Tiger Woods vann fimmta græna jakkann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. apríl 2019 18:28 Tiger Woods fagnaði sigrinum vel og innilega vísir/getty Tiger Woods fékk sinn fimmta græna jakka í dag þegar hann fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi. Þetta var fimmtándi risatitill hans á ferlinum. Fyrir lokahringinn í dag var Tiger tveimur höggum frá Francesco Molinari, sem leiddi mótið. Tiger átti góðan dag í dag, á meðan Molinari lenti í vandræðum, og var Tiger með tveggja högga forystu þegar hann átti tvær brautir eftir. Hann endaði mótið á þrettán höggum undir pari, einu höggi á undan þeim Dustin Johnson, Brooks Koepka og Xander Schauffele sem deildu öðru til fjórða sætinu á 12 höggum undir pari. Þetta er fyrsti sigur Tiger á Masters mótinu síðan árið 2005 og sló hann met með sigrinum, en aldrei hefur eins langt liðið á milli sigra á Masters hjá einum og sama kylfingnum.Your 2019 Masters Champion, @TigerWoodspic.twitter.com/8BDZ0cUURk — PGA TOUR (@PGATOUR) April 14, 2019 Tiger fékk fyrsta fugl dagsins á þriðju holu en fylgdi honum eftir með skolla strax á fjórðu holu. Annar skolli kom á fimmtu holu, en Tiger fékk skolla á henni alla fjóra hringina. Á sjöundu og áttundu holu komu tveir fuglar í röð og hann endaði fyrri níu holurnar á einu höggi undir pari. Hann byrjaði seinni níu holurnar á skolla á tíundu braut en paraði næstu tvær. Hann fékk svo þrjá fugla á fjórum holum og var kominn í tveggja högga forystu eftir fugl á 16. holu. Hann fékk par á þeirri sautjándu en lenti í vandræðum á lokaholunni. Hann rétt missti púttið fyrir parinu en átti nokkuð einfalt pútt til þess að tryggja sér sigurinn, setti það niður og kom í hús samtals á þrettán höggum undir pari í mótinu.CLUTCH.@TigerWoods. 16th hole. RIGHT AT IT.#LiveUnderParpic.twitter.com/smkVfGtpzS — PGA TOUR (@PGATOUR) April 14, 2019 Sigurinn var sá fyrsti á risamóti hjá Tiger í ellefu ár, en hann var nálægt því að neyðast til þess að hætta í golfi eftir erfið bakmeiðsli. Hann fór í fjórar aðgerðir á baki á fjórum árum en kom til baka í lok árs 2017 og náði góðum árangri á síðasta ári.Klippa: Tiger vinnur Masters 2019 Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods fékk sinn fimmta græna jakka í dag þegar hann fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi. Þetta var fimmtándi risatitill hans á ferlinum. Fyrir lokahringinn í dag var Tiger tveimur höggum frá Francesco Molinari, sem leiddi mótið. Tiger átti góðan dag í dag, á meðan Molinari lenti í vandræðum, og var Tiger með tveggja högga forystu þegar hann átti tvær brautir eftir. Hann endaði mótið á þrettán höggum undir pari, einu höggi á undan þeim Dustin Johnson, Brooks Koepka og Xander Schauffele sem deildu öðru til fjórða sætinu á 12 höggum undir pari. Þetta er fyrsti sigur Tiger á Masters mótinu síðan árið 2005 og sló hann met með sigrinum, en aldrei hefur eins langt liðið á milli sigra á Masters hjá einum og sama kylfingnum.Your 2019 Masters Champion, @TigerWoodspic.twitter.com/8BDZ0cUURk — PGA TOUR (@PGATOUR) April 14, 2019 Tiger fékk fyrsta fugl dagsins á þriðju holu en fylgdi honum eftir með skolla strax á fjórðu holu. Annar skolli kom á fimmtu holu, en Tiger fékk skolla á henni alla fjóra hringina. Á sjöundu og áttundu holu komu tveir fuglar í röð og hann endaði fyrri níu holurnar á einu höggi undir pari. Hann byrjaði seinni níu holurnar á skolla á tíundu braut en paraði næstu tvær. Hann fékk svo þrjá fugla á fjórum holum og var kominn í tveggja högga forystu eftir fugl á 16. holu. Hann fékk par á þeirri sautjándu en lenti í vandræðum á lokaholunni. Hann rétt missti púttið fyrir parinu en átti nokkuð einfalt pútt til þess að tryggja sér sigurinn, setti það niður og kom í hús samtals á þrettán höggum undir pari í mótinu.CLUTCH.@TigerWoods. 16th hole. RIGHT AT IT.#LiveUnderParpic.twitter.com/smkVfGtpzS — PGA TOUR (@PGATOUR) April 14, 2019 Sigurinn var sá fyrsti á risamóti hjá Tiger í ellefu ár, en hann var nálægt því að neyðast til þess að hætta í golfi eftir erfið bakmeiðsli. Hann fór í fjórar aðgerðir á baki á fjórum árum en kom til baka í lok árs 2017 og náði góðum árangri á síðasta ári.Klippa: Tiger vinnur Masters 2019
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira