Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Víkingur R. 3-3 | Byrjað með látum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2019 21:45 Íslandsmeistarar Vals lentu þrisvar sinnum undir gegn Víkingi R. í upphafsleik Pepsi Max-deildar karla í kvöld en björguðu sér fyrir horn. Lokatölur 3-3. Nikolaj Hansen skoraði fyrsta mark deildarinnar á 19. mínútu og kom Víkingum í 0-1 sem voru hálfleikstölur. Emil Lyng jafnaði fyrir Val á 55. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki fyrir félagið. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka skoraði varamaðurinn Logi Tómasson stórkostlegt mark sem verður lengi í minnum haft. Hann tók á mikinn sprett, klobbaði báða miðverði Vals og þrumaði boltanum svo upp í þaknetið. Fyrsta mark stráksins í efstu deild og það var af dýrustu gerð. Birkir Már Sævarsson jafnaði fyrir Val á 81. mínútu þegar hann fylgdi eftir skalla Kristins Inga Halldórssonar sem Þórður Ingason varði. Gestirnir úr Víkinni komust yfir í þriðja sinn á 87. mínútu þegar Sölvi Geir Ottesen skallaði hornspyrnu Loga í netið. En Gary Martin átti síðasta orðið þegar hann jafnaði í 3-3 þegar mínúta var til leiksloka. Englendingurinn skoraði þarna gegn sínu gamla félagi. Valur er fjórða félagið sem hann skorar fyrir í efstu deild á Íslandi.Birkir Már fagnar eftir að hafa jafnað í 2-2.vísir/daníel þórAf hverju varð jafntefli? Víkingar léku lengst af mjög vel í leiknum og stigið var það minnsta sem þeir áttu skilið. Gestirnir voru hugrakkir, þorðu að pressa Valsmenn og, það sem var kannski mikilvægara, að spila sig í gegnum pressu heimamanna. Það var áhætta sem borgaði sig og Víkingar sýndu að það heilmikið í þá spunnið. Valsmenn voru afleitir í fyrri hálfleik en skárri eftir hlé og geta verið bærilega sáttir með stigið í ljósi þess að þeir lentu þrisvar undir.Hverjir stóðu upp úr? Logi Tómasson gleymir þessum leik ekki í bráð. Hann kom inn á í stöðu vinstri bakvarðar þegar Dofri Snorrason fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og átti skínandi leik. Þessi 18 ára gutti var öruggur með boltann, skoraði magnað mark og gaf auk þess stoðsendingu. Sölvi Geir gekk á undan með góðu fordæmi og lék vel þrátt fyrir að vera á annarri löppinni. Þá átti Viktor Örlygur Andrason mjög góðan leik á Víkingsmiðjunni.Hvað gekk illa? Valsmenn voru ekki upp á sitt besta í kvöld, þá sérstaklega í fyrri hálfleik sem var slakur af þeirra hálfu. Vörn meistaranna leit illa út á köflum og Eiður Aron Sigurbjörnsson lék sennilega sinn versta leik í Valstreyjunni í kvöld.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Verkalýðsdaginn, þótt misstórir séu. Valur mætir FH á meðan Víkingur sækir 4. deildarlið KÁ heim.Kaj Leó lék sinn fyrsta deildarleik með Val í kvöld.vísir/daníel þórÓlafur: Víkingarnir voru frábærir „Ég þakka bara fyrir þetta stig. Víkingarnir voru frábærir á móti okkur og ég er ánægður með stigið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir jafnteflið í upphafsleik Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Valsmenn áttu ekki sinn besta dag og lentu í miklum vandræðum með spræka Víkinga. „Við náðum aldrei að kveikja á okkur. Við vorum í erfiðleikum,“ sagði Ólafur. En komu Víkingarnir honum á óvart? „Nei, þeir gerðu það ekki. Ég