Ólafía í 6. sæti eftir frábæra spilamennsku í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2017 18:15 Ólafía Þórunn er efsti Evrópubúinn á Opna skoska meistaramótinu í golfi. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék einstaklega vel á öðrum degi Opna skoska meistaramótsins í golfi sem fer fram á North Ayrshire í Skotlandi. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía lék hringinn í dag á tveimur höggum undir pari og er í 6. sæti. Hún er jafnframt efsti Evrópubúinn á mótinu.mynd/skjáskot af vef lpgaÓlafía lék hringinn í gær á einu höggi yfir pari. Hún byrjaði svo á því að fá skolla á fyrstu tveimur holunum í dag. Ólafía lét það ekki á sig fá, fékk par, fugl og loks örn á næstu þremur holum. Hún fékk svo einn fugl til viðbótar á fyrri níu holunum. Ólafía byrjaði seinni níu holurnar á því að fá tvö pör. Síðan komu tveir skollar en Ólafía núllaði þá út með tveimur fuglum í röð. Hún lék svo síðustu þrjár holurnar á parinu og hélt 6. sætinu. Eftir gærdaginn var Ólafía í 37.-54. sæti. Cristie Kerr frá Bandaríkjunum er með forystu en hún er samtals á fimm höggum undir pari. Fylgst var með gangi mála í dag í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék einstaklega vel á öðrum degi Opna skoska meistaramótsins í golfi sem fer fram á North Ayrshire í Skotlandi. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía lék hringinn í dag á tveimur höggum undir pari og er í 6. sæti. Hún er jafnframt efsti Evrópubúinn á mótinu.mynd/skjáskot af vef lpgaÓlafía lék hringinn í gær á einu höggi yfir pari. Hún byrjaði svo á því að fá skolla á fyrstu tveimur holunum í dag. Ólafía lét það ekki á sig fá, fékk par, fugl og loks örn á næstu þremur holum. Hún fékk svo einn fugl til viðbótar á fyrri níu holunum. Ólafía byrjaði seinni níu holurnar á því að fá tvö pör. Síðan komu tveir skollar en Ólafía núllaði þá út með tveimur fuglum í röð. Hún lék svo síðustu þrjár holurnar á parinu og hélt 6. sætinu. Eftir gærdaginn var Ólafía í 37.-54. sæti. Cristie Kerr frá Bandaríkjunum er með forystu en hún er samtals á fimm höggum undir pari. Fylgst var með gangi mála í dag í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti