Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi síðustu viku, mætir strax til leiks á næsta mót á mótaröðinni sem fram fer í Ástralíu.
Mótið heitir ISPS Handa Women´s Australian Open en það hefst 16. febrúar. Það fer fram í Grange í suður-Ástralíu en Grange er úthverfi Adelaide.
Sterkir kylfingar eru skráðir til leiks í mótið en einn þeirra er Lydia Ko, besti kylfingur heims. Þessi ótrúlega 19 ára gamla stelpa frá Nýja-Sjálandi trónir á toppi heimslistans en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún unnið fjórtán LPGA-mót og tvö risamót.
Ko, sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í Ríó, var ekki með á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum en tímabilið hennar á LPGA-mótaröðinni hefst í Ástralíu.
Ariya Jutanugarn frá Taílandi, sem er í öðru sæti heimslistans, er einnig skráð til leiks á opna ástralska mótið en þessi 21 árs gamli kylfingur á fimm LPGA-sigra að baki og þá vann hún opna breska mót kvenna á síaðsta ári sem er eitt af risamótunum fimm.
Ólafía Þórunn kemur heim til Íslands á milli móta og þarf því að ferðast um 23.000 kílómetra á næstu dögum en hún er vissulega vön löngum ferðalögum.
Ólafía Þórunn mætir besta kylfingi heims í næsta móti

Tengdar fréttir

Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér töfra Hafnfirðingsins til að hjálpa sér á lokahringnum.

Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær.

Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni
Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu.

Ólafía Þórunn: Lærði helling af þessu móti | Var með lag Jóns Jónssonar á heilanum í allan dag
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ræddi við Sigurð Elvar Þórólfsson, fréttaritara golf.is eftir lokahringinn á Pure Silk Championship á Bahamaeyjum rétt í þessu en Ólafía lenti í 69-72. sæti í frumraun sinni á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi.