pabbi Ágústs er gamla kempan Hlynur Eiríksson sem á árum áður lék með FH og Þór og þjálfaði meðal annars kvennalið Breiðabliks. Hann var unglingalandsliðsframherji áður en hann færði sig í vörnina en Ágúst segist ekki hafa fengið markanefið frá honum. „Nei, ég lærði þetta ekki af honum, hann skoraði engin mörk,“ segir Ágúst hlæjandi en hann er viss um að hann sé í rétta liðinu til þess að þróa sína hæfileika. „Það er frábært að spila með þessum leikmönnum. þeir styðja frábærlega við mann og hópurinn er mjög þéttur.“ Þeir þurfa þó að halda Ágústi á jörðinni en ljóst er að þar er gríðarmikið efni á ferð. Leikmenn ÍA voru mjög hrifnir af honum en blaðamaður heyrði þá ræða við Árna Snæ, markmann ÍA, hversu vel Ágúst hafi gert í því að koma boltanum í markið. Ágúst er einnig alveg með á tæru hvert markmiðið í þessari keppni sé. „Bikarinn er markmiðið. Vonandi förum við alla leið,“ sagði hetja kvöldsins. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Hinn 16 ára gamli Ágúst Eðvald Hlynsson var hetja Blika þegar hann tryggði þeim sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins með marki í framlengingu gegn ÍA. Hann hefur nú skorað tvö mörk í þeim þremur meistaraflokksleikjum sem hann á að baki. „Þetta var rugluð tilfinning, alveg geðveikt,“ segir Ágúst í viðtali við Vísi eftir leikinn. Mark hans var afar laglegt en hann fékk boltann í þröngri stöðu í markteignum umkringdur leikmönnum en náði að snúa boltann framhjá Árna Snæ í marki Skagamanna á ótrúlegan hátt. Pabbi Ágústs er gamla kempan Hlynur Eiríksson sem á árum áður lék með FH og Þór og þjálfaði meðal annars kvennalið Breiðabliks. Hann var unglingalandsliðsframherji áður en hann færði sig í vörnina en Ágúst segist ekki hafa fengið markanefið frá honum. „Nei, ég lærði þetta ekki af honum, hann skoraði engin mörk,“ segir Ágúst hlæjandi en hann er viss um að hann sé í rétta liðinu til þess að þróa sína hæfileika. „Það er frábært að spila með þessum leikmönnum. þeir styðja frábærlega við mann og hópurinn er mjög þéttur.“ Þeir þurfa þó að halda Ágústi á jörðinni en ljóst er að þar er gríðarmikið efni á ferð. Leikmenn ÍA voru mjög hrifnir af honum en blaðamaður heyrði þá ræða við Árna Snæ, markmann ÍA, hversu vel Ágúst hafi gert í því að koma boltanum í markið. Ágúst er einnig alveg með á tæru hvert markmiðið í þessari keppni sé. „Bikarinn er markmiðið. Vonandi förum við alla leið,“ sagði hetja kvöldsins.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki