Selfyssingurinn kom Malmö í 1-0 á Friends Arena í leik gegn Hauki Heiðari Haukssyni og félögum í AIK í dag, en Viðar Örn skoraði með fallegu skoti úr teignum á 15. mínútu.
AIK jafnaði metin áður en hálfleikurinn var á enda, en með sigri nær Malmö fimm stiga forskoti á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar.
Viðar Örn er nú búinn að skora sex mörk í síðustu fimm leikjum fyrir Malmö í deildinni en hann setti þrennu gegn Östersund í lok maí. Hann er í heildina búinn að skora núna níu mörk í þrettán leikjum.
Markið huggulega sem hann skoraði í dag má sjá í spilaranum hér að neðan eða með því að smella hér.