
Innlent

Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi
Mesta nýtingin á frístundakorti Reykjavíkur er meðal drengja á Kjalarnesi, 92 prósent, og sú versta meðal stúlkna á Kjalarnesi en aðeins rúmur helmingur stúlkna þar nýtir styrkinn. Þar á eftir er nýtingin verst í Efra-Breiðholti þar sem 67 prósent drengja nýta það og 63 prósent stúlkna. Nýtingin hefur aukist frá því að styrkurinn var fyrst gerður aðgengilegur 2012 úr um 75 prósent að meðaltali í um 80 prósent að meðaltali.

Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt
Þingfundur stóð yfir langt fram á nótt og var ekki slitið fyrr en hálf fimm. Þingfundur hefst að nýju klukkan 10, þar sem eina þingmálið á dagskrá er veiðigjaldið.

Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna
Þingflokksformenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fundað síðan um kvöldmatarleytið. Þau hafa freistað því að ná samkomulagi um framhald þingstarfa og þinglok.

Hommar mega enn ekki gefa blóð
Samkynhneigðir karlmenn mega enn ekki gefa blóð á Íslandi. Fjallað var um það í fréttum í október á síðasta ári að búið væri að breyta reglugerð þannig að samkynhneigðir karlmenn mættu gefa blóð og að reglugerðin myndi taka gildi í dag, 1. júlí.

Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar
Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar.

Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi
Tjarnarbíó hefur komist að samkomulagi við Sindra Þór Sigríðarson um endurgreiðslu á fjármunum sem hann dró sér þegar hann sinnti starfi framkvæmdastjóra. Kæra sem lögð var fram vegna málsins í janúar hefur verið dregin til baka eftir að fyrstu greiðslur byrjuðu að berast.

Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“
Matargjöfum Fjölskylduhjálpar Íslands verður hætt á morgun eftir 22 ára starfsemi. Formaður félagsins segir það stinga í hjartað og að tvískinnungsháttar gæti hjá stjórnvöldum.

Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga fundað með forsvarsmönnum knattspyrnufélaga vegna áfengissölu og hefur eitt þeirra hætt henni á meðan leyfisumsókn stendur. Fyrrum framkvæmdastjóri segir félögin verða fyrir gríðarlegu tapi vegna málsins, tekjur af bjórsölu séu í sumum tilvikum orðnar meiri en af miðasölu.

Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni
Hryssan Hlökk er eitt allra efnilegasta hross, sem hefur komið fram hér á landi en hún og knapi hennar, Ásmundur Ernir Snorrason unnu öll helstu verðlaun á Íslandsmóti á Selfossi um helgina. „ Dekurprinsessa“, segir Ásmundur.

Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar
Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokkinn í erfiðri stöðu og vill ekki segja af eða á um það hvort hún muni bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. Taka þurfi ákvörðun um sameiningu á vinstri væng stjórnmálanna fyrr en síðar. Markmið Vorstjörnunnar sé að vera styrktarsjóður en Sanna segist vilja heyra í félögum flokksins og hvort þeir séu sáttir við núverandi stjórn flokksins.

Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta
Kaflaskil í fjölmiðlasögunni eiga sér stað í kvöld þegar síðasti tíufréttatíminn fer í loftið hjá Ríkisútvarpinu. Tíufréttir hafa verið í loftinu í einni eða annarri mynd frá árinu 1988.

Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum
Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis. Í nýrri skýrslu kemur fram að það virðist meira meðal yngri barna og yfir helmingur drengja í sjötta bekk hefur lent í slagsmálum.

Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds
Frá og með deginum í dag er þjónusta sérgreinalækna við börn án endurgjalds, óháð því hvort fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi í dag en tilkynnt var í maí um að tilvísanakerfið fyrir börn yrði afnumið.

Mesta fylgi síðan 2009
Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega.

Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa
Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis og í nýrri skýrslu segir að það sé að aukast meðal yngri barna. Yfir helmingur drengja í sjötta bekk hafa lent í slagsmálum en færri í tíunda bekk. Rætt verður við formann aðgerðarhóps um ofbeldi meðal barna.

Beðið eftir krufningarskýrslu
Ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist frekara gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir konu grunuð um manndráp er sú að lykilrannsóknargagns er enn beðið, krufningarskýrslu.

Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ
Samkomulag sem undirritað var í dag felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými.

Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring
Heilbrigðisráðherra mun styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð í Öræfum árið um kring. Starfshópur verður skipaður um verkefnið til að móta fyrirkomulag þess og á hann að skila tillögum til ráðherra í lok október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

Lágkúra og della að mati ráðherra
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir lágkúrulegt af stjórnarandstöðunni að halda því fram að breytingar hjá fiskeldisfyrirtæki á Þingeyri tengist fyrirhuguðum breytingum á veiðigjöldum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag.

Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ræður tengdar frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum verða eins margar og til þurfi þar til málið verði tekið af dagskrá. Því verði ekki hleypt óbreyttu í gegn. Hagsmunir þjóðarinnar séu í húfi, ekki sérhagsmunir.

Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar
Rætt var við tæplega sextíu manns hér á landi í síðustu viku og teknar skýrslur af 46 þeirra í tengslum við rannsókn írsku lögreglunnar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019.

Magnús Þór lést við strandveiðar
Strandveiðimaðurinn sem lést þegar bátur hans sökk út af Patreksfirði í gær hét Magnús Þór Hafsteinsson og var 61 árs. Hann var fyrrverandi þingmaður og gerði út á bátnum Orminum langa AK-64 frá Patreksfirði.

Seinkun fréttatímans seinkað
Kvöldfréttir Ríkisútvarpsins færast ekki til klukkan 20 þegar EM kvenna í fótbolta lýkur, líkt og tilkynnt hafði verið um. Enn stendur þó til að seinka fréttatímanum. Í kvöld verður síðasti tíufréttatíminn lesinn í sjónvarpi allra landsmanna.

Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd
Gæsluvarðhald yfir konu, sem grunuð er um að hafa ráðið föður sínum bana á heimili þeirra í Garðabæ, hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 29. júlí. Þá mun hún hafa sætt varðhaldi í fimmtán vikur en hámarkstími gæsluvarðhalds er tólf vikur, nema mál hafi verið höfðað gegn sakborningi eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess.

Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kemur saman í London á fimmtudag og föstudag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður meðal annars til umræðu. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins segir ólíðandi að söngvakeppnin sé notuð í pólitísku áróðursstríði og að ekkert réttlæti þátttöku Ísraels.

Landris heldur áfram í Svartsengi
Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi og hefur virkni verið stöðug síðustu vikur. Kvikusöfnun í hólfinu undir Svartsengi hefur haldið áfram, en ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati.

Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“
Karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna barnaníðsefnis sem hann hafði í fórum sínum. Upp komst um barnaníðsefnið þegar maðurinn mætti sjálfur á lögreglustöð og kvaðst hafa verið „laminn í stöppu“, meðal annars með hamri í höfuðið.

Samstöðin hafi aldrei verið í hættu
Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hyggst leita réttar síns í kjölfar aðalfundar Vorstjörnunnar þar sem andstæð fylking Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar hélt yfirráðum sínum yfir styrktarfélaginu. Flokkurinn er nú húsnæðislaus en skipt var um lás í Bolholti í gærkvöldi eftir að fundinum lauk.

„Þetta er komið út fyrir öll mörk“
Málþóf um veiðigjaldafrumvarpið er komið út fyrir öll mörk, segir prófessor við Háskólann á Akureyri, sem tengir óánægju með stjórnarandstöðuna við stöðuna á Alþingi. Það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef ekki tekst að afgreiða veiðigjaldafrumvarpið.

„Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“
Þingeyringar fundu ekki fyrir miklum skilningi á íbúafundi Arctic Fish að mati formanns íbúasamtaka Þingeyringa, sem segist ekki hafa fengið skýr svör um hvers vegna fyrirtækið hyggst færa fóðurstöð sína frá Þingeyri til Ísafjarðar, en með henni flytjast níu störf frá Þingeyri.