Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 1-1 | Selfoss í fallsæti þrátt fyrir stig Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. september 2016 19:45 Vísir FH og Selfoss gerðu 1-1 jafntefli í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld á Kaplakrikavelli. Melkorka Katrín Pétursdóttir kom FH yfir þegar 19 mínútur voru til leiksloka en Magdalena Anna Reimus jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Síðustu 20 mínútur leiksins voru æsilegar og hefðu bæði lið getað stolið sigrinum en FH fékk þó þrjú bestu færin undir lokin og geta heimastelpur nagað sig í handarbökin á að hafa ekki tekið stigin þrjú. Bæði lið eru í harðri fallbaráttu og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. FH er þó eftir leiki kvöldsins í sjötta sæti deildarinnar en aðeins þremur stigum frá fallsæti og með lakari markamun. Selfoss féll niður í fallsæti, 11. sæti deildarinnar því á sama tíma vann KR Fylki 3-1. Selfoss er því stigi á eftir KR, tveimur stigum frá Fylki og þremur á eftir FH. Það sást vel á fyrri hálfleik hve mikið var í húfi. Selfoss byrjaði betur fyrstu fimm mínúturnar en eftir það komst liðið varla yfir miðju það sem eftir lifði hálfleiks. FH var mikið meira með boltann en náði ekki að skapa sér nein færi og fyrir vikið var hálfleikurinn lítil skemmtun. Allt annað var uppi á tengingum í seinni hálfleik. Selfoss mætti mjög ákveðinn til leiks og sótti meira á fyrstu þremur mínútum seinni hálfleiks en allan fyrri hálfleikinn. Fyrir vikið fékk FH meira pláss í sínum sóknarleik og úr varð bráð fjörugur, opinn og skemmtilegur fótboltaleikur. Eftir að FH skoraði átti Selfoss erfitt með að skapa sér færi þar til liðið fékk aukaspyrnu úti á hægri kanti sem liðið að lokum jafnaði úr. Bæði lið vildu stigin þrjú og komst FH nær því að hirða þau en liðið náði ekki að nýta færin sem það fékk í lokin og fyrir vikið sættust liðin á eitt stig hvort. Selma Dögg: Stigu allar upp í seinni hálfleik„Það er mjög glatað en við sköpuðum okkur þessi færi og við þurfum bara æfingu til að klára þetta,“ sagði Selma Dögg Björgvinsdóttir leikmaður FH um að vonbrigðin að nýta ekki færin undir lokin og tryggja sér sigur. „Þetta var mjög jafnt og við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að gefa í til að vera yfir í þessum leik. „Við virkilega þurftum að vinna þennan leik og það stigu allar upp í seinni hálfleik. Við börðumst allar og þær sem komu inn á komu allar með kraft.“ Selma Dögg var alls ekki ánægð með jöfnunarmark Selfoss sem kom eftir fast leikatriði. „Það er mjög lélegt. Við leggjum upp með að taka mann á mann þannig að þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ FH mætir Fylki í næstu umferð og leikur þar annan úrslitaleik gegn liði í fallbaráttunni. „Við þurfum að vinna þann leik og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Selma Dögg. Magdalena: Ég var á réttum stað„Þetta var góð aukaspyrna hjá Önnu (Maríu Friðgerisdóttur) og Heiðdís (Sigurjónsdóttir) náði skallanum og ég var á réttum stað,“ sagði Magdalena Anna Reimus um jöfnunarmark sitt fyrir Selfoss í kvöld. „Það var mjög gott að við náðum þessu marki. Við héldum áfram að berjast þó við höfum lent undir.“ Selfoss átti í vandræðum eftir að liðið lenti undir en fékk fast leikatriði sem tryggði liðinu mikilvægt stig. „Við lentum í vandræðum í smá stund og fórum aðeins út úr skipulaginu. Við náðum fljótt áttum, sóttum meira og tókum sénsa. „Við þurftum að taka sénsa til að ná þessu stigi. Við unnum mjög vel út úr þessu,“ sagði Magdalena. Selfoss náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik en sótti mun betur í seinni hálfleik og var allt liðið ákveðnara. „Við vorum ákveðnar að ná stigi hérna og berjast eins og ljón. Við erum að finna okkar Selfosshjarta og hætta aldrei. Við erum að finna sigurvilja og gleði aftur. Þetta er að koma og við erum að stíga upp,“ sagði Magdalena hvergi bangin þó liðið sé komið í fallsæti. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