átti allt eins von á ví að þeir myndu pressa okkur hátt og þora að halda boltanum. Þeir eru með fínt lið,“ sagði Ólafur. Hann kvaðst ánægður með að hans menn jöfnuðu þrisvar sinnum í leiknum. „Ég er ánægður með það og við fengum stig. Það er fínt og sterkt að koma til baka,“ sagði Ólafur að lokum.Arnar hughreystir sína menn í leikslok.vísir/daníel þórArnar: Stoltur og svekktur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, kvaðst stoltur af sínu liði eftir jafnteflið gegn Íslandsmeisturum Vals. Hann var þó svekktur að hafa í þrígang misst niður forystu. „Ég er bæði stoltur og svekktur. Við komumst þrisvar sinnum yfir. Þetta var hörkuleikur og frábær auglýsing fyrir deildina,“ sagði Arnar við Vísi í leikslok. „Við mættum þeim og pressuðum þá. Á köflum þurftum við að verjast en við vorum mjög ákveðnir og lögðum leikinn vel upp. Stolt og svekkelsi. Það eru orðin sem koma fyrst upp i hugann.“ Víkingar voru óhræddir við að spila út úr vörninni og í gegnum pressu Valsmanna. „Við höfum æft í allan vetur og æft þetta vel. Strákarnir eru góðir í þessu. Við erum með unga og skemmtilega menn á miðjunni og frammi sem eiga framtíðina fyrir sér,“ sagði Arnar. Logi Tómasson skoraði sannkallað draumamark á 75. mínútu. „Þetta var geðveikt mark. Hann var flottur í vetur en fótbrotnaði svo fyrir nokkrum vikum. En hann er að skríða saman og minnti heldur betur á sig. Hann á framtíðina fyrir sér,“ sagði Arnar. Hann segir að frammistaða Víkings í kvöld gefi góð fyrirheit fyrir framhaldið. „Það eru ekki mörg lið sem koma hingað og taka stig. Valsliðið er frábært en við sýndum hugrekki. Svona á fótbolti að vera,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla
Íslandsmeistarar Vals lentu þrisvar sinnum undir gegn Víkingi R. í upphafsleik Pepsi Max-deildar karla í kvöld en björguðu sér fyrir horn. Lokatölur 3-3. Nikolaj Hansen skoraði fyrsta mark deildarinnar á 19. mínútu og kom Víkingum í 0-1 sem voru hálfleikstölur. Emil Lyng jafnaði fyrir Val á 55. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki fyrir félagið. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka skoraði varamaðurinn Logi Tómasson stórkostlegt mark sem verður lengi í minnum haft. Hann tók á mikinn sprett, klobbaði báða miðverði Vals og þrumaði boltanum svo upp í þaknetið. Fyrsta mark stráksins í efstu deild og það var af dýrustu gerð. Birkir Már Sævarsson jafnaði fyrir Val á 81. mínútu þegar hann fylgdi eftir skalla Kristins Inga Halldórssonar sem Þórður Ingason varði. Gestirnir úr Víkinni komust yfir í þriðja sinn á 87. mínútu þegar Sölvi Geir Ottesen skallaði hornspyrnu Loga í netið. En Gary Martin átti síðasta orðið þegar hann jafnaði í 3-3 þegar mínúta var til leiksloka. Englendingurinn skoraði þarna gegn sínu gamla félagi. Valur er fjórða félagið sem hann skorar fyrir í efstu deild á Íslandi.Birkir Már fagnar eftir að hafa jafnað í 2-2.vísir/daníel þórAf hverju varð jafntefli? Víkingar léku lengst af mjög vel í leiknum og stigið var það minnsta sem þeir áttu skilið. Gestirnir voru hugrakkir, þorðu að pressa Valsmenn og, það sem var kannski mikilvægara, að spila sig í gegnum pressu heimamanna. Það var áhætta sem borgaði sig og Víkingar sýndu að það heilmikið í þá spunnið. Valsmenn voru afleitir í fyrri hálfleik en skárri eftir hlé og geta verið bærilega sáttir með stigið í ljósi þess að þeir lentu þrisvar undir.Hverjir stóðu upp úr? Logi Tómasson gleymir þessum leik ekki í bráð. Hann kom inn á í stöðu vinstri bakvarðar þegar Dofri Snorrason fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og átti skínandi leik. Þessi 18 ára gutti var öruggur með boltann, skoraði magnað mark og gaf auk þess stoðsendingu. Sölvi Geir gekk á undan með góðu fordæmi og lék vel þrátt fyrir að vera á annarri löppinni. Þá átti Viktor Örlygur Andrason mjög góðan leik á Víkingsmiðjunni.Hvað gekk illa? Valsmenn voru ekki upp á sitt besta í kvöld, þá sérstaklega í fyrri hálfleik sem var slakur af þeirra hálfu. Vörn meistaranna leit illa út á köflum og Eiður Aron Sigurbjörnsson lék sennilega sinn versta leik í Valstreyjunni í kvöld.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Verkalýðsdaginn, þótt misstórir séu. Valur mætir FH á meðan Víkingur sækir 4. deildarlið KÁ heim.Kaj Leó lék sinn fyrsta deildarleik með Val í kvöld.vísir/daníel þórÓlafur: Víkingarnir voru frábærir „Ég þakka bara fyrir þetta stig. Víkingarnir voru frábærir á móti okkur og ég er ánægður með stigið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir jafnteflið í upphafsleik Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Valsmenn áttu ekki sinn besta dag og lentu í miklum vandræðum með spræka Víkinga. „Við náðum aldrei að kveikja á okkur. Við vorum í erfiðleikum,“ sagði Ólafur. En komu Víkingarnir honum á óvart? „Nei, þeir gerðu það ekki. Ég átti allt eins von á ví að þeir myndu pressa okkur hátt og þora að halda boltanum. Þeir eru með fínt lið,“ sagði Ólafur. Hann kvaðst ánægður með að hans menn jöfnuðu þrisvar sinnum í leiknum. „Ég er ánægður með það og við fengum stig. Það er fínt og sterkt að koma til baka,“ sagði Ólafur að lokum.Arnar hughreystir sína menn í leikslok.vísir/daníel þórArnar: Stoltur og svekktur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, kvaðst stoltur af sínu liði eftir jafnteflið gegn Íslandsmeisturum Vals. Hann var þó svekktur að hafa í þrígang misst niður forystu. „Ég er bæði stoltur og svekktur. Við komumst þrisvar sinnum yfir. Þetta var hörkuleikur og frábær auglýsing fyrir deildina,“ sagði Arnar við Vísi í leikslok. „Við mættum þeim og pressuðum þá. Á köflum þurftum við að verjast en við vorum mjög ákveðnir og lögðum leikinn vel upp. Stolt og svekkelsi. Það eru orðin sem koma fyrst upp i hugann.“ Víkingar voru óhræddir við að spila út úr vörninni og í gegnum pressu Valsmanna. „Við höfum æft í allan vetur og æft þetta vel. Strákarnir eru góðir í þessu. Við erum með unga og skemmtilega menn á miðjunni og frammi sem eiga framtíðina fyrir sér,“ sagði Arnar. Logi Tómasson skoraði sannkallað draumamark á 75. mínútu. „Þetta var geðveikt mark. Hann var flottur í vetur en fótbrotnaði svo fyrir nokkrum vikum. En hann er að skríða saman og minnti heldur betur á sig. Hann á framtíðina fyrir sér,“ sagði Arnar. Hann segir að frammistaða Víkings í kvöld gefi góð fyrirheit fyrir framhaldið. „Það eru ekki mörg lið sem koma hingað og taka stig. Valsliðið er frábært en við sýndum hugrekki. Svona á fótbolti að vera,“ sagði Arnar að endingu.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti