86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. maí 2017 15:32 Starfsmannafundur hjá HB Granda hófst klukkan 15:15 í dag. vísir/anton brink Starfsmönnum HB Granda á Akranesi var í dag tilkynnt um að 86 starfsmenn fyrirtækisins sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp. Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni í Reykjavík. Alls starfa 270 manns hjá fyrirtækinu og dótturfélögum uppi á Skaga. Frá þessu var greint á starfsmannafundi fyrirtækisins með Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra sem hófst um klukkan 15:15 í dag en er ólokið. Starfsmenn fyrirtækisins eru þó byrjaðir að yfirgefa fundinn. Í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar vegna þessara breytinga segir að starfsmennirnir muni fá uppsagnarbréf um næstu mánaðamót. „Samtímis og jafnframt verður starfsfólki boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vonir standa til að hægt verði að bjóða öllu starfsfólki sem þess óskar starf við hæfi. Starfsfólk sem ekki fær vinnu við hæfi býðst aðstoð við atvinnuleit á vegum HB Granda. HB Grandi mun hafa samráð við trúnaðarmenn og stéttarfélög þeirra,“ segir í tilkynningunni. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður á milli Akraneskaupstaðar, HB Grand og Faxaflóahafna um nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn. Vonir stóðu til að þær viðræður myndu leiða til þess að ekki þyrfi að loka botnfiskvinnslunni á Akranesi en nú er komið í ljós að af því verður engu að síður. Í tilkynningu HB Granda segir að viðræðurnar hafi „nýst vel til gagnkvæmra upplýsinga og munu gagnast aðilum til framtíðar.“ Þá segir að auki að viðræðurnar muni halda áfram: „HB Grandi rekur eftir sem áður uppsjávarvinnslu, fiskimjölsverksmiðju og dótturfélögin Norðanfisk og Vignir G. Jónsson á Akranesi. Félagið mun leggja kraft í að efla þessar rekstrareiningar og fullvinnslu sjávarafurða á Akranesi. Forráðamenn Akraneskaupstaðar og HB Granda munu halda áfram viðræðum um að standa að frekari uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi. Einn liður í því er að fulltrúar Akraneskaupstaðar í Faxaflóahöfnum beiti sér fyrir því að ráðist verði í nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn.“Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:49. Brim Tengdar fréttir Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Fulltrúar Akraness og HB Granda funduðu í gær um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Forstjóri HB Granda segir Akranes reyna sitt besta til að fá fyrirtækið til að hætta við áform um að loka landvinnslu. 22. apríl 2017 07:00 Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Starfsmönnum HB Granda á Akranesi var í dag tilkynnt um að 86 starfsmenn fyrirtækisins sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp. Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni í Reykjavík. Alls starfa 270 manns hjá fyrirtækinu og dótturfélögum uppi á Skaga. Frá þessu var greint á starfsmannafundi fyrirtækisins með Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra sem hófst um klukkan 15:15 í dag en er ólokið. Starfsmenn fyrirtækisins eru þó byrjaðir að yfirgefa fundinn. Í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar vegna þessara breytinga segir að starfsmennirnir muni fá uppsagnarbréf um næstu mánaðamót. „Samtímis og jafnframt verður starfsfólki boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vonir standa til að hægt verði að bjóða öllu starfsfólki sem þess óskar starf við hæfi. Starfsfólk sem ekki fær vinnu við hæfi býðst aðstoð við atvinnuleit á vegum HB Granda. HB Grandi mun hafa samráð við trúnaðarmenn og stéttarfélög þeirra,“ segir í tilkynningunni. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður á milli Akraneskaupstaðar, HB Grand og Faxaflóahafna um nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn. Vonir stóðu til að þær viðræður myndu leiða til þess að ekki þyrfi að loka botnfiskvinnslunni á Akranesi en nú er komið í ljós að af því verður engu að síður. Í tilkynningu HB Granda segir að viðræðurnar hafi „nýst vel til gagnkvæmra upplýsinga og munu gagnast aðilum til framtíðar.“ Þá segir að auki að viðræðurnar muni halda áfram: „HB Grandi rekur eftir sem áður uppsjávarvinnslu, fiskimjölsverksmiðju og dótturfélögin Norðanfisk og Vignir G. Jónsson á Akranesi. Félagið mun leggja kraft í að efla þessar rekstrareiningar og fullvinnslu sjávarafurða á Akranesi. Forráðamenn Akraneskaupstaðar og HB Granda munu halda áfram viðræðum um að standa að frekari uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi. Einn liður í því er að fulltrúar Akraneskaupstaðar í Faxaflóahöfnum beiti sér fyrir því að ráðist verði í nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn.“Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:49.
Brim Tengdar fréttir Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Fulltrúar Akraness og HB Granda funduðu í gær um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Forstjóri HB Granda segir Akranes reyna sitt besta til að fá fyrirtækið til að hætta við áform um að loka landvinnslu. 22. apríl 2017 07:00 Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Fulltrúar Akraness og HB Granda funduðu í gær um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Forstjóri HB Granda segir Akranes reyna sitt besta til að fá fyrirtækið til að hætta við áform um að loka landvinnslu. 22. apríl 2017 07:00
Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00
Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28