FH og Selfoss gerðu 1-1 jafntefli í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld á Kaplakrikavelli. Melkorka Katrín Pétursdóttir kom FH yfir þegar 19 mínútur voru til leiksloka en Magdalena Anna Reimus jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Síðustu 20 mínútur leiksins voru æsilegar og hefðu bæði lið getað stolið sigrinum en FH fékk þó þrjú bestu færin undir lokin og geta heimastelpur nagað sig í handarbökin á að hafa ekki tekið stigin þrjú. Bæði lið eru í harðri fallbaráttu og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. FH er þó eftir leiki kvöldsins í sjötta sæti deildarinnar en aðeins þremur stigum frá fallsæti og með lakari markamun. Selfoss féll niður í fallsæti, 11. sæti deildarinnar því á sama tíma vann KR Fylki 3-1. Selfoss er því stigi á eftir KR, tveimur stigum frá Fylki og þremur á eftir FH. Það sást vel á fyrri hálfleik hve mikið var í húfi. Selfoss byrjaði betur fyrstu fimm mínúturnar en eftir það komst liðið varla yfir miðju það sem eftir lifði hálfleiks. FH var mikið meira með boltann en náði ekki að skapa sér nein færi og fyrir vikið var hálfleikurinn lítil skemmtun. Allt annað var uppi á tengingum í seinni hálfleik. Selfoss mætti mjög ákveðinn til leiks og sótti meira á fyrstu þremur mínútum seinni hálfleiks en allan fyrri hálfleikinn. Fyrir vikið fékk FH meira pláss í sínum sóknarleik og úr varð bráð fjörugur, opinn og skemmtilegur fótboltaleikur. Eftir að FH skoraði átti Selfoss erfitt með að skapa sér færi þar til liðið fékk aukaspyrnu úti á hægri kanti sem liðið að lokum jafnaði úr. Bæði lið vildu stigin þrjú og komst FH nær því að hirða þau en liðið náði ekki að nýta færin sem það fékk í lokin og fyrir vikið sættust liðin á eitt stig hvort. Selma Dögg: Stigu allar upp í seinni hálfleik„Það er mjög glatað en við sköpuðum okkur þessi færi og við þurfum bara æfingu til að klára þetta,“ sagði Selma Dögg Björgvinsdóttir leikmaður FH um að vonbrigðin að nýta ekki færin undir lokin og tryggja sér sigur. „Þetta var mjög jafnt og við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að gefa í til að vera yfir í þessum leik. „Við virkilega þurftum að vinna þennan leik og það stigu allar upp í seinni hálfleik. Við börðumst allar og þær sem komu inn á komu allar með kraft.“ Selma Dögg var alls ekki ánægð með jöfnunarmark Selfoss sem kom eftir fast leikatriði. „Það er mjög lélegt. Við leggjum upp með að taka mann á mann þannig að þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ FH mætir Fylki í næstu umferð og leikur þar annan úrslitaleik gegn liði í fallbaráttunni. „Við þurfum að vinna þann leik og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Selma Dögg. Magdalena: Ég var á réttum stað„Þetta var góð aukaspyrna hjá Önnu (Maríu Friðgerisdóttur) og Heiðdís (Sigurjónsdóttir) náði skallanum og ég var á réttum stað,“ sagði Magdalena Anna Reimus um jöfnunarmark sitt fyrir Selfoss í kvöld. „Það var mjög gott að við náðum þessu marki. Við héldum áfram að berjast þó við höfum lent undir.“ Selfoss átti í vandræðum eftir að liðið lenti undir en fékk fast leikatriði sem tryggði liðinu mikilvægt stig. „Við lentum í vandræðum í smá stund og fórum aðeins út úr skipulaginu. Við náðum fljótt áttum, sóttum meira og tókum sénsa. „Við þurftum að taka sénsa til að ná þessu stigi. Við unnum mjög vel út úr þessu,“ sagði Magdalena. Selfoss náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik en sótti mun betur í seinni hálfleik og var allt liðið ákveðnara. „Við vorum ákveðnar að ná stigi hérna og berjast eins og ljón. Við erum að finna okkar Selfosshjarta og hætta aldrei. Við erum að finna sigurvilja og gleði aftur. Þetta er að koma og við erum að stíga upp,“ sagði Magdalena hvergi bangin þó liðið sé komið í fallsæti.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira