Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2019 16:00 Frá leik með FH í sumar. vísir/daníel Stjórn Barna- og unglingaráðs (BUR) knattspyrnudeildar FH hefur sagt sig frá störfum fyrir deildina. Ágreiningurinn snýst um sex milljóna króna lán sem knattspyrnudeildin fékk frá BUR. Tvö bréf hafa verið send til foreldra iðkenda í FH vegna málsins og er tóninn í því fyrra öllu hvassari. Í því fyrra er talað um skoðanaágreining við formann og framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar og formann félagsins, trúnaðarbrest og „óásættanleg vinnubrögð þeirra síðustu vikur,“ eins og það er orðað. Í seinna bréfinu kemur fram að aðilar málsins hafi sest niður um helgina og reynt að finna sameiginlega lausn. „Formaður FH, varaformaður FH, hluti stjórnar knattspyrnudeildar FH og fráfarandi stjórn barna og unglingaráðs hefur fundað um málið og eru að vinna sameiginlega að sátt um ágreining aðila. Allir eru staðráðnir í því að tryggja að starfið fyrir iðkendur, foreldra og þjálfara haldist óbreytt. Með von um farsæla niðurstöðu,“ segir í bréfinu. Undir það rita stjórn knattspyrnudeildar, fráfarandi stjórn BUR sem og formaður og varaformaður FH. Arnar Hjálmsson, einn þeirra sem sat í stjórn BUR, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og vísaði á formann FH, Viðar Halldórsson. „Afsögn þessara fjögurra úr BUR er vegna ágreinings um sex milljónir sem knattspyrnudeildin, sem BUR heyrir undir, vildi fá að láni. Þau voru óhress með það. En meirihluti knattspyrnudeildar samþykkti að lánið yrði veitt,“ sagði Viðar. „Fólk hefur síðan sest niður eins og sást í seinni yfirlýsingunni. Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau.“ Viðar segir að skipuð hafi verið ný stjórn BUR til bráðabirgða. Næsti aðalfundur knattspyrnudeildar er í febrúar á næsta ári. Að hans sögn eru milljónirnar sex ekki há upphæð í stóra samhengingu. „Við erum að tala um sex milljónir í félagi þar sem fjármálaleg umsvif á þessu ári voru um 1,6 milljarður. Þetta er frekar lítill hluti,“ sagði Viðar og bætti við að umsvif FH hafi verið þónokkuð mikil á þessu ári vegna byggingu knatthússins Skessunnar. „Að mínu mati urðu óþarfa læti en það er öllum heimilt að hafa sínar skoðanir og koma þeim á framfæri. Það má ekki gera lítið úr skoðunum fólks þótt allir séu ekki alltaf sammála,“ sagði Viðar að lokum. Mikil umræða hefur verið um fjárhaggskröggur meistaraflokks karla hjá FH undanfarna mánuði. Í frétt 433.is kemur fram að launakostnaður meistaraflokks karla hafi lækkað um rúmlega 20% frá því síðasta tímabili lauk. Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira
Stjórn Barna- og unglingaráðs (BUR) knattspyrnudeildar FH hefur sagt sig frá störfum fyrir deildina. Ágreiningurinn snýst um sex milljóna króna lán sem knattspyrnudeildin fékk frá BUR. Tvö bréf hafa verið send til foreldra iðkenda í FH vegna málsins og er tóninn í því fyrra öllu hvassari. Í því fyrra er talað um skoðanaágreining við formann og framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar og formann félagsins, trúnaðarbrest og „óásættanleg vinnubrögð þeirra síðustu vikur,“ eins og það er orðað. Í seinna bréfinu kemur fram að aðilar málsins hafi sest niður um helgina og reynt að finna sameiginlega lausn. „Formaður FH, varaformaður FH, hluti stjórnar knattspyrnudeildar FH og fráfarandi stjórn barna og unglingaráðs hefur fundað um málið og eru að vinna sameiginlega að sátt um ágreining aðila. Allir eru staðráðnir í því að tryggja að starfið fyrir iðkendur, foreldra og þjálfara haldist óbreytt. Með von um farsæla niðurstöðu,“ segir í bréfinu. Undir það rita stjórn knattspyrnudeildar, fráfarandi stjórn BUR sem og formaður og varaformaður FH. Arnar Hjálmsson, einn þeirra sem sat í stjórn BUR, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og vísaði á formann FH, Viðar Halldórsson. „Afsögn þessara fjögurra úr BUR er vegna ágreinings um sex milljónir sem knattspyrnudeildin, sem BUR heyrir undir, vildi fá að láni. Þau voru óhress með það. En meirihluti knattspyrnudeildar samþykkti að lánið yrði veitt,“ sagði Viðar. „Fólk hefur síðan sest niður eins og sást í seinni yfirlýsingunni. Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau.“ Viðar segir að skipuð hafi verið ný stjórn BUR til bráðabirgða. Næsti aðalfundur knattspyrnudeildar er í febrúar á næsta ári. Að hans sögn eru milljónirnar sex ekki há upphæð í stóra samhengingu. „Við erum að tala um sex milljónir í félagi þar sem fjármálaleg umsvif á þessu ári voru um 1,6 milljarður. Þetta er frekar lítill hluti,“ sagði Viðar og bætti við að umsvif FH hafi verið þónokkuð mikil á þessu ári vegna byggingu knatthússins Skessunnar. „Að mínu mati urðu óþarfa læti en það er öllum heimilt að hafa sínar skoðanir og koma þeim á framfæri. Það má ekki gera lítið úr skoðunum fólks þótt allir séu ekki alltaf sammála,“ sagði Viðar að lokum. Mikil umræða hefur verið um fjárhaggskröggur meistaraflokks karla hjá FH undanfarna mánuði. Í frétt 433.is kemur fram að launakostnaður meistaraflokks karla hafi lækkað um rúmlega 20% frá því síðasta tímabili lauk.
Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira