Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. Innlent 19.11.2024 11:24 Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans í gær. Í tilkynningu kemur fram að góð mæting hafi verið á fundinn af bæði kennurum og foreldrum með börn sín. Innlent 19.11.2024 11:19 Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur birt í samráðsgátt drög að nýrri reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir, sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Innlent 19.11.2024 10:32 Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Meðferðarheimilið Lækjarbakki hefur fengið nýtt húsnæði í Miðgarði í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Það mun hefja þar starfsemi á nýjan leik að loknum nauðsynlegum framkvæmdum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Innlent 19.11.2024 10:27 Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata segir Sjálfstæðisflokkinn, og dómsmálaráðherra, hafa misnotað aðstöðu sína í starfsstjórn þegar kynnt var ný landamærastefna fyrir helgi. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, vísar þessu alfarið á bug. Innlent 19.11.2024 09:32 Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. Innlent 19.11.2024 09:04 Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Leiðindafæri er víða á Austurlandi og þungfært nokkuð víða. Unnið er á mokstri en það gæti tekið tíma. Einnig er ófært um Öxi, Breiðdalsheiði og Mjóafjarðarheiði. Innlent 19.11.2024 07:35 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. Innlent 19.11.2024 07:07 Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Fjárlagafrumvarps ársins 2025 var í dag samþykkt sem lög frá Alþingi. Í fjárlögum er gert ráð fyrir 59 milljarða króna halla á afkomu ríkissjóðs, sem er 18 milljörðum meira en Sigurður Ingi Jóhannesson fjármálaráðherra lagði upp með við framlagningu frumvarpsins í september. Það er vegna hárra stýrivaxta sem hafa leitt til kólnunar hagkerfisins. Innlent 18.11.2024 22:43 Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Félagsfræðingur efast um að Íslendingar séu hættir að eignast börn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda líkt og Snorri Másson hefur haldið fram. Vissulega gætu yfirvöld sinnt barnafjölskyldum betur en það myndi ólíklega snúa við fæðingartíðninni. Innlent 18.11.2024 22:14 Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Ein stærsta fréttin frá lokadegi Alþingis í dag er að smíði nýrrar Ölfusárbrúar var tryggð, verkefni sem áætlað er að kosti 17,9 milljarða króna. Skrifað verður undir verksamning á miðvikudag og drifið í að taka fyrstu skóflustungu, þótt enn eigi eftir að hanna brúna og langt sé í upphaf jarðsvegsvinnu. Innlent 18.11.2024 21:43 Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Formaður Neytendasamtakanna segir það þingmönnum til ævarandi skammar að hafa samþykkt búvörulög, sem héraðsdómur dæmdi ólögmæt í morgun. Formaður atvinnuvegandefndar segist ósammála niðurstöðunni og væntir þess að málið fari fyrir öll þrjú dómsstig. Innlent 18.11.2024 21:26 Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ „Þetta er bara spillingarmál, sem varðar börnin okkar,“ segir faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Landsréttur hefur nú staðfest sýknudóm yfir bænum í skaðabótamáli sem konan höfðaði. Innlent 18.11.2024 21:21 Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir skóla griðastað margra nemenda og því sé lögð áhersla á að þeir geti komið þangað á meðan á kennaraverkfalli stendur. Sjálf segja ungmennin óvissuna sem fylgi verkföllum erfiða. Vonir standa til að einhver skriður sé að komast á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Innlent 18.11.2024 21:02 Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Fjárlög næsta árs voru í dag afgreidd með ríflega 58 milljarða halla á síðasta þingfundi fyrir kosningar. Forsætisráðherra sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið eftir síðustu kosningar en segir lýðræðislegt að boða til kosninga þegar samstarfið hafi ekki gengið lengur upp. Innlent 18.11.2024 19:20 Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar segir að markmið með búvörulögum hafi ekki breyst við meðferð nefndarinnar. Hann var sakaður um sérhagsmunagæslu þegar málið stóð sem hæst á þingi. Innlent 18.11.2024 19:08 Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Tveggja barna móðir átti fótum sínum fjör að launa þegar að hún og fjölskylda hennar komust heil á húfi undan eldsvoða sem kom upp í íbúð þeirra um miðja nótt. Hún segir ótrúlega tilviljun hafa orðið til þess að þau komust öll lífs af. Innlent 18.11.2024 19:02 Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Formaður Neytendasamtakanna segir það þingmönnum til ævarandi skammar að hafa samþykkt búvörulög, sem héraðsdómur dæmdi ólögmæt í morgun. Formaður atvinnuveganefndar segist ósammála niðurstöðunni og væntir þess að málið fari fyrir öll þrjú dómsstig. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.11.2024 18:03 Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Framsóknarflokkurinn var eini stjórnarflokkurinn sem mætti með fullskipað lið til atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á Alþingi í mars. Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði um frumvarpið og ekki heldur Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra sem þá var einnig starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur sem var í veikindaleyfi. Innlent 18.11.2024 17:17 Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Stjórnsýslufræðingur, sem varað hefur við vinnubrögðum Alþingis, segir dóm héraðsdóms um breytingu á búvörulögum, réttan og kallar eftir skýrari efnisreglum hjá Alþingi um framkvæmd reglunnar um þrjár umræður. Innlent 18.11.2024 17:07 Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði Stéttarfélagið Hlíf og Hafnarfjarðarbær hafa skrifað undir kjarasamning vegna félaga Hlífar í leikskólum bæjarins. Þannig hefur verkfalli sem hefði lamað starfsemi allra leikskóla bæjarins verið afstýrt. Innlent 18.11.2024 17:04 „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir miður að hafa verið partur af eitraðri menningu sem ríkti á útvarpsstöðinni X-inu og víðar á tímabili. Innlent 18.11.2024 16:32 Bein útsending: Samfélag á krossgötum ASÍ og BSRB taka á móti formönnum flokka í framboði til alþingiskosninga á opnum fundi á Hilton Nordica milli klukkan 17 og 19 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. Innlent 18.11.2024 16:31 „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Innlent 18.11.2024 15:41 Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Svanhildur Hólm Valsdóttir hlaut „lofsamlegar umsagnir“ við mat á hæfi hennar til að gegna stöðu sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá voru allir fulltrúar í hæfnisnefnd vegna skipunar hennar í embætti sendiherra sammála um að Svanhildur væri hæf til að gegna embættinu. Mat á hæfni hennar fól meðal annars í sér viðtöl við hana sjálfa auk þess sem kallað var eftir umsögnum þriggja umsagnaraðila. Innlent 18.11.2024 15:32 Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Barnabörn eins stofnenda Stálskipa og eiginkonu hans hafa fengið kæruleyfi til Hæstaréttar vegna ætlaðrar ofgreiðslu fyrirframgreidds arfs upp á milljarð króna. Bæði Héraðsdómur Reykjaness og Landsréttur töldu ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinum föður barnabarnanna yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn. Innlent 18.11.2024 15:25 Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Karlmaður hefur hlotið 45 daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að fremja líkamsárás og eignaspjöll á Selfossi í september 2022. Innlent 18.11.2024 15:13 Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. Innlent 18.11.2024 14:44 Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Síðan atkvæðagreiðsla utankjörfundar hófst þann 7. nóvember vegna komandi alþingiskosninga hafa ríflega sex þúsund manns greitt atkvæði, þar af hátt í fjögur þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá fyrir þá sem það gæti átt við um. Innlent 18.11.2024 14:32 Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Skæð fuglainflúensa (H5N5) greindist í mávi sem fannst við Reykjavíkurtjörn í byrjun mánaðar. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem sjúkdómurinn greinist í villtum fugli á höfuðborgarsvæðinu. Matvælastofnun hvetur almenning til að varast það að snerta eða handfjatla hræ eða veika villta fugla og tilkynna strax um það til stofnunarinnar ef það finnur veika eða dauða fugla. Innlent 18.11.2024 13:01 « ‹ 34 35 36 37 38 39 40 41 42 … 334 ›
Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. Innlent 19.11.2024 11:24
Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans í gær. Í tilkynningu kemur fram að góð mæting hafi verið á fundinn af bæði kennurum og foreldrum með börn sín. Innlent 19.11.2024 11:19
Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur birt í samráðsgátt drög að nýrri reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir, sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Innlent 19.11.2024 10:32
Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Meðferðarheimilið Lækjarbakki hefur fengið nýtt húsnæði í Miðgarði í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Það mun hefja þar starfsemi á nýjan leik að loknum nauðsynlegum framkvæmdum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Innlent 19.11.2024 10:27
Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata segir Sjálfstæðisflokkinn, og dómsmálaráðherra, hafa misnotað aðstöðu sína í starfsstjórn þegar kynnt var ný landamærastefna fyrir helgi. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, vísar þessu alfarið á bug. Innlent 19.11.2024 09:32
Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. Innlent 19.11.2024 09:04
Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Leiðindafæri er víða á Austurlandi og þungfært nokkuð víða. Unnið er á mokstri en það gæti tekið tíma. Einnig er ófært um Öxi, Breiðdalsheiði og Mjóafjarðarheiði. Innlent 19.11.2024 07:35
Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. Innlent 19.11.2024 07:07
Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Fjárlagafrumvarps ársins 2025 var í dag samþykkt sem lög frá Alþingi. Í fjárlögum er gert ráð fyrir 59 milljarða króna halla á afkomu ríkissjóðs, sem er 18 milljörðum meira en Sigurður Ingi Jóhannesson fjármálaráðherra lagði upp með við framlagningu frumvarpsins í september. Það er vegna hárra stýrivaxta sem hafa leitt til kólnunar hagkerfisins. Innlent 18.11.2024 22:43
Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Félagsfræðingur efast um að Íslendingar séu hættir að eignast börn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda líkt og Snorri Másson hefur haldið fram. Vissulega gætu yfirvöld sinnt barnafjölskyldum betur en það myndi ólíklega snúa við fæðingartíðninni. Innlent 18.11.2024 22:14
Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Ein stærsta fréttin frá lokadegi Alþingis í dag er að smíði nýrrar Ölfusárbrúar var tryggð, verkefni sem áætlað er að kosti 17,9 milljarða króna. Skrifað verður undir verksamning á miðvikudag og drifið í að taka fyrstu skóflustungu, þótt enn eigi eftir að hanna brúna og langt sé í upphaf jarðsvegsvinnu. Innlent 18.11.2024 21:43
Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Formaður Neytendasamtakanna segir það þingmönnum til ævarandi skammar að hafa samþykkt búvörulög, sem héraðsdómur dæmdi ólögmæt í morgun. Formaður atvinnuvegandefndar segist ósammála niðurstöðunni og væntir þess að málið fari fyrir öll þrjú dómsstig. Innlent 18.11.2024 21:26
Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ „Þetta er bara spillingarmál, sem varðar börnin okkar,“ segir faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Landsréttur hefur nú staðfest sýknudóm yfir bænum í skaðabótamáli sem konan höfðaði. Innlent 18.11.2024 21:21
Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir skóla griðastað margra nemenda og því sé lögð áhersla á að þeir geti komið þangað á meðan á kennaraverkfalli stendur. Sjálf segja ungmennin óvissuna sem fylgi verkföllum erfiða. Vonir standa til að einhver skriður sé að komast á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Innlent 18.11.2024 21:02
Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Fjárlög næsta árs voru í dag afgreidd með ríflega 58 milljarða halla á síðasta þingfundi fyrir kosningar. Forsætisráðherra sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið eftir síðustu kosningar en segir lýðræðislegt að boða til kosninga þegar samstarfið hafi ekki gengið lengur upp. Innlent 18.11.2024 19:20
Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar segir að markmið með búvörulögum hafi ekki breyst við meðferð nefndarinnar. Hann var sakaður um sérhagsmunagæslu þegar málið stóð sem hæst á þingi. Innlent 18.11.2024 19:08
Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Tveggja barna móðir átti fótum sínum fjör að launa þegar að hún og fjölskylda hennar komust heil á húfi undan eldsvoða sem kom upp í íbúð þeirra um miðja nótt. Hún segir ótrúlega tilviljun hafa orðið til þess að þau komust öll lífs af. Innlent 18.11.2024 19:02
Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Formaður Neytendasamtakanna segir það þingmönnum til ævarandi skammar að hafa samþykkt búvörulög, sem héraðsdómur dæmdi ólögmæt í morgun. Formaður atvinnuveganefndar segist ósammála niðurstöðunni og væntir þess að málið fari fyrir öll þrjú dómsstig. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.11.2024 18:03
Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Framsóknarflokkurinn var eini stjórnarflokkurinn sem mætti með fullskipað lið til atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á Alþingi í mars. Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði um frumvarpið og ekki heldur Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra sem þá var einnig starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur sem var í veikindaleyfi. Innlent 18.11.2024 17:17
Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Stjórnsýslufræðingur, sem varað hefur við vinnubrögðum Alþingis, segir dóm héraðsdóms um breytingu á búvörulögum, réttan og kallar eftir skýrari efnisreglum hjá Alþingi um framkvæmd reglunnar um þrjár umræður. Innlent 18.11.2024 17:07
Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði Stéttarfélagið Hlíf og Hafnarfjarðarbær hafa skrifað undir kjarasamning vegna félaga Hlífar í leikskólum bæjarins. Þannig hefur verkfalli sem hefði lamað starfsemi allra leikskóla bæjarins verið afstýrt. Innlent 18.11.2024 17:04
„Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir miður að hafa verið partur af eitraðri menningu sem ríkti á útvarpsstöðinni X-inu og víðar á tímabili. Innlent 18.11.2024 16:32
Bein útsending: Samfélag á krossgötum ASÍ og BSRB taka á móti formönnum flokka í framboði til alþingiskosninga á opnum fundi á Hilton Nordica milli klukkan 17 og 19 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. Innlent 18.11.2024 16:31
„Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Innlent 18.11.2024 15:41
Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Svanhildur Hólm Valsdóttir hlaut „lofsamlegar umsagnir“ við mat á hæfi hennar til að gegna stöðu sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá voru allir fulltrúar í hæfnisnefnd vegna skipunar hennar í embætti sendiherra sammála um að Svanhildur væri hæf til að gegna embættinu. Mat á hæfni hennar fól meðal annars í sér viðtöl við hana sjálfa auk þess sem kallað var eftir umsögnum þriggja umsagnaraðila. Innlent 18.11.2024 15:32
Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Barnabörn eins stofnenda Stálskipa og eiginkonu hans hafa fengið kæruleyfi til Hæstaréttar vegna ætlaðrar ofgreiðslu fyrirframgreidds arfs upp á milljarð króna. Bæði Héraðsdómur Reykjaness og Landsréttur töldu ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinum föður barnabarnanna yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn. Innlent 18.11.2024 15:25
Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Karlmaður hefur hlotið 45 daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að fremja líkamsárás og eignaspjöll á Selfossi í september 2022. Innlent 18.11.2024 15:13
Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. Innlent 18.11.2024 14:44
Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Síðan atkvæðagreiðsla utankjörfundar hófst þann 7. nóvember vegna komandi alþingiskosninga hafa ríflega sex þúsund manns greitt atkvæði, þar af hátt í fjögur þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá fyrir þá sem það gæti átt við um. Innlent 18.11.2024 14:32
Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Skæð fuglainflúensa (H5N5) greindist í mávi sem fannst við Reykjavíkurtjörn í byrjun mánaðar. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem sjúkdómurinn greinist í villtum fugli á höfuðborgarsvæðinu. Matvælastofnun hvetur almenning til að varast það að snerta eða handfjatla hræ eða veika villta fugla og tilkynna strax um það til stofnunarinnar ef það finnur veika eða dauða fugla. Innlent 18.11.2024 13:01