86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. maí 2017 15:32 Starfsmannafundur hjá HB Granda hófst klukkan 15:15 í dag. vísir/anton brink Starfsmönnum HB Granda á Akranesi var í dag tilkynnt um að 86 starfsmenn fyrirtækisins sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp. Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni í Reykjavík. Alls starfa 270 manns hjá fyrirtækinu og dótturfélögum uppi á Skaga. Frá þessu var greint á starfsmannafundi fyrirtækisins með Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra sem hófst um klukkan 15:15 í dag en er ólokið. Starfsmenn fyrirtækisins eru þó byrjaðir að yfirgefa fundinn. Í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar vegna þessara breytinga segir að starfsmennirnir muni fá uppsagnarbréf um næstu mánaðamót. „Samtímis og jafnframt verður starfsfólki boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vonir standa til að hægt verði að bjóða öllu starfsfólki sem þess óskar starf við hæfi. Starfsfólk sem ekki fær vinnu við hæfi býðst aðstoð við atvinnuleit á vegum HB Granda. HB Grandi mun hafa samráð við trúnaðarmenn og stéttarfélög þeirra,“ segir í tilkynningunni. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður á milli Akraneskaupstaðar, HB Grand og Faxaflóahafna um nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn. Vonir stóðu til að þær viðræður myndu leiða til þess að ekki þyrfi að loka botnfiskvinnslunni á Akranesi en nú er komið í ljós að af því verður engu að síður. Í tilkynningu HB Granda segir að viðræðurnar hafi „nýst vel til gagnkvæmra upplýsinga og munu gagnast aðilum til framtíðar.“ Þá segir að auki að viðræðurnar muni halda áfram: „HB Grandi rekur eftir sem áður uppsjávarvinnslu, fiskimjölsverksmiðju og dótturfélögin Norðanfisk og Vignir G. Jónsson á Akranesi. Félagið mun leggja kraft í að efla þessar rekstrareiningar og fullvinnslu sjávarafurða á Akranesi. Forráðamenn Akraneskaupstaðar og HB Granda munu halda áfram viðræðum um að standa að frekari uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi. Einn liður í því er að fulltrúar Akraneskaupstaðar í Faxaflóahöfnum beiti sér fyrir því að ráðist verði í nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn.“Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:49. Brim Tengdar fréttir Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Fulltrúar Akraness og HB Granda funduðu í gær um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Forstjóri HB Granda segir Akranes reyna sitt besta til að fá fyrirtækið til að hætta við áform um að loka landvinnslu. 22. apríl 2017 07:00 Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira
Starfsmönnum HB Granda á Akranesi var í dag tilkynnt um að 86 starfsmenn fyrirtækisins sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp. Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni í Reykjavík. Alls starfa 270 manns hjá fyrirtækinu og dótturfélögum uppi á Skaga. Frá þessu var greint á starfsmannafundi fyrirtækisins með Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra sem hófst um klukkan 15:15 í dag en er ólokið. Starfsmenn fyrirtækisins eru þó byrjaðir að yfirgefa fundinn. Í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar vegna þessara breytinga segir að starfsmennirnir muni fá uppsagnarbréf um næstu mánaðamót. „Samtímis og jafnframt verður starfsfólki boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vonir standa til að hægt verði að bjóða öllu starfsfólki sem þess óskar starf við hæfi. Starfsfólk sem ekki fær vinnu við hæfi býðst aðstoð við atvinnuleit á vegum HB Granda. HB Grandi mun hafa samráð við trúnaðarmenn og stéttarfélög þeirra,“ segir í tilkynningunni. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður á milli Akraneskaupstaðar, HB Grand og Faxaflóahafna um nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn. Vonir stóðu til að þær viðræður myndu leiða til þess að ekki þyrfi að loka botnfiskvinnslunni á Akranesi en nú er komið í ljós að af því verður engu að síður. Í tilkynningu HB Granda segir að viðræðurnar hafi „nýst vel til gagnkvæmra upplýsinga og munu gagnast aðilum til framtíðar.“ Þá segir að auki að viðræðurnar muni halda áfram: „HB Grandi rekur eftir sem áður uppsjávarvinnslu, fiskimjölsverksmiðju og dótturfélögin Norðanfisk og Vignir G. Jónsson á Akranesi. Félagið mun leggja kraft í að efla þessar rekstrareiningar og fullvinnslu sjávarafurða á Akranesi. Forráðamenn Akraneskaupstaðar og HB Granda munu halda áfram viðræðum um að standa að frekari uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi. Einn liður í því er að fulltrúar Akraneskaupstaðar í Faxaflóahöfnum beiti sér fyrir því að ráðist verði í nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn.“Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:49.
Brim Tengdar fréttir Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Fulltrúar Akraness og HB Granda funduðu í gær um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Forstjóri HB Granda segir Akranes reyna sitt besta til að fá fyrirtækið til að hætta við áform um að loka landvinnslu. 22. apríl 2017 07:00 Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira
Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Fulltrúar Akraness og HB Granda funduðu í gær um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Forstjóri HB Granda segir Akranes reyna sitt besta til að fá fyrirtækið til að hætta við áform um að loka landvinnslu. 22. apríl 2017 07:00
Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00
Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